Aníta með miða aðra leið á munaðarleysingjahæli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. febrúar 2016 06:00 Aníta G. Axelsdóttir með sex ljónsungum og hundi á munaðarleysingjahæli fyrir villt dýr í Suður-Afríku. „Ég er svo spennt að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér,“ segir Aníta G. Axelsdóttir, sem í dag leggur upp í sólarhrings ferðalag frá Íslandi til Kenía til starfa sem sjálfboðaliði á nýju heimili fyrir munaðarlaus börn. Stöð 2 greindi frá því í mars í fyrra að Anna Þóra Baldursdóttir og sænsk vinkona hennar hygðust opna heimili fyrir munaðarlaus börn í Naíróbí í Kenía. Anna Þóra hafði þá dvalist ítrekað ytra sem sjálfboðaliði á slíku heimili eftir að hún fór fyrst út 2013. Að sögn Anítu er starfsleyfi sem beðið hefur verið eftir nú loks í höfn. Heimilið verði fyrst um sinn starfrækt í leiguhúsnæði. Ætlunin sé síðan að byggja nýtt hús frá grunni. Regla sé að tuttugu börn að lágmarki séu á slíkum heimilum og þeim fjölda verði haldið til að byrja með. „Fyrsta barnið kom fyrir þremur dögum. Það er þriggja daga gömul stelpa," segir Aníta sem kveðst afar spennt að komast til Kenía. Sjálf hafi hún ekki verið þar áður en hins vegar dvalist í einn mánuð í Suður-Afríku á árinu 2012. Þá hafi hún verið sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli fyrir villt dýr. „En það var rándýrt, bara sjálfboðaliðastarfið kostaði 500 þúsund krónur - fyrir utan flug og mat og annað." Aníta, sem starfað hefur á Vinakoti sem þjónustar börn með fjölþættan vanda, kveðst hafa beðið eftir tækifæri til að komast utan aftur. Reksturinn í Kenía segir Aníta byggjast á styrktaraðilum, meðal annars í gegnum styrktarfélag hér á Íslandi. Hún kveðst afar þakklát fyrirtækjum sem lagt hafi verkefninu lið. Nefnir hún til dæmis O. Johnson & Kaaber, Rekstrarvörur, Íslensk-Ameríska og DHL. Miði Anítu gildir aðeins aðra leið og hún veit ekki hvenær hún snýr aftur. „Ég kem út þegar þær eru að byrja með þetta og ég held ég muni eiga erfitt með að fara frá börnunum sem koma þarna inn eiginlega á fyrsta degi síns lífs." gar@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Ég er svo spennt að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér,“ segir Aníta G. Axelsdóttir, sem í dag leggur upp í sólarhrings ferðalag frá Íslandi til Kenía til starfa sem sjálfboðaliði á nýju heimili fyrir munaðarlaus börn. Stöð 2 greindi frá því í mars í fyrra að Anna Þóra Baldursdóttir og sænsk vinkona hennar hygðust opna heimili fyrir munaðarlaus börn í Naíróbí í Kenía. Anna Þóra hafði þá dvalist ítrekað ytra sem sjálfboðaliði á slíku heimili eftir að hún fór fyrst út 2013. Að sögn Anítu er starfsleyfi sem beðið hefur verið eftir nú loks í höfn. Heimilið verði fyrst um sinn starfrækt í leiguhúsnæði. Ætlunin sé síðan að byggja nýtt hús frá grunni. Regla sé að tuttugu börn að lágmarki séu á slíkum heimilum og þeim fjölda verði haldið til að byrja með. „Fyrsta barnið kom fyrir þremur dögum. Það er þriggja daga gömul stelpa," segir Aníta sem kveðst afar spennt að komast til Kenía. Sjálf hafi hún ekki verið þar áður en hins vegar dvalist í einn mánuð í Suður-Afríku á árinu 2012. Þá hafi hún verið sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli fyrir villt dýr. „En það var rándýrt, bara sjálfboðaliðastarfið kostaði 500 þúsund krónur - fyrir utan flug og mat og annað." Aníta, sem starfað hefur á Vinakoti sem þjónustar börn með fjölþættan vanda, kveðst hafa beðið eftir tækifæri til að komast utan aftur. Reksturinn í Kenía segir Aníta byggjast á styrktaraðilum, meðal annars í gegnum styrktarfélag hér á Íslandi. Hún kveðst afar þakklát fyrirtækjum sem lagt hafi verkefninu lið. Nefnir hún til dæmis O. Johnson & Kaaber, Rekstrarvörur, Íslensk-Ameríska og DHL. Miði Anítu gildir aðeins aðra leið og hún veit ekki hvenær hún snýr aftur. „Ég kem út þegar þær eru að byrja með þetta og ég held ég muni eiga erfitt með að fara frá börnunum sem koma þarna inn eiginlega á fyrsta degi síns lífs." gar@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira