Framsókn leiddi okkur saman Elín Albertsdóttir skrifar 21. maí 2016 10:00 Þau kynntust í Framsóknarflokknum og hafa bæði sterkar skoðanir á pólitík. Forsætisráðherrahjónin Elsa Ingjaldsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson voru gestir Barack og Michelle Obama í Hvíta húsinu um síðustu helgi. Elsa segir að ferðin hafi verið einstaklega ánægjuleg og margt hafi hafi komið sér á óvart. Ástæða heimsóknarinnar var leiðtogafundur Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Einungis rúmur mánuður er síðan Sigurður Ingi tók við embætti forsætisráðherra, en áður var hann sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Elsa viðurkennir að fyrir tveimur mánuðum hefði henni ekki dottið í hug að fram undan væri veisla í Hvíta húsinu. „En svona getur lífið breyst snögglega,“ segir hún. „Það var stórkostleg upplifun að koma í Hvíta húsið og jafnframt mikill heiður. Forsetahjónin, Obama og Michelle, hafa einstaklega sterka nærveru og manni líður mjög vel í návist þeirra. Andrúmsloftið var afslappað og notalegt. Fyrirfram hafði ég búist við að allt yrði mun formlegra. Bandaríkjamenn tóku vel á móti okkur og öryggisgæsla var mikil,“ segir Elsa. Í buxum af mömmuÁ meðan norrænir forsætisráðherrar funduðu með forsetanum fengu makar leiðsögn um nærliggjandi gallerí með Michelle. „Okkur var boðið að skoða Renwick galleríið sem er stórt listasafn. Maður fann svolítið barnið í sjálfum sér með því að ganga um sali þessa safns þar sem voru einstök listaverk. Á eftir komu börn á grunnskólaaldri sem sungu og dönsuðu fyrir okkur. Þarna sá maður hvernig börnin horfðu á forsetafrúna með aðdáunaraugum. Hún ræddi síðan við þau um gildi menntunar. Þaðan lá leiðin í gestahús Hvíta hússins þar sem bornar voru fram léttar veitingar.“Glæsileg í sérsaumuðum kjól sem Kolbrún Sveinsdóttir hannaði. Elsa, Michelle, Sigurður Ingi og Barack Obama í Hvíta húsinu.Þegar Elsa er spurð hvort hún hafi mátt ráða fatavali í heimsókninni, svarar hún. „Sem betur fer fengum við upplýsingar um klæðaburð fyrirfram. Þar sem þetta var opinber heimsókn fengum við ítarlega dagskrá þar sem tekið er fram hvernig sé heppilegt að klæðast. Ég mátti til dæmis klæðast buxum þegar ég fór á safnið. Ég valdi föt sem eru mest ég,“ útskýrir Elsa og bætir við að hún hafi klæðst gömlum buxum af látinni móður sinni. „Hún var saumakona og valdi góð efni. Ég hélt að mamma hefði saumað buxurnar en þegar ég skoðaði þær betur var inni í þeim fatamiði sem á stóð Michelle. Það kom mér skemmtilega á óvart og var kannski táknrænt. Ég vissi það ekki þegar ég pakkaði þeim niður. Í kvöldveislunni klæddist ég síðum kjól sem Kolbrún Sveinsdóttir saumaði og hannaði. Ég þekki handbragð hennar og verk og leitaði því til hennar. Eiginmaðurinn var í nýjum smóking sem hann keypti fyrir þetta tilefni,“ segir Elsa aðspurð.Óvænt veisla Þau hjónin höfðu aldrei komið til Washington áður. „Það var líka upplifun að kynnast borginni. Við fengum þrjá tíma þegar formlegri dagskrá lauk til að skoða okkur um. Við skoðuðum meðal annars heimili George Washington sem er gömul plantekra fyrir utan borgina. Þar var þrælahald á sínum tíma. Það var forvitnilegt að sjá þennan stað og við fengum höfðinglegar móttökur þar eins og annars staðar.“ Þegar Elsa er spurð hvort hún hafi átti von á því að sitja veislu í Hvíta húsinu, svarar hún því neitandi. „Síst af öllu átti ég von á því og ekki Sigurður Ingi heldur. Þetta er staðfesting á því að maður veit aldrei hvað kemur upp í hendurnar á manni,“ svarar hún.Rómantík í Framsókn Elsa vill ekki meina að sitt eigið líf hafi breyst mikið eftir að Sigurður Ingi varð forsætisráðherra. „Ég myndi heldur ekki vilja að það breyttist. Það sem hefur breyst er að hann er meira fjarverandi en áður. Ég er heima í sveitinni en hann í bænum. Hlutirnir gerðust snöggt og það var enginn tími fyrir hann að undirbúa sig fyrir þetta nýja starf. Ég lít á þetta sem verkefni til að leysa og við fjölskyldan stöndum á bak við hann,“ segir Elsa sem starfar hálfan daginn sem gæðastjóri hjá Landstólpa en sinnir hrossum þeirra hjóna þar fyrir utan. Þau eru með 25 hross og eru öflugir hestamenn. Elsa og Sigurður Ingi búa á sveitabæ í Hrunamannahreppi. Elsa er alin upp í Garðabænum en á ættir að rekja í Þingeyjarsýslu þar sem hún dvaldi í sveit á sumrin. „Þar finnst mér rætur mínar liggja,“ segir hún. Elsa og Sigurður Ingi höfðu þekkst lengi áður en samband þeirra hófst. „Hann vann að sveitarstjórnarmálum og ég vann sem framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Við fórum að horfa á hvort annað á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins. Það var nú ekki rómantískara,“ segir hún og hlær. Þau gengu síðan í hjónaband árið 2009.Elsa er mikil hestakona og fer oft í reiðtúra.Ráðherrann góður kokkur Elsa segir að þau reyni að slaka á í frístundum. „Okkar tómstundir eru með hestunum. Þar fáum við hvíld og getum hlaðið batteríin. Eftir að hann tók við sem ráðherra kunnum við vel að meta samverustundir í rólegheitum. Þessar stundir eru dýrmætar,“ segir Elsa sem er í hefðarkvennahóp sem fer saman í hestaferðir. „ Ég er að fara reiðtúr í dag með góðum vinum en Sigurður Ingi sinnir sinni vinnu. Það verður riðið hér um Hrunamannahreppinn og endað með grillveislu. Á morgun ætla ég á síðustu æfingu kirkjukórsins hér fyrir vortónleika í Skálholti á mánudag. Um aðra helgi verður síðan stúdentsveisla hjá okkur þegar örverpið útskrifast frá Laugarvatni.“ Elsa segir að Sigurður Ingi sé kokkurinn á heimilinu og eldi mjög góðan mat. „Hann er duglegur að elda fyrir mig,“ segir hún. „Þegar ég er orðin leið á skyri og súrmjólk keyri ég í bæinn og fæ að borða hjá honum.“Óvægin umræða Elsa var á fullu í pólitík og hefur starfað mikið innan Framsóknarflokksins í gegnum árin. Hún hefur þó dregið í land eftir að Sigurður Ingi fór á þing. „Framsóknarflokkurinn leiddi okkur saman. Sigurður Ingi verður líklegast fyrir hörðustu pólitísku umræðunni hér heima og við erum ekki alltaf sammála þótt við endum umræðuna með bros á vör,“ segir hún hlæjandi. Þegar hún er spurð hvort hún sé viðkvæm fyrir opinberri umræðu um eiginmanninn, segir Elsa. „Ég er meira viðkvæm fyrir umræðunni um Framsóknarflokkinn. Mér finnst hún óvægin. Ég vona að okkur beri gæfa til að vera hófstilltari í orðum og sanngjarnari hvort við annað.“ Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Forsætisráðherrahjónin Elsa Ingjaldsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson voru gestir Barack og Michelle Obama í Hvíta húsinu um síðustu helgi. Elsa segir að ferðin hafi verið einstaklega ánægjuleg og margt hafi hafi komið sér á óvart. Ástæða heimsóknarinnar var leiðtogafundur Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Einungis rúmur mánuður er síðan Sigurður Ingi tók við embætti forsætisráðherra, en áður var hann sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Elsa viðurkennir að fyrir tveimur mánuðum hefði henni ekki dottið í hug að fram undan væri veisla í Hvíta húsinu. „En svona getur lífið breyst snögglega,“ segir hún. „Það var stórkostleg upplifun að koma í Hvíta húsið og jafnframt mikill heiður. Forsetahjónin, Obama og Michelle, hafa einstaklega sterka nærveru og manni líður mjög vel í návist þeirra. Andrúmsloftið var afslappað og notalegt. Fyrirfram hafði ég búist við að allt yrði mun formlegra. Bandaríkjamenn tóku vel á móti okkur og öryggisgæsla var mikil,“ segir Elsa. Í buxum af mömmuÁ meðan norrænir forsætisráðherrar funduðu með forsetanum fengu makar leiðsögn um nærliggjandi gallerí með Michelle. „Okkur var boðið að skoða Renwick galleríið sem er stórt listasafn. Maður fann svolítið barnið í sjálfum sér með því að ganga um sali þessa safns þar sem voru einstök listaverk. Á eftir komu börn á grunnskólaaldri sem sungu og dönsuðu fyrir okkur. Þarna sá maður hvernig börnin horfðu á forsetafrúna með aðdáunaraugum. Hún ræddi síðan við þau um gildi menntunar. Þaðan lá leiðin í gestahús Hvíta hússins þar sem bornar voru fram léttar veitingar.“Glæsileg í sérsaumuðum kjól sem Kolbrún Sveinsdóttir hannaði. Elsa, Michelle, Sigurður Ingi og Barack Obama í Hvíta húsinu.Þegar Elsa er spurð hvort hún hafi mátt ráða fatavali í heimsókninni, svarar hún. „Sem betur fer fengum við upplýsingar um klæðaburð fyrirfram. Þar sem þetta var opinber heimsókn fengum við ítarlega dagskrá þar sem tekið er fram hvernig sé heppilegt að klæðast. Ég mátti til dæmis klæðast buxum þegar ég fór á safnið. Ég valdi föt sem eru mest ég,“ útskýrir Elsa og bætir við að hún hafi klæðst gömlum buxum af látinni móður sinni. „Hún var saumakona og valdi góð efni. Ég hélt að mamma hefði saumað buxurnar en þegar ég skoðaði þær betur var inni í þeim fatamiði sem á stóð Michelle. Það kom mér skemmtilega á óvart og var kannski táknrænt. Ég vissi það ekki þegar ég pakkaði þeim niður. Í kvöldveislunni klæddist ég síðum kjól sem Kolbrún Sveinsdóttir saumaði og hannaði. Ég þekki handbragð hennar og verk og leitaði því til hennar. Eiginmaðurinn var í nýjum smóking sem hann keypti fyrir þetta tilefni,“ segir Elsa aðspurð.Óvænt veisla Þau hjónin höfðu aldrei komið til Washington áður. „Það var líka upplifun að kynnast borginni. Við fengum þrjá tíma þegar formlegri dagskrá lauk til að skoða okkur um. Við skoðuðum meðal annars heimili George Washington sem er gömul plantekra fyrir utan borgina. Þar var þrælahald á sínum tíma. Það var forvitnilegt að sjá þennan stað og við fengum höfðinglegar móttökur þar eins og annars staðar.“ Þegar Elsa er spurð hvort hún hafi átti von á því að sitja veislu í Hvíta húsinu, svarar hún því neitandi. „Síst af öllu átti ég von á því og ekki Sigurður Ingi heldur. Þetta er staðfesting á því að maður veit aldrei hvað kemur upp í hendurnar á manni,“ svarar hún.Rómantík í Framsókn Elsa vill ekki meina að sitt eigið líf hafi breyst mikið eftir að Sigurður Ingi varð forsætisráðherra. „Ég myndi heldur ekki vilja að það breyttist. Það sem hefur breyst er að hann er meira fjarverandi en áður. Ég er heima í sveitinni en hann í bænum. Hlutirnir gerðust snöggt og það var enginn tími fyrir hann að undirbúa sig fyrir þetta nýja starf. Ég lít á þetta sem verkefni til að leysa og við fjölskyldan stöndum á bak við hann,“ segir Elsa sem starfar hálfan daginn sem gæðastjóri hjá Landstólpa en sinnir hrossum þeirra hjóna þar fyrir utan. Þau eru með 25 hross og eru öflugir hestamenn. Elsa og Sigurður Ingi búa á sveitabæ í Hrunamannahreppi. Elsa er alin upp í Garðabænum en á ættir að rekja í Þingeyjarsýslu þar sem hún dvaldi í sveit á sumrin. „Þar finnst mér rætur mínar liggja,“ segir hún. Elsa og Sigurður Ingi höfðu þekkst lengi áður en samband þeirra hófst. „Hann vann að sveitarstjórnarmálum og ég vann sem framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Við fórum að horfa á hvort annað á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins. Það var nú ekki rómantískara,“ segir hún og hlær. Þau gengu síðan í hjónaband árið 2009.Elsa er mikil hestakona og fer oft í reiðtúra.Ráðherrann góður kokkur Elsa segir að þau reyni að slaka á í frístundum. „Okkar tómstundir eru með hestunum. Þar fáum við hvíld og getum hlaðið batteríin. Eftir að hann tók við sem ráðherra kunnum við vel að meta samverustundir í rólegheitum. Þessar stundir eru dýrmætar,“ segir Elsa sem er í hefðarkvennahóp sem fer saman í hestaferðir. „ Ég er að fara reiðtúr í dag með góðum vinum en Sigurður Ingi sinnir sinni vinnu. Það verður riðið hér um Hrunamannahreppinn og endað með grillveislu. Á morgun ætla ég á síðustu æfingu kirkjukórsins hér fyrir vortónleika í Skálholti á mánudag. Um aðra helgi verður síðan stúdentsveisla hjá okkur þegar örverpið útskrifast frá Laugarvatni.“ Elsa segir að Sigurður Ingi sé kokkurinn á heimilinu og eldi mjög góðan mat. „Hann er duglegur að elda fyrir mig,“ segir hún. „Þegar ég er orðin leið á skyri og súrmjólk keyri ég í bæinn og fæ að borða hjá honum.“Óvægin umræða Elsa var á fullu í pólitík og hefur starfað mikið innan Framsóknarflokksins í gegnum árin. Hún hefur þó dregið í land eftir að Sigurður Ingi fór á þing. „Framsóknarflokkurinn leiddi okkur saman. Sigurður Ingi verður líklegast fyrir hörðustu pólitísku umræðunni hér heima og við erum ekki alltaf sammála þótt við endum umræðuna með bros á vör,“ segir hún hlæjandi. Þegar hún er spurð hvort hún sé viðkvæm fyrir opinberri umræðu um eiginmanninn, segir Elsa. „Ég er meira viðkvæm fyrir umræðunni um Framsóknarflokkinn. Mér finnst hún óvægin. Ég vona að okkur beri gæfa til að vera hófstilltari í orðum og sanngjarnari hvort við annað.“
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira