Formaður Framsóknarflokksins eða ekki Einar G. Harðarson skrifar 9. september 2016 00:00 Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi allra tíma árið 1920. Hvar er það í dag? Við höfum séð heimsveldi vaxa og hverfa og við höfum séð þjóðir taka miklar félags og efnahaglegar sveiflur. Við sjáum uppgang Indlands og Kína, svo sjáum við Norður Kóreu, Simbabwe og Þýskaland Hitlers. Það eru ákvarðanir manna sem valda uppgangi og falli þjóða. Ákvarðanir sem teknar af fámennum hóp eða jafnvel einum manni. Nærtækt dæmi fyrir okkur er þegar bönkum voru seldar skuldir almennings við föllnu bankana á hrakvirði. Hve margir tóku þá ákvörðun? Sagan segir okkur, svo ekki verður um villst. Við höfum haft leiðtoga síðustu ár sem leitt hefur sína þjóð, okkar þjóð til meiri efnahagslegrar velsældar en þekkst hefur hér á landi. Vissulega voru aðstæður til mikilla og stórra verka en að sama skapi var líka grunnur til að sökkva þjóðinni í skuldir. En nú er ekki verið að spyrja að hvað hefur tekist vel heldur er spurt, á að víkja manni frá völdum sem stýrt hefur þessari sókn í samvinnu við formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir aðrir leiðtogar stjórnmálafokka vita að þeir hvorki gátu né hefðu gert betur. Kosningabaráttan síðasta segir okkur það. Þá var deilt á Sigmund Davíð fyrir að lofa að ná 300 milljörðum frá föllnu bönkunum. Niðurstaðan er hins vegar 858 milljarðar. Sennilega hefðu þeir sem efuðust ekki náð einu sinni 300 milljörðum. Flestum er gefið að afla og eyða peningum og í besta falli að leggja til hliðar. Það er aðeins fáum gefið að afla mikilla peninga. Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni hefur tekist það vel til. Er þá skynsemi í því fyrir þjóðina að fá aðra í þeirra stað? Vegna skipan mála með stjórnmálaflokkum sem eru andstæðingar þá er ekki horft til þjóðarinnar heldur hver er við völd og hver tekur ákvarðanir burtséð frá hagsæld þjóðar. Það geta allir séð að þetta er ekki heppilegt fyrirkomulag til að stjórna landi og því þarf að breyta. Nú er eins og ég sagði, rætt um hvort maður sem leitt hefur þjóð sína til velsældar, eigi að halda stöðu sinni sem leiðtogi flokks eða ekki. Vegna framgöngu fjölmiðla með stuðningi stjórnmálaflokka er málið það, hvort ein mistök sem stjórnmálamaður gerir, geri hann óhæfan til verka fyrir land og þjóð. Það er ekki ljóst hvort eitthvað var gert sem var ólöglegt eða siðlaust. Þvert á móti virðist annað. En mistök voru gerð. Það eru vissulega mistök stjórnmálamanns sem berst fyrir réttlátu kerfi, að eiga reikninga í löndum og bönkum sem notaðir eru sem skattaskjól, en munum þó jafnframt að skattaskjól er ekki skattaskjól nema að það sé notað sem slíkt. Við skulum átta okkur á því í þessu samhengi að tvær góðar og öflugar stoðir hafa bæst við þrjár grundvallarstoðir þjóðfélags okkar, það er fjármálavald og fjölmiðlavald. Þróun fjölmiðla er svo ör að regluverk þess er ekki nógu ígrundað né fullbúið. Mikilvægt er að grunnregluverk allra þessara stoða séu áþekk og í þágu almennings en geti aldrei verið tæki fámennra hópa sem með þessum nýju stoðum geta ráðið örlögum einstaklinga að vild. Sitt sýnist hverjum um vinnubrögð fjölmiðla en allir ættu að geta verið sammála um að illur ásetningur getur ekki liðist þar. Það eru oft mikil gæfa eða ógæfa sem fylgir einni ákvörðun. Það var gæfa fyrir Ísland að Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi allra tíma árið 1920. Hvar er það í dag? Við höfum séð heimsveldi vaxa og hverfa og við höfum séð þjóðir taka miklar félags og efnahaglegar sveiflur. Við sjáum uppgang Indlands og Kína, svo sjáum við Norður Kóreu, Simbabwe og Þýskaland Hitlers. Það eru ákvarðanir manna sem valda uppgangi og falli þjóða. Ákvarðanir sem teknar af fámennum hóp eða jafnvel einum manni. Nærtækt dæmi fyrir okkur er þegar bönkum voru seldar skuldir almennings við föllnu bankana á hrakvirði. Hve margir tóku þá ákvörðun? Sagan segir okkur, svo ekki verður um villst. Við höfum haft leiðtoga síðustu ár sem leitt hefur sína þjóð, okkar þjóð til meiri efnahagslegrar velsældar en þekkst hefur hér á landi. Vissulega voru aðstæður til mikilla og stórra verka en að sama skapi var líka grunnur til að sökkva þjóðinni í skuldir. En nú er ekki verið að spyrja að hvað hefur tekist vel heldur er spurt, á að víkja manni frá völdum sem stýrt hefur þessari sókn í samvinnu við formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir aðrir leiðtogar stjórnmálafokka vita að þeir hvorki gátu né hefðu gert betur. Kosningabaráttan síðasta segir okkur það. Þá var deilt á Sigmund Davíð fyrir að lofa að ná 300 milljörðum frá föllnu bönkunum. Niðurstaðan er hins vegar 858 milljarðar. Sennilega hefðu þeir sem efuðust ekki náð einu sinni 300 milljörðum. Flestum er gefið að afla og eyða peningum og í besta falli að leggja til hliðar. Það er aðeins fáum gefið að afla mikilla peninga. Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni hefur tekist það vel til. Er þá skynsemi í því fyrir þjóðina að fá aðra í þeirra stað? Vegna skipan mála með stjórnmálaflokkum sem eru andstæðingar þá er ekki horft til þjóðarinnar heldur hver er við völd og hver tekur ákvarðanir burtséð frá hagsæld þjóðar. Það geta allir séð að þetta er ekki heppilegt fyrirkomulag til að stjórna landi og því þarf að breyta. Nú er eins og ég sagði, rætt um hvort maður sem leitt hefur þjóð sína til velsældar, eigi að halda stöðu sinni sem leiðtogi flokks eða ekki. Vegna framgöngu fjölmiðla með stuðningi stjórnmálaflokka er málið það, hvort ein mistök sem stjórnmálamaður gerir, geri hann óhæfan til verka fyrir land og þjóð. Það er ekki ljóst hvort eitthvað var gert sem var ólöglegt eða siðlaust. Þvert á móti virðist annað. En mistök voru gerð. Það eru vissulega mistök stjórnmálamanns sem berst fyrir réttlátu kerfi, að eiga reikninga í löndum og bönkum sem notaðir eru sem skattaskjól, en munum þó jafnframt að skattaskjól er ekki skattaskjól nema að það sé notað sem slíkt. Við skulum átta okkur á því í þessu samhengi að tvær góðar og öflugar stoðir hafa bæst við þrjár grundvallarstoðir þjóðfélags okkar, það er fjármálavald og fjölmiðlavald. Þróun fjölmiðla er svo ör að regluverk þess er ekki nógu ígrundað né fullbúið. Mikilvægt er að grunnregluverk allra þessara stoða séu áþekk og í þágu almennings en geti aldrei verið tæki fámennra hópa sem með þessum nýju stoðum geta ráðið örlögum einstaklinga að vild. Sitt sýnist hverjum um vinnubrögð fjölmiðla en allir ættu að geta verið sammála um að illur ásetningur getur ekki liðist þar. Það eru oft mikil gæfa eða ógæfa sem fylgir einni ákvörðun. Það var gæfa fyrir Ísland að Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar