Víkingaaldarsverðið sló í gegn á Þjóðminjasafni Þorgeir Helgason skrifar 10. október 2016 07:00 Mikill fjöldi var samankominn í Þjóðminjasafninu í gær þegar víkingaaldarsverðið var til sýnis. Áætlað er að sverðið sé yfir þúsund ára gamalt. Vísir/Ernir „Þetta er glæsileg sýning og veglega að henni staðið,“ sagði Ólafur Kristján Valdimarsson, ein gæsaskyttnanna sem fundu víkingaaldarsverðið við Ytri-Ása í Skaftárhreppi á Suðurlandi fyrir um mánuði. Þjóðminjasafnið stóð fyrir sýningu á sverðinu í gær en líklega var þetta eina tækifærið í rúmlega ár til þess að berja sverðið augum. „Fyrst fannst sverðið og járnstykki sem menn telja vera sigð en svo fundust í seinna skiptið bein og aðrir munir. Búið er að greina munina og er um að ræða spjótsodd, hníf og hugsanlega örvarodd. Þegar rannsóknum lýkur verður sverðinu komið fyrir á Þjóðminjasafninu,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands. Næst á dagskrá er að rannsaka efni sverðsins en búið er að röntgenmynda það. Sandra Sif Einarsdóttir, sérfræðingur í forvörslu hjá Þjóðminjasafninu, segir sverðið vera með þeim heillegustu sem fundist hafa. „Þetta sverð er með hjöltu þannig að hægt er að greina það til gerðar og þessi gerð sverðs er frá tímabilinu 950 til 1025. Þessi fundur hefði þó sagt okkur miklu meira hefði sverðið fundist í heilu kumli,“ segir Sandra. Sverðið er það tuttugasta og þriðja sem finnst frá því tímabili en aðeins sextán hafa varðveist með hjöltum. Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, telur að eigandi sverðsins hafi verið Hróar Tungugoði. Líklega hafi bær hans Ásar verið á sömu slóðum og Ytri-Ásar eru í dag. Sverðið fannst á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása. Samkvæmt Íslendingasögunum og Landnámu var Hróar Tungugoði einn helsti valdsmaðurinn á seinni hluta tíundu aldar á Suðurlandi. „Mér þykir það góð saga að þetta sé sverðið hans Hróars og vel líklegt. Það er merkilegt hvað búið var vel um hann er hann var drepinn. Þeir hafa sýnt honum þá virðingu,“ segir Snorri Tómasson, einn af fjölda gesta sem lögðu leið sína á Þjóðminjasafnið til að berja forngripina augum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
„Þetta er glæsileg sýning og veglega að henni staðið,“ sagði Ólafur Kristján Valdimarsson, ein gæsaskyttnanna sem fundu víkingaaldarsverðið við Ytri-Ása í Skaftárhreppi á Suðurlandi fyrir um mánuði. Þjóðminjasafnið stóð fyrir sýningu á sverðinu í gær en líklega var þetta eina tækifærið í rúmlega ár til þess að berja sverðið augum. „Fyrst fannst sverðið og járnstykki sem menn telja vera sigð en svo fundust í seinna skiptið bein og aðrir munir. Búið er að greina munina og er um að ræða spjótsodd, hníf og hugsanlega örvarodd. Þegar rannsóknum lýkur verður sverðinu komið fyrir á Þjóðminjasafninu,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands. Næst á dagskrá er að rannsaka efni sverðsins en búið er að röntgenmynda það. Sandra Sif Einarsdóttir, sérfræðingur í forvörslu hjá Þjóðminjasafninu, segir sverðið vera með þeim heillegustu sem fundist hafa. „Þetta sverð er með hjöltu þannig að hægt er að greina það til gerðar og þessi gerð sverðs er frá tímabilinu 950 til 1025. Þessi fundur hefði þó sagt okkur miklu meira hefði sverðið fundist í heilu kumli,“ segir Sandra. Sverðið er það tuttugasta og þriðja sem finnst frá því tímabili en aðeins sextán hafa varðveist með hjöltum. Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, telur að eigandi sverðsins hafi verið Hróar Tungugoði. Líklega hafi bær hans Ásar verið á sömu slóðum og Ytri-Ásar eru í dag. Sverðið fannst á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása. Samkvæmt Íslendingasögunum og Landnámu var Hróar Tungugoði einn helsti valdsmaðurinn á seinni hluta tíundu aldar á Suðurlandi. „Mér þykir það góð saga að þetta sé sverðið hans Hróars og vel líklegt. Það er merkilegt hvað búið var vel um hann er hann var drepinn. Þeir hafa sýnt honum þá virðingu,“ segir Snorri Tómasson, einn af fjölda gesta sem lögðu leið sína á Þjóðminjasafnið til að berja forngripina augum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46 Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00 Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Fundu sverð sem gæti verið frá árinu 1000 Gæsaveiðimenn á skytterí um helgina fundu sverð sem Minjastofnun telur að gæti verið frá árinu 1000. 5. september 2016 10:46
Með merkari fornleifafundum síðustu ára "Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. 6. september 2016 07:00
Eigna má sverðið Hróari Tungugoða Sverðið er frá 10. öld fannst á slóðum sem þar sem bær goðorðsmannsins Hróars Tungugoða stóð mögulega. Prófessor emeritus í sagnfræði kastar fram þeirri tilgátu að höfðingi eins og Hróar hafi hugsanlega átt sverðið. 9. september 2016 07:00