Lífið

Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Til vinstri má sjá mynd af atriði Hagaskóla og til hægri má sjá mynd frá atriði Ingunnarskóla.
Til vinstri má sjá mynd af atriði Hagaskóla og til hægri má sjá mynd frá atriði Ingunnarskóla.
Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

Átta skólar stigu á stokk með frumsamin atriði samin af unglingum. Skólarnir sem komust áfram í kvöld voru Ingunnarskóli og Hagaskóli. Alls hafa 650 unglingar stigið á svið Borgarleikhússins á undankvöldunum.

Borgarleikhúsið var þétt setið unglingum úr 8., 9. og 10. bekk sem studdu sína skóla vel áfram. Átta grunnskólar munu keppa til úrslita í Skrekk mánudaginn 14. nóvember, en alls taka 24 skólar þátt í keppninni. Úrslitunum verður sjónvarpað beint á RÚV.

Nú eru því Ölduselsskóli, Árbæjarskóli, Hlíðaskóli og Réttarholtsskóli, Ingunnarskóli og Hagaskóli komnir áfram. Á morgun fá að auki tveir skólar að frétta að þeir hafi komist áfram en þá verður tilkynnt um val á tveimur atriðum til viðbótar sem dómnefnd velur áfram af þeim 24 atriðum sem stigu á svið Borgarleikhússins á undankvöldunum þremur. 

Meðfylgjandi eru myndir af þeim atriðum sem komust áfram.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.