Formaður Framsóknarflokksins eða ekki Einar G. Harðarson skrifar 9. september 2016 00:00 Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi allra tíma árið 1920. Hvar er það í dag? Við höfum séð heimsveldi vaxa og hverfa og við höfum séð þjóðir taka miklar félags og efnahaglegar sveiflur. Við sjáum uppgang Indlands og Kína, svo sjáum við Norður Kóreu, Simbabwe og Þýskaland Hitlers. Það eru ákvarðanir manna sem valda uppgangi og falli þjóða. Ákvarðanir sem teknar af fámennum hóp eða jafnvel einum manni. Nærtækt dæmi fyrir okkur er þegar bönkum voru seldar skuldir almennings við föllnu bankana á hrakvirði. Hve margir tóku þá ákvörðun? Sagan segir okkur, svo ekki verður um villst. Við höfum haft leiðtoga síðustu ár sem leitt hefur sína þjóð, okkar þjóð til meiri efnahagslegrar velsældar en þekkst hefur hér á landi. Vissulega voru aðstæður til mikilla og stórra verka en að sama skapi var líka grunnur til að sökkva þjóðinni í skuldir. En nú er ekki verið að spyrja að hvað hefur tekist vel heldur er spurt, á að víkja manni frá völdum sem stýrt hefur þessari sókn í samvinnu við formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir aðrir leiðtogar stjórnmálafokka vita að þeir hvorki gátu né hefðu gert betur. Kosningabaráttan síðasta segir okkur það. Þá var deilt á Sigmund Davíð fyrir að lofa að ná 300 milljörðum frá föllnu bönkunum. Niðurstaðan er hins vegar 858 milljarðar. Sennilega hefðu þeir sem efuðust ekki náð einu sinni 300 milljörðum. Flestum er gefið að afla og eyða peningum og í besta falli að leggja til hliðar. Það er aðeins fáum gefið að afla mikilla peninga. Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni hefur tekist það vel til. Er þá skynsemi í því fyrir þjóðina að fá aðra í þeirra stað? Vegna skipan mála með stjórnmálaflokkum sem eru andstæðingar þá er ekki horft til þjóðarinnar heldur hver er við völd og hver tekur ákvarðanir burtséð frá hagsæld þjóðar. Það geta allir séð að þetta er ekki heppilegt fyrirkomulag til að stjórna landi og því þarf að breyta. Nú er eins og ég sagði, rætt um hvort maður sem leitt hefur þjóð sína til velsældar, eigi að halda stöðu sinni sem leiðtogi flokks eða ekki. Vegna framgöngu fjölmiðla með stuðningi stjórnmálaflokka er málið það, hvort ein mistök sem stjórnmálamaður gerir, geri hann óhæfan til verka fyrir land og þjóð. Það er ekki ljóst hvort eitthvað var gert sem var ólöglegt eða siðlaust. Þvert á móti virðist annað. En mistök voru gerð. Það eru vissulega mistök stjórnmálamanns sem berst fyrir réttlátu kerfi, að eiga reikninga í löndum og bönkum sem notaðir eru sem skattaskjól, en munum þó jafnframt að skattaskjól er ekki skattaskjól nema að það sé notað sem slíkt. Við skulum átta okkur á því í þessu samhengi að tvær góðar og öflugar stoðir hafa bæst við þrjár grundvallarstoðir þjóðfélags okkar, það er fjármálavald og fjölmiðlavald. Þróun fjölmiðla er svo ör að regluverk þess er ekki nógu ígrundað né fullbúið. Mikilvægt er að grunnregluverk allra þessara stoða séu áþekk og í þágu almennings en geti aldrei verið tæki fámennra hópa sem með þessum nýju stoðum geta ráðið örlögum einstaklinga að vild. Sitt sýnist hverjum um vinnubrögð fjölmiðla en allir ættu að geta verið sammála um að illur ásetningur getur ekki liðist þar. Það eru oft mikil gæfa eða ógæfa sem fylgir einni ákvörðun. Það var gæfa fyrir Ísland að Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi allra tíma árið 1920. Hvar er það í dag? Við höfum séð heimsveldi vaxa og hverfa og við höfum séð þjóðir taka miklar félags og efnahaglegar sveiflur. Við sjáum uppgang Indlands og Kína, svo sjáum við Norður Kóreu, Simbabwe og Þýskaland Hitlers. Það eru ákvarðanir manna sem valda uppgangi og falli þjóða. Ákvarðanir sem teknar af fámennum hóp eða jafnvel einum manni. Nærtækt dæmi fyrir okkur er þegar bönkum voru seldar skuldir almennings við föllnu bankana á hrakvirði. Hve margir tóku þá ákvörðun? Sagan segir okkur, svo ekki verður um villst. Við höfum haft leiðtoga síðustu ár sem leitt hefur sína þjóð, okkar þjóð til meiri efnahagslegrar velsældar en þekkst hefur hér á landi. Vissulega voru aðstæður til mikilla og stórra verka en að sama skapi var líka grunnur til að sökkva þjóðinni í skuldir. En nú er ekki verið að spyrja að hvað hefur tekist vel heldur er spurt, á að víkja manni frá völdum sem stýrt hefur þessari sókn í samvinnu við formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir aðrir leiðtogar stjórnmálafokka vita að þeir hvorki gátu né hefðu gert betur. Kosningabaráttan síðasta segir okkur það. Þá var deilt á Sigmund Davíð fyrir að lofa að ná 300 milljörðum frá föllnu bönkunum. Niðurstaðan er hins vegar 858 milljarðar. Sennilega hefðu þeir sem efuðust ekki náð einu sinni 300 milljörðum. Flestum er gefið að afla og eyða peningum og í besta falli að leggja til hliðar. Það er aðeins fáum gefið að afla mikilla peninga. Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni hefur tekist það vel til. Er þá skynsemi í því fyrir þjóðina að fá aðra í þeirra stað? Vegna skipan mála með stjórnmálaflokkum sem eru andstæðingar þá er ekki horft til þjóðarinnar heldur hver er við völd og hver tekur ákvarðanir burtséð frá hagsæld þjóðar. Það geta allir séð að þetta er ekki heppilegt fyrirkomulag til að stjórna landi og því þarf að breyta. Nú er eins og ég sagði, rætt um hvort maður sem leitt hefur þjóð sína til velsældar, eigi að halda stöðu sinni sem leiðtogi flokks eða ekki. Vegna framgöngu fjölmiðla með stuðningi stjórnmálaflokka er málið það, hvort ein mistök sem stjórnmálamaður gerir, geri hann óhæfan til verka fyrir land og þjóð. Það er ekki ljóst hvort eitthvað var gert sem var ólöglegt eða siðlaust. Þvert á móti virðist annað. En mistök voru gerð. Það eru vissulega mistök stjórnmálamanns sem berst fyrir réttlátu kerfi, að eiga reikninga í löndum og bönkum sem notaðir eru sem skattaskjól, en munum þó jafnframt að skattaskjól er ekki skattaskjól nema að það sé notað sem slíkt. Við skulum átta okkur á því í þessu samhengi að tvær góðar og öflugar stoðir hafa bæst við þrjár grundvallarstoðir þjóðfélags okkar, það er fjármálavald og fjölmiðlavald. Þróun fjölmiðla er svo ör að regluverk þess er ekki nógu ígrundað né fullbúið. Mikilvægt er að grunnregluverk allra þessara stoða séu áþekk og í þágu almennings en geti aldrei verið tæki fámennra hópa sem með þessum nýju stoðum geta ráðið örlögum einstaklinga að vild. Sitt sýnist hverjum um vinnubrögð fjölmiðla en allir ættu að geta verið sammála um að illur ásetningur getur ekki liðist þar. Það eru oft mikil gæfa eða ógæfa sem fylgir einni ákvörðun. Það var gæfa fyrir Ísland að Sigmundur Davíð varð forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun