„Ég veit ekki hvort ég á heima hér“ Ólöf María Brynjarsdóttir skrifar 7. desember 2016 07:00 Ég settist niður í rauða sófann og sagði þetta við konuna sem sat í hægindastól á móti mér, hún brosti aðeins og sagði það vera algengt að fólk héldi þessu fram í fyrsta viðtali. Hún spurði svo til baka „hvers vegna finnst þér þú ekki eiga heima hér?“ Já hvers vegna hélt ég að ég ætti ekki heima í þessu heimilislega herbergi? Mér fannst það sem ég bjó yfir ekkert merkilegt, ég mundi það takmarkað og sennilega væri það allt saman mér að kenna. Ég væri örugglega að gera úlfalda úr mýflugu. Ég skammaðist mín og fannst ég ekki eiga rétt á samúð. Þessi góða kona gæti líka án efa varið tíma sínum mun betur í að hjálpa þeim sem virkilega þyrftu á því að halda. Þetta voru fyrstu samræður mínar við ráðgjafann minn hjá Aflinu Akureyri. Ég kom þangað í mars 2014 til að leita mér aðstoðar eftir margra ára þögn yfir því kynferðisofbeldi sem ég hafði orðið fyrir á lífsleiðinni. Við tók margra mánaða vinna í viðtölum þar sem ég kafaði ofan í dýpstu og myrkustu staðina innra með mér. Hjá Aflinu lærði ég að það sem ég varð fyrir var ekki mér að kenna og að ofbeldið hefði mótað mig á allan hátt. En ég sat uppi með afleiðingarnar og hjá Aflinu fékk ég aðstoð til að greina þær og koma þeim frá mér. Þar var hlustað á mig og ég fann í fyrsta skipti að þarna var einhver sem skildi mig, einhver sem hafði gengið í gegnum þetta sama og komist lifandi frá því. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru margþættar, bæði líkamlegar og andlegar. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að konur sem sættu kynferðisofbeldi í æsku geta þjáðst af alls kyns vandamálum á fullorðinsárum. Má þar nefna meltingarfæratruflanir og sýkingar, vandamál tengd hjarta- og æðakerfi, svimi og yfirlið, brenglun á innkirtlastarfsemi, sogæðakerfisvandamál, taugaáföll og móðurlífsvandamál. Jafnframt geta andleg veikindi, líkt og þunglyndi, kvíði, áfallastreita og geðhvörf hrjáð konur sem sætt hafa kynferðisofbeldi, sem og fíkn af öllum toga. Sýnt hefur verið fram á að með úrvinnslu á ofbeldinu hafa konur náð betri líkamlegri og andlegri heilsu. Það er mikilvægt að þau úrræði sem eru í boði séu miðuð við þarfir einstaklinga. Það hefur Aflið á Akureyri haft að leiðarljósi og býður upp á jafningjafræðslu og jafningjastuðning og þangað er frítt að leita. Ráðgjafar Aflsins hafa allir upplifað á eigin skinni hvernig það er að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldis. Það er sérstaklega mikilvægt að úrræði sem þessi standi fólki til boða hvar sem er á landinu, líka á landsbyggðinni. Kynferðisofbeldi á sér nefnilega stað, því miður, úti um allt. Ég starfa í dag sem ráðgjafi hjá Aflinu og hef oft fengið að heyra „ég veit ekki hvort ég á heima hér...?“ frá þeim sem til mín leita. Til allrar hamingju get ég sagt þeim, líkt og mér var sagt vorið 2014, „jú þú átt heima hér og ég veit það því ég hef verið þar sjálf“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég settist niður í rauða sófann og sagði þetta við konuna sem sat í hægindastól á móti mér, hún brosti aðeins og sagði það vera algengt að fólk héldi þessu fram í fyrsta viðtali. Hún spurði svo til baka „hvers vegna finnst þér þú ekki eiga heima hér?“ Já hvers vegna hélt ég að ég ætti ekki heima í þessu heimilislega herbergi? Mér fannst það sem ég bjó yfir ekkert merkilegt, ég mundi það takmarkað og sennilega væri það allt saman mér að kenna. Ég væri örugglega að gera úlfalda úr mýflugu. Ég skammaðist mín og fannst ég ekki eiga rétt á samúð. Þessi góða kona gæti líka án efa varið tíma sínum mun betur í að hjálpa þeim sem virkilega þyrftu á því að halda. Þetta voru fyrstu samræður mínar við ráðgjafann minn hjá Aflinu Akureyri. Ég kom þangað í mars 2014 til að leita mér aðstoðar eftir margra ára þögn yfir því kynferðisofbeldi sem ég hafði orðið fyrir á lífsleiðinni. Við tók margra mánaða vinna í viðtölum þar sem ég kafaði ofan í dýpstu og myrkustu staðina innra með mér. Hjá Aflinu lærði ég að það sem ég varð fyrir var ekki mér að kenna og að ofbeldið hefði mótað mig á allan hátt. En ég sat uppi með afleiðingarnar og hjá Aflinu fékk ég aðstoð til að greina þær og koma þeim frá mér. Þar var hlustað á mig og ég fann í fyrsta skipti að þarna var einhver sem skildi mig, einhver sem hafði gengið í gegnum þetta sama og komist lifandi frá því. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru margþættar, bæði líkamlegar og andlegar. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að konur sem sættu kynferðisofbeldi í æsku geta þjáðst af alls kyns vandamálum á fullorðinsárum. Má þar nefna meltingarfæratruflanir og sýkingar, vandamál tengd hjarta- og æðakerfi, svimi og yfirlið, brenglun á innkirtlastarfsemi, sogæðakerfisvandamál, taugaáföll og móðurlífsvandamál. Jafnframt geta andleg veikindi, líkt og þunglyndi, kvíði, áfallastreita og geðhvörf hrjáð konur sem sætt hafa kynferðisofbeldi, sem og fíkn af öllum toga. Sýnt hefur verið fram á að með úrvinnslu á ofbeldinu hafa konur náð betri líkamlegri og andlegri heilsu. Það er mikilvægt að þau úrræði sem eru í boði séu miðuð við þarfir einstaklinga. Það hefur Aflið á Akureyri haft að leiðarljósi og býður upp á jafningjafræðslu og jafningjastuðning og þangað er frítt að leita. Ráðgjafar Aflsins hafa allir upplifað á eigin skinni hvernig það er að takast á við afleiðingar kynferðisofbeldis. Það er sérstaklega mikilvægt að úrræði sem þessi standi fólki til boða hvar sem er á landinu, líka á landsbyggðinni. Kynferðisofbeldi á sér nefnilega stað, því miður, úti um allt. Ég starfa í dag sem ráðgjafi hjá Aflinu og hef oft fengið að heyra „ég veit ekki hvort ég á heima hér...?“ frá þeim sem til mín leita. Til allrar hamingju get ég sagt þeim, líkt og mér var sagt vorið 2014, „jú þú átt heima hér og ég veit það því ég hef verið þar sjálf“.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar