Yfirvinnubann flugumferðarstjóra kostað erlend flugfélög tvo milljarða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. maí 2016 11:45 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur haft í nógu að snúast að undanförnu. Vísir Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur hér á landi og einnig fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi. Yfirvinnubannið hefur staðið yfir frá 6. apríl síðastliðnum en samningaviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Félags íslenskra flugumferðarstjóra hafa staðið yfir síðan í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt heimildum Vísis er enn talsvert langt í land í samningaviðræðunum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar. „IATA, International air transport association, hafa lýst yfir áhyggjum af þessu ástandi við okkur vegna þess að við, íslenska þjóðin, höfum gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar þegar kemur að flugumferð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. IATA eru samtök 260 flugfélaga en flugfélögin sem IATA er í forsvari fyrir sinna um 83 prósent allrar flugumferðar.Orðspor Íslands bíður hnekki „Við höfum skuldbundið okkur til að veita örugga, hagkvæma og óslitna þjónustu á okkar flugumferðarsvæði. Til þess að viðhalda örygginu þurfum við að minnka þjónustuna með tilheyrandi óhagræði fyrir flugfélög sem fljúga á milli Norður-Ameríku og Evrópu.“Sjá einnig: Deilu flugumferðarstjóra vísað til ríkissáttasemjara Vegna yfirvinnubannsins hefur Isavia þurft að vísa töluvert af flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið yfir í hið skoska eða um þrjátíu prósent af allri umferð.„Við höfum aðeins þurft að dempa traffíkina í okkar svæði. Þetta eru ansi margar flugferðir, svona á þrjú þúsund sem hafa þurft að færa flugleiðina sína,“ útskýrir Guðni. Þetta merkir aukinn eldsneytiskostnað fyrir þau flugfélög sem nýta íslenska lofthelgi til þess að fljúga hagkvæmustu leiðina á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Hagkvæmasta leiðin er oft í gegnum íslenska lofthelgi, það fer eftir veðrum og vindum. „Svona gróft áætlað eru þetta um tveir milljarðar fyrir þrjú þúsund flugferðir,“ segir Guðni. Hann segir að um fjölmörg flugfélög sé að ræða og nefnir sem dæmi félög á borð við United Airlines, British Airways og Lufthansa. IATA hefur engar heimildir til þess að beita viðurlögum hér á landi komi til áframhaldandi þjónustuskerðingar sérstaklega vegna þess að aðgerðir flugumferðarstjóra fullkomlega löglegar. Kennslu- og æfingaflug takmarkað „Þeir höfðu bara samband, spurðust fyrir og lýstu yfir áhyggjum af þessu ástandi sem er komið upp.“ Því hafa erfiðleikar við að ná sáttum í deilunni valdið því að orðspor Íslands hefur beðið hnekki í flugstjórnarheiminum. „Já. Og líka fyrir Ísland sem ferðaþjónustuland. Það er auðvitað ekki gott að fá á sig verkfallsstimpilinn núna í stærsta ferðamannasumri Íslands fyrr og síðar.“ Yfirvinnubannið hefur ekki aðeins valdið röskun á flugi í gegnum Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll heldur hefur þurft að gera takmarkanir á kennslu- og æfingaflugi. Þegar aðila vantar á vaktina er það látið mæta afgangi til þess að hægt sé að halda áætlun. Næst er fundur á morgun en sem fyrr segir ber töluvert á milli aðila enn. Samkvæmt heimildum Vísis leggja Samtök atvinnulífsins mikla áherslu á að draga upp samninga í samræmi við SALEK-samkomulagið en hugmyndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra eru af allt öðrum toga. Tengdar fréttir Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51 Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00 Grafalvarlegt mál að kjaradeildur standi yfir þriðja sumarið í röð Framkvæmdastjóri SA telur að ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. 28. maí 2016 19:04 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur hér á landi og einnig fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi. Yfirvinnubannið hefur staðið yfir frá 6. apríl síðastliðnum en samningaviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Félags íslenskra flugumferðarstjóra hafa staðið yfir síðan í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt heimildum Vísis er enn talsvert langt í land í samningaviðræðunum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar. „IATA, International air transport association, hafa lýst yfir áhyggjum af þessu ástandi við okkur vegna þess að við, íslenska þjóðin, höfum gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar þegar kemur að flugumferð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. IATA eru samtök 260 flugfélaga en flugfélögin sem IATA er í forsvari fyrir sinna um 83 prósent allrar flugumferðar.Orðspor Íslands bíður hnekki „Við höfum skuldbundið okkur til að veita örugga, hagkvæma og óslitna þjónustu á okkar flugumferðarsvæði. Til þess að viðhalda örygginu þurfum við að minnka þjónustuna með tilheyrandi óhagræði fyrir flugfélög sem fljúga á milli Norður-Ameríku og Evrópu.“Sjá einnig: Deilu flugumferðarstjóra vísað til ríkissáttasemjara Vegna yfirvinnubannsins hefur Isavia þurft að vísa töluvert af flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið yfir í hið skoska eða um þrjátíu prósent af allri umferð.„Við höfum aðeins þurft að dempa traffíkina í okkar svæði. Þetta eru ansi margar flugferðir, svona á þrjú þúsund sem hafa þurft að færa flugleiðina sína,“ útskýrir Guðni. Þetta merkir aukinn eldsneytiskostnað fyrir þau flugfélög sem nýta íslenska lofthelgi til þess að fljúga hagkvæmustu leiðina á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Hagkvæmasta leiðin er oft í gegnum íslenska lofthelgi, það fer eftir veðrum og vindum. „Svona gróft áætlað eru þetta um tveir milljarðar fyrir þrjú þúsund flugferðir,“ segir Guðni. Hann segir að um fjölmörg flugfélög sé að ræða og nefnir sem dæmi félög á borð við United Airlines, British Airways og Lufthansa. IATA hefur engar heimildir til þess að beita viðurlögum hér á landi komi til áframhaldandi þjónustuskerðingar sérstaklega vegna þess að aðgerðir flugumferðarstjóra fullkomlega löglegar. Kennslu- og æfingaflug takmarkað „Þeir höfðu bara samband, spurðust fyrir og lýstu yfir áhyggjum af þessu ástandi sem er komið upp.“ Því hafa erfiðleikar við að ná sáttum í deilunni valdið því að orðspor Íslands hefur beðið hnekki í flugstjórnarheiminum. „Já. Og líka fyrir Ísland sem ferðaþjónustuland. Það er auðvitað ekki gott að fá á sig verkfallsstimpilinn núna í stærsta ferðamannasumri Íslands fyrr og síðar.“ Yfirvinnubannið hefur ekki aðeins valdið röskun á flugi í gegnum Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll heldur hefur þurft að gera takmarkanir á kennslu- og æfingaflugi. Þegar aðila vantar á vaktina er það látið mæta afgangi til þess að hægt sé að halda áætlun. Næst er fundur á morgun en sem fyrr segir ber töluvert á milli aðila enn. Samkvæmt heimildum Vísis leggja Samtök atvinnulífsins mikla áherslu á að draga upp samninga í samræmi við SALEK-samkomulagið en hugmyndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra eru af allt öðrum toga.
Tengdar fréttir Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51 Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00 Grafalvarlegt mál að kjaradeildur standi yfir þriðja sumarið í röð Framkvæmdastjóri SA telur að ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. 28. maí 2016 19:04 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51
Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00
Grafalvarlegt mál að kjaradeildur standi yfir þriðja sumarið í röð Framkvæmdastjóri SA telur að ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. 28. maí 2016 19:04