Vill hætta við blokkina og reisa hótel í staðinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. júní 2016 06:00 Í dag eru verslanir og skrifstofur í Borgartúni 28. Fréttablaðið/Hanna Einn eigenda Borgartúns 28 í Reykjavík óskar eftir því að fá að byggja 88 herbergja hótel á lóðinni. Samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var að beiðni fyrri lóðarhafa 17. mars í fyrra var heimilað að bæta einni hæð við húsið og stækka það um 750 fermetra. Fram kemur í bréfi lögmanns núverandi lóðarhafa, HEK hf., að mælt hafi verið fyrir um íbúðabyggingu með verslun á jarðhæð í stað verslunar- og þjónustubyggingar samkvæmt fyrra skipulagi. Þessi breyting hafi hins vegar verið kærð og sé til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. „Helstu breytingar samkvæmt tillögu lóðarhafa snúa því að nýtingu fyrirhugaðs húss á þá leið að það hýsi fyrrnefnt hótel í stað 22 íbúða og verslunar/þjónustu á jarðhæð,“ segir í bréfi Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu. „Þær tillögur lóðarhafa, sem fram koma í fyrirspurninni, fela það í sér að heimild verði fengin fyrir byggingu hótels á fimm hæðum sem rúma muni um 80 til 88 hótelherbergi. Ekki er lagt til að breyting verði á heildarbyggingamagni á lóðinni,“ segir í bréfinu þar sem spurst er fyrir um það hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar hvort heimild fáist fyrir hótelbyggingunni. „Í raun fellur bygging hótels mun betur að áætlunum í aðalskipulagi en fyrirhuguð íbúðabygging samkvæmt núgildandi deiliskipulagi, enda liggur fyrir að fyrst og fremst er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á skipulagssvæðinu og eru hótel sérstaklega nefnd í því sambandi,“ er fullyrt í fyrirspurninni. Þá er ítrekað að hvorki lagaleg rök né gildandi skipulagsáætlanir standi í vegi fyrir því að fallist verði á tillöguna. „Fyrirhuguð breyting er í fullu samræmi við aðalskipulag og aðrar skipulagsáætlanir á svæðinu. Þá er hvergi að finna starfsemiskvóta um hámarkshlutfall gististarfsemi á svæðinu í aðalskipulagi eða deiliskipulagi. Slíkir kvótar hafa verið settir á tiltekin svæði í miðborginni í því skyni að takmarka fjölda hótelbygginga þar sem talin hefur verið þörf á að grípa í taumana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Einn eigenda Borgartúns 28 í Reykjavík óskar eftir því að fá að byggja 88 herbergja hótel á lóðinni. Samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var að beiðni fyrri lóðarhafa 17. mars í fyrra var heimilað að bæta einni hæð við húsið og stækka það um 750 fermetra. Fram kemur í bréfi lögmanns núverandi lóðarhafa, HEK hf., að mælt hafi verið fyrir um íbúðabyggingu með verslun á jarðhæð í stað verslunar- og þjónustubyggingar samkvæmt fyrra skipulagi. Þessi breyting hafi hins vegar verið kærð og sé til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. „Helstu breytingar samkvæmt tillögu lóðarhafa snúa því að nýtingu fyrirhugaðs húss á þá leið að það hýsi fyrrnefnt hótel í stað 22 íbúða og verslunar/þjónustu á jarðhæð,“ segir í bréfi Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu. „Þær tillögur lóðarhafa, sem fram koma í fyrirspurninni, fela það í sér að heimild verði fengin fyrir byggingu hótels á fimm hæðum sem rúma muni um 80 til 88 hótelherbergi. Ekki er lagt til að breyting verði á heildarbyggingamagni á lóðinni,“ segir í bréfinu þar sem spurst er fyrir um það hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar hvort heimild fáist fyrir hótelbyggingunni. „Í raun fellur bygging hótels mun betur að áætlunum í aðalskipulagi en fyrirhuguð íbúðabygging samkvæmt núgildandi deiliskipulagi, enda liggur fyrir að fyrst og fremst er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á skipulagssvæðinu og eru hótel sérstaklega nefnd í því sambandi,“ er fullyrt í fyrirspurninni. Þá er ítrekað að hvorki lagaleg rök né gildandi skipulagsáætlanir standi í vegi fyrir því að fallist verði á tillöguna. „Fyrirhuguð breyting er í fullu samræmi við aðalskipulag og aðrar skipulagsáætlanir á svæðinu. Þá er hvergi að finna starfsemiskvóta um hámarkshlutfall gististarfsemi á svæðinu í aðalskipulagi eða deiliskipulagi. Slíkir kvótar hafa verið settir á tiltekin svæði í miðborginni í því skyni að takmarka fjölda hótelbygginga þar sem talin hefur verið þörf á að grípa í taumana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira