Um níutíu eldri borgarar fastir á spítala Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. júní 2016 06:00 Anna Birna hjúkrunarforstjóri Sóltúns vill bregðast við aukinni þörf á hjúkrun með þeim hætti að eldri borgarar fái meiru ráðið. Fréttablaðið/GVA Mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarrýmum og öryggis- og þjónustuíbúðum fyrir eldra fólk. Byggja þarf um 1.500 ný rými á næstu tíu árum til að útrýma fjölbýlum og biðlistum. Um níutíu eldri borgarar eru vistaðir á Landspítalanum og ekki hægt að útskrifa þá vegna þess að engin laus pláss eru fyrir þá á hjúkrunarheimili. Anna Birna Jensdóttir er hjúkrunarforstjóri Sóltúns. Hún gagnrýnir ríkið fyrir hægagang í uppbyggingu hjúkrunarrýma og segir þurfa að hugsa þjónustu fyrir eldri borgara upp á nýtt.Anna Birna Jensdóttir er hjúkrunarforstjóri Sóltúns og hefur mikla reynslu af heilbrigðisþjónustu til aldraðra.„Fólki finnst erfitt þegar tekjurnar eru teknar af því. Það gerist við flutning á hjúkrunarheimili. Margir fá þá bara vasapeninga. Sumir þurfa að gista með öðrum í herbergi og þótt fólk fái sérherbergi þá fær það ekki endilega miklu að ráða um skipulagið,“ segir Anna Birna sem vill uppstokkun í kerfinu. „Við erum að vinna að því í Sóltúni að byggja upp fjölbreytileika. Við viljum að fólk geti hannað sín efri ár eins og það sjálft sér fyrir sér. Að það þurfi ekki þessa þrautagöngu sem síðan leiðir til vistunar í hjúkrunarrými,“ segir hún og segist sjá fyrir sér að tengja búsetu fólks á eigin heimili við hjúkrunarheimilin. Með því missi fólk ekki yfirráð yfir eigin lífi en fái samt meira aðgengi að þjónustu vegna veikinda sinna. Anna Birna segir ríkið sofa á verðinum þegar kemur að uppbyggingu þjónustu við aldraða. „Við höfum árum saman boðið lóð við hliðina á okkur en það gengur mjög hægt að þær áætlanir nái fram að ganga,“ segir hún og segist hitta fólk á hverjum degi sem er í stökustu vandræðum, hafi bæði lítið á milli handanna og of lítið með sitt líf að gera. Því sé réttlætismál að afnema vasapeningakerfið. „Eitt er að missa heilsuna, annað að missa fjárráðin. Það gengur of hægt að breyta þessu,“ segir Anna Birna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarrýmum og öryggis- og þjónustuíbúðum fyrir eldra fólk. Byggja þarf um 1.500 ný rými á næstu tíu árum til að útrýma fjölbýlum og biðlistum. Um níutíu eldri borgarar eru vistaðir á Landspítalanum og ekki hægt að útskrifa þá vegna þess að engin laus pláss eru fyrir þá á hjúkrunarheimili. Anna Birna Jensdóttir er hjúkrunarforstjóri Sóltúns. Hún gagnrýnir ríkið fyrir hægagang í uppbyggingu hjúkrunarrýma og segir þurfa að hugsa þjónustu fyrir eldri borgara upp á nýtt.Anna Birna Jensdóttir er hjúkrunarforstjóri Sóltúns og hefur mikla reynslu af heilbrigðisþjónustu til aldraðra.„Fólki finnst erfitt þegar tekjurnar eru teknar af því. Það gerist við flutning á hjúkrunarheimili. Margir fá þá bara vasapeninga. Sumir þurfa að gista með öðrum í herbergi og þótt fólk fái sérherbergi þá fær það ekki endilega miklu að ráða um skipulagið,“ segir Anna Birna sem vill uppstokkun í kerfinu. „Við erum að vinna að því í Sóltúni að byggja upp fjölbreytileika. Við viljum að fólk geti hannað sín efri ár eins og það sjálft sér fyrir sér. Að það þurfi ekki þessa þrautagöngu sem síðan leiðir til vistunar í hjúkrunarrými,“ segir hún og segist sjá fyrir sér að tengja búsetu fólks á eigin heimili við hjúkrunarheimilin. Með því missi fólk ekki yfirráð yfir eigin lífi en fái samt meira aðgengi að þjónustu vegna veikinda sinna. Anna Birna segir ríkið sofa á verðinum þegar kemur að uppbyggingu þjónustu við aldraða. „Við höfum árum saman boðið lóð við hliðina á okkur en það gengur mjög hægt að þær áætlanir nái fram að ganga,“ segir hún og segist hitta fólk á hverjum degi sem er í stökustu vandræðum, hafi bæði lítið á milli handanna og of lítið með sitt líf að gera. Því sé réttlætismál að afnema vasapeningakerfið. „Eitt er að missa heilsuna, annað að missa fjárráðin. Það gengur of hægt að breyta þessu,“ segir Anna Birna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira