Vara við notkun hreiðra Birta Björnsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 20:01 Verkefnastjóri slysavarna barna segist ekki geta mælt með notkun svokallaðra hreiðra fyrir ungabörn. Í Danmörku hafa yfirvöld ráðlagt foreldrum frá notkun hreiðranna eftir að þar varð slys á barni. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að framundan er gagnger endurskoðun á öryggisstöðlum sem barnarúm eru metin eftir fer nú fram í kjölfar evrópskar könnunar sem sýndi fram á að mörg barnarúm á markaði eru beinlínis stórhættuleg. En það eru ekki bara rimlarúm sem geta verið hættuleg sofandi börnum, sé rúmið ekki rétt samansett, dýnan of lítil í rúmið eða hún uppfylli ekki öryggiskröfur. Svokölluð hreiður hafa verið mjög vinsæl hjá ungbarnaforeldrum undanfarin misseri. „Ég get ekki mælt með notkun hreiðra því ég veit að það eru gerðar gígantískar kröfur til allra vara sem ætlaðar eru fyrir þennan aldurshóp og enn eru ekki til neinir öryggisstaðlar sem hægt er að mæla hreiðrin út frá. Við erum að tala um viðkvæmustu einstaklingana, nýfædd börn," segir Herdís Storgaard, verkefnastjóri slysavarna barna hjá Miðstöð slysavarna barna. Herdís segir hreiðrin hafa verið lengi á markaði en sala þeirra hafi stóraukist í kjölfar rannsóknar sem sýndi fram á að börnum væri hollt að sofa í nálægð við foreldra sína. „Í kjölfarið fóru framleiðendur af stað og hreiðrin hafa selst vel síðan. Ég hef jafnframt fengið margar fregnir af því að fólk sé að sauma og selja hreiður í heimahúsum," segir Herdís. „Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir að það liggja engir gæðastaðlar á bakvið þessa vöru ennþá. Til þess að ég gæti gefið grænt ljós á notkun hreiðranna þyrfti að liggja fyrir öryggisstaðall svo ég gæti fullvissað mig um að börnum væri óhætt í hreiðrinu."Full ástæða til að vera við notkun hreiðranna. Meðal öryggisatriða sem gæti verið ábótavant á hreiðrunum eru bönd sem barnið gæti hengt sig í, efnin gætu innihaldið eiturefni og svampur og önnur fylling gæti verið of þétt, svo fátt eitt sé nefnt. Verið er að vinna að því að þrýsta á Evrópusambandið að koma á öryggisstaðli fyrir þessa vinsælu vöru. „Og það er full ástæða til að vara við notkun hreiðranna á meðan engin öryggisviðmið eru til staðar," segir Herdís. Í fyrra var barn hætt komið vegna öndunarerfiðleika í einu slíku hreiðri í Danmörku. Þar í landi hafa yfirvöld varað foreldra við notkun hreiðranna. Í Miðstöð slysavarna barna (msb.is) geta foreldrar, verðandi foreldrar og ömmur og afar sótt námskeið sér að kostnaðarlausu. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Verkefnastjóri slysavarna barna segist ekki geta mælt með notkun svokallaðra hreiðra fyrir ungabörn. Í Danmörku hafa yfirvöld ráðlagt foreldrum frá notkun hreiðranna eftir að þar varð slys á barni. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að framundan er gagnger endurskoðun á öryggisstöðlum sem barnarúm eru metin eftir fer nú fram í kjölfar evrópskar könnunar sem sýndi fram á að mörg barnarúm á markaði eru beinlínis stórhættuleg. En það eru ekki bara rimlarúm sem geta verið hættuleg sofandi börnum, sé rúmið ekki rétt samansett, dýnan of lítil í rúmið eða hún uppfylli ekki öryggiskröfur. Svokölluð hreiður hafa verið mjög vinsæl hjá ungbarnaforeldrum undanfarin misseri. „Ég get ekki mælt með notkun hreiðra því ég veit að það eru gerðar gígantískar kröfur til allra vara sem ætlaðar eru fyrir þennan aldurshóp og enn eru ekki til neinir öryggisstaðlar sem hægt er að mæla hreiðrin út frá. Við erum að tala um viðkvæmustu einstaklingana, nýfædd börn," segir Herdís Storgaard, verkefnastjóri slysavarna barna hjá Miðstöð slysavarna barna. Herdís segir hreiðrin hafa verið lengi á markaði en sala þeirra hafi stóraukist í kjölfar rannsóknar sem sýndi fram á að börnum væri hollt að sofa í nálægð við foreldra sína. „Í kjölfarið fóru framleiðendur af stað og hreiðrin hafa selst vel síðan. Ég hef jafnframt fengið margar fregnir af því að fólk sé að sauma og selja hreiður í heimahúsum," segir Herdís. „Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir að það liggja engir gæðastaðlar á bakvið þessa vöru ennþá. Til þess að ég gæti gefið grænt ljós á notkun hreiðranna þyrfti að liggja fyrir öryggisstaðall svo ég gæti fullvissað mig um að börnum væri óhætt í hreiðrinu."Full ástæða til að vera við notkun hreiðranna. Meðal öryggisatriða sem gæti verið ábótavant á hreiðrunum eru bönd sem barnið gæti hengt sig í, efnin gætu innihaldið eiturefni og svampur og önnur fylling gæti verið of þétt, svo fátt eitt sé nefnt. Verið er að vinna að því að þrýsta á Evrópusambandið að koma á öryggisstaðli fyrir þessa vinsælu vöru. „Og það er full ástæða til að vara við notkun hreiðranna á meðan engin öryggisviðmið eru til staðar," segir Herdís. Í fyrra var barn hætt komið vegna öndunarerfiðleika í einu slíku hreiðri í Danmörku. Þar í landi hafa yfirvöld varað foreldra við notkun hreiðranna. Í Miðstöð slysavarna barna (msb.is) geta foreldrar, verðandi foreldrar og ömmur og afar sótt námskeið sér að kostnaðarlausu.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira