Söfnunaráráttan kom loks til góða Sara McMahon skrifar 20. september 2016 08:00 Langur og litríkur ferill Björgvins Halldórssonar hófst á menntaskólaárunum í Flensborg. Yfirgripsmikil sýning á tónlistarferli hans opnar í Rokksafninu 12. nóvember. Mynd/Sigga Ella Ég tók nú bara vel í þetta. Þetta er glæsilegt safn og skemmtilegt verkefni og þegar þau höfðu samband þá rann upp fyrir mér ljós af hverju ég væri að safna öllum þessum hlutum, það hlaut að koma að notum á einhverjum tímapunkti,“ segir tónlistarmaðurinn farsæli Björgvin Halldórsson. Yfirlitssýning um feril hans opnar þann 12. nóvember í Rokksafninu í Reykjanesbæ. Sýningin tekur við af yfirlitssýningu um Pál Óskar og mun standa næsta árið. Björgvin hefur verið iðinn við að safna munum og minningum frá ferlinum og segir söfnunaráráttuna komna á „hættulegt stig“. „Móðir mín safnaði úrklippum þegar ég byrjaði ferilinn og svo hefur bæst í þetta með árunum. Þetta er ekki bara af mér, heldur líka frá samstarfsfólki mínu úr bransanum. Stundum hringja vinir mínir og spyrja hvort ég eigi nokkuð plaggöt frá hinum og þessum viðburðum og þá svara ég einfaldlega: „Hvaða lit viltu?“ Einhver verður að safna þessu og halda til haga,“ segir hann og hlær. Björgvin Halldórsson ásamt börnum sínum, tónlistarfólkinu Krumma, sem gjarnan er kenndur við Mínus, og Svölu.Mynd/Mummi LúInntur eftir því hvort erfitt sé að velja efni á sýninguna úr öllu þessu magni, segir Björgvin svo ekki vera. „Ég er ekki að gera þetta einn. Ég vinn með þessu frábæra fólki í Hljómahöllinni og Birni G. Björnssyni og er því í góðum höndum. Við erum að fara í gegnum allt efnið núna og velja úr,“ segir hann. Sýningin mun meðal annars innihalda viðtöl, fatnað, brot af viðamiklu gítarsafni söngvarans og auðvitað sögur frá ferlinum. Þegar litið er yfir farinn veg segir Björgvin ýmislegt standa upp úr en nefnir fyrst allt það góða fólk sem honum hefur hlotnast sá heiður að vinna með. „Allir þessir góðu samstarfsmenn og –konur sem ég hef kynnst og unnið með í gegnum tíðina, það stendur helst upp úr eftir öll þessi ár. Af plötunum eru það dúettarnir og svo eru mér minnisstæðir tónleikarnir með Synfó og allir jólatónleikarnir.“ „Við höfðum heyrt að Björgvin væri rosalega mikill safnari og hendi ekki neinu og ætti því mikið efni sem nýta mætti í sýningu sem þessa. Svo er hann líka einstaklega skemmtilegur karakter sem hefur gert margt áhugavert í gegnum tíðina; hann var til dæmis skemmtanastjóri á Broadway um tíma og sjónvarpsstjóri Bíóstöðvarinnar það er því margt áhugavert sem leynist á sýningunni,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar og Rokksafnsins. Undirbúningur fyrir sýninguna hefur staðið frá því í ársbyrjun. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Ég tók nú bara vel í þetta. Þetta er glæsilegt safn og skemmtilegt verkefni og þegar þau höfðu samband þá rann upp fyrir mér ljós af hverju ég væri að safna öllum þessum hlutum, það hlaut að koma að notum á einhverjum tímapunkti,“ segir tónlistarmaðurinn farsæli Björgvin Halldórsson. Yfirlitssýning um feril hans opnar þann 12. nóvember í Rokksafninu í Reykjanesbæ. Sýningin tekur við af yfirlitssýningu um Pál Óskar og mun standa næsta árið. Björgvin hefur verið iðinn við að safna munum og minningum frá ferlinum og segir söfnunaráráttuna komna á „hættulegt stig“. „Móðir mín safnaði úrklippum þegar ég byrjaði ferilinn og svo hefur bæst í þetta með árunum. Þetta er ekki bara af mér, heldur líka frá samstarfsfólki mínu úr bransanum. Stundum hringja vinir mínir og spyrja hvort ég eigi nokkuð plaggöt frá hinum og þessum viðburðum og þá svara ég einfaldlega: „Hvaða lit viltu?“ Einhver verður að safna þessu og halda til haga,“ segir hann og hlær. Björgvin Halldórsson ásamt börnum sínum, tónlistarfólkinu Krumma, sem gjarnan er kenndur við Mínus, og Svölu.Mynd/Mummi LúInntur eftir því hvort erfitt sé að velja efni á sýninguna úr öllu þessu magni, segir Björgvin svo ekki vera. „Ég er ekki að gera þetta einn. Ég vinn með þessu frábæra fólki í Hljómahöllinni og Birni G. Björnssyni og er því í góðum höndum. Við erum að fara í gegnum allt efnið núna og velja úr,“ segir hann. Sýningin mun meðal annars innihalda viðtöl, fatnað, brot af viðamiklu gítarsafni söngvarans og auðvitað sögur frá ferlinum. Þegar litið er yfir farinn veg segir Björgvin ýmislegt standa upp úr en nefnir fyrst allt það góða fólk sem honum hefur hlotnast sá heiður að vinna með. „Allir þessir góðu samstarfsmenn og –konur sem ég hef kynnst og unnið með í gegnum tíðina, það stendur helst upp úr eftir öll þessi ár. Af plötunum eru það dúettarnir og svo eru mér minnisstæðir tónleikarnir með Synfó og allir jólatónleikarnir.“ „Við höfðum heyrt að Björgvin væri rosalega mikill safnari og hendi ekki neinu og ætti því mikið efni sem nýta mætti í sýningu sem þessa. Svo er hann líka einstaklega skemmtilegur karakter sem hefur gert margt áhugavert í gegnum tíðina; hann var til dæmis skemmtanastjóri á Broadway um tíma og sjónvarpsstjóri Bíóstöðvarinnar það er því margt áhugavert sem leynist á sýningunni,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar og Rokksafnsins. Undirbúningur fyrir sýninguna hefur staðið frá því í ársbyrjun.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira