Kæra hinsegin fólk Gunnar Karl Ólafsson skrifar 9. september 2016 17:17 Kæra hinsegin fólk, vinir og vandamenn, Nú eins og margir vita hef ég boðið mig fram í stjórn Samtakanna '78. Ég brenn af áhuga á að halda uppi sterkri jafningjafræðslu og ungliðastarfi sem hvorutveggja skiptir mig miklu máli og hefur hjálpað mér í minni baráttu. Nú er kosningabaráttan orðin hörð og ágreiningur hinsegin samfélagsins skýrist enn betur. Fyrst þegar fréttir af umsókn BDSM-félagsins til hagsmunaaðildar komu fram, leið mér illa. Mér leið illa vegna þess að það reif upp gömul sár. Mér fannst einhliða tenging við kynlíf aftur komin á sjónarsviðið. Ég er þó ekki að segja að BDSM sé einungis kynlíf og um leið ekki að hafna því að fólk sem að telur sig BDSM-hneigt geti skilgreint sig sem hinsegin. Ég þurfti lengi að takast á við einelti sem snérist um þær hugmyndir annarra að kynhneigð mín snerist bara um hvernig kynlíf ég stundaði þar sem að BDSM hefur óneitanlega tengingu við kynlíf. Allt í einu litu sumir svo á að mig langaði til að allir karlmenn myndu sofa hjá mér, og að ég ætti að leyfa hvaða karlmanni, sama hvaða kynhneigðar, að sofa hjá mér ef þá lysti. Drukknir gagnkynhneigðir jafnaldrar reyndu við mig og maður fékk að heyra „hvað þú ert hommi! Þú vilt þetta!“ Þetta hafði djúpstæð áhrif á mig og gerir að vissu leyti enn. Þessi tilfinning um að það ætti aftur að tengja kynhneigð mína við kynlíf fannst mér erfið. Mig langaði ekki þangað aftur. Mín kynhneigð segir ekkert um það hvernig kynlíf ég stunda og mér finnst tengingar við kynlíf óþarfar þegar kemur að S78 því það segir ekkert um hver ég er. Hinsvegar geta samtökin að sjálfsögðu staðið fyrir kynfræðslu fyrir félagsmenn. Um leið og kosningabaráttan skýrist betur sést vel hvar ágreining er að finna en það er í hugmyndafræðinni. Eins og ég hef lýst áður tel ég að samtökin eigi að vinna fyrir allt hinsegin fólk óháð stjórnmála-, trúar og lífsgildum. Það er mjög mikilvægt fyrir mig því að við erum ekki öll eins, að vera hinsegin er ekki ein tegund af fólki með eins skoðanir. Ég er sammála því að S78 eigi að hjálpa samkynhneigðu flóttafólki og benda yfirvöldum á yfirvofandi hættu einstaka flóttamanns sé hann sendur til baka. En mín sannfæring er að S78 eigi ekki að taka afstöðu gegn einum eða öðrum stjórnmálaflokki opinberlega. Sama þó að mér hugnist sjálfum ekki þeirra pólitík. Stjórnarfólk í samtökunum geta mótmælt hverju sem þeim hugnast á sínum eigin forsendum. En ekki undir formerkjum Samtakanna '78. Hagsmunaaðildarfyrirkomulag Samtakanna '78 í bland við einstaklingsaðild tel ég ekki fýsilegan kost. Einfaldlega vegna þess að þá er ekki allt hinsegin fólk með hagsmunafélag á bak við sig sem einblínir á þeirra málefni. Þetta þarf að skoða gaumgæfilega til að sjá hvort Samtökin '78 eigi að verða þau regnhlífarsamtök alls hinsegins fólk. Eða hvort stofna eigi félagsskapinn „Hinsegin Ísland“, regnhlífarsamtök mismunandi félaga hinsegin fólks sem borga árlegt gjald per meðlim í hverju félagi fyrir sig. Það er samtal fyrir aðalfund á næsta ári og þetta þarf að athuga gaumgæfilega og er eitt af því sem að ég mun gera komist ég í stjórn. Á meðan þessum lögum varðandi hagsmunaaðild félaga eru óendurskoðuð tel ég mig ekki geta tekið afstöðu til þeirra félaga sem sækja nú um hagsmunaaðild. Ég býð minn kraft til að þjóna því hinsegin fólki sem lög S78 kveða á um, styrkja enn betur jafningjafræðslu og ungliðastarf, og taka þátt í því að skoða rækilega hvort S78 eigi að vera regnhlífarsamtök alls hinsegin fólks eða að stofna eigi nýtt félag. Í lögum S78 segir: "1.2. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk og trans fólk, hér eftir nefnd hinsegin fólk, verði sýnileg og viðurkennd og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi." Þar með útiloka ég ekki víkkun á hugtakinu hinsegin í lögum Samtakanna 78 en býð mig fram fyrir ofangreint fólk til að berjast með þeim, fyrir okkur og okkar réttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Kæra hinsegin fólk, vinir og vandamenn, Nú eins og margir vita hef ég boðið mig fram í stjórn Samtakanna '78. Ég brenn af áhuga á að halda uppi sterkri jafningjafræðslu og ungliðastarfi sem hvorutveggja skiptir mig miklu máli og hefur hjálpað mér í minni baráttu. Nú er kosningabaráttan orðin hörð og ágreiningur hinsegin samfélagsins skýrist enn betur. Fyrst þegar fréttir af umsókn BDSM-félagsins til hagsmunaaðildar komu fram, leið mér illa. Mér leið illa vegna þess að það reif upp gömul sár. Mér fannst einhliða tenging við kynlíf aftur komin á sjónarsviðið. Ég er þó ekki að segja að BDSM sé einungis kynlíf og um leið ekki að hafna því að fólk sem að telur sig BDSM-hneigt geti skilgreint sig sem hinsegin. Ég þurfti lengi að takast á við einelti sem snérist um þær hugmyndir annarra að kynhneigð mín snerist bara um hvernig kynlíf ég stundaði þar sem að BDSM hefur óneitanlega tengingu við kynlíf. Allt í einu litu sumir svo á að mig langaði til að allir karlmenn myndu sofa hjá mér, og að ég ætti að leyfa hvaða karlmanni, sama hvaða kynhneigðar, að sofa hjá mér ef þá lysti. Drukknir gagnkynhneigðir jafnaldrar reyndu við mig og maður fékk að heyra „hvað þú ert hommi! Þú vilt þetta!“ Þetta hafði djúpstæð áhrif á mig og gerir að vissu leyti enn. Þessi tilfinning um að það ætti aftur að tengja kynhneigð mína við kynlíf fannst mér erfið. Mig langaði ekki þangað aftur. Mín kynhneigð segir ekkert um það hvernig kynlíf ég stunda og mér finnst tengingar við kynlíf óþarfar þegar kemur að S78 því það segir ekkert um hver ég er. Hinsvegar geta samtökin að sjálfsögðu staðið fyrir kynfræðslu fyrir félagsmenn. Um leið og kosningabaráttan skýrist betur sést vel hvar ágreining er að finna en það er í hugmyndafræðinni. Eins og ég hef lýst áður tel ég að samtökin eigi að vinna fyrir allt hinsegin fólk óháð stjórnmála-, trúar og lífsgildum. Það er mjög mikilvægt fyrir mig því að við erum ekki öll eins, að vera hinsegin er ekki ein tegund af fólki með eins skoðanir. Ég er sammála því að S78 eigi að hjálpa samkynhneigðu flóttafólki og benda yfirvöldum á yfirvofandi hættu einstaka flóttamanns sé hann sendur til baka. En mín sannfæring er að S78 eigi ekki að taka afstöðu gegn einum eða öðrum stjórnmálaflokki opinberlega. Sama þó að mér hugnist sjálfum ekki þeirra pólitík. Stjórnarfólk í samtökunum geta mótmælt hverju sem þeim hugnast á sínum eigin forsendum. En ekki undir formerkjum Samtakanna '78. Hagsmunaaðildarfyrirkomulag Samtakanna '78 í bland við einstaklingsaðild tel ég ekki fýsilegan kost. Einfaldlega vegna þess að þá er ekki allt hinsegin fólk með hagsmunafélag á bak við sig sem einblínir á þeirra málefni. Þetta þarf að skoða gaumgæfilega til að sjá hvort Samtökin '78 eigi að verða þau regnhlífarsamtök alls hinsegins fólk. Eða hvort stofna eigi félagsskapinn „Hinsegin Ísland“, regnhlífarsamtök mismunandi félaga hinsegin fólks sem borga árlegt gjald per meðlim í hverju félagi fyrir sig. Það er samtal fyrir aðalfund á næsta ári og þetta þarf að athuga gaumgæfilega og er eitt af því sem að ég mun gera komist ég í stjórn. Á meðan þessum lögum varðandi hagsmunaaðild félaga eru óendurskoðuð tel ég mig ekki geta tekið afstöðu til þeirra félaga sem sækja nú um hagsmunaaðild. Ég býð minn kraft til að þjóna því hinsegin fólki sem lög S78 kveða á um, styrkja enn betur jafningjafræðslu og ungliðastarf, og taka þátt í því að skoða rækilega hvort S78 eigi að vera regnhlífarsamtök alls hinsegin fólks eða að stofna eigi nýtt félag. Í lögum S78 segir: "1.2. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk og trans fólk, hér eftir nefnd hinsegin fólk, verði sýnileg og viðurkennd og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi." Þar með útiloka ég ekki víkkun á hugtakinu hinsegin í lögum Samtakanna 78 en býð mig fram fyrir ofangreint fólk til að berjast með þeim, fyrir okkur og okkar réttindum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar