Kæra hinsegin fólk Gunnar Karl Ólafsson skrifar 9. september 2016 17:17 Kæra hinsegin fólk, vinir og vandamenn, Nú eins og margir vita hef ég boðið mig fram í stjórn Samtakanna '78. Ég brenn af áhuga á að halda uppi sterkri jafningjafræðslu og ungliðastarfi sem hvorutveggja skiptir mig miklu máli og hefur hjálpað mér í minni baráttu. Nú er kosningabaráttan orðin hörð og ágreiningur hinsegin samfélagsins skýrist enn betur. Fyrst þegar fréttir af umsókn BDSM-félagsins til hagsmunaaðildar komu fram, leið mér illa. Mér leið illa vegna þess að það reif upp gömul sár. Mér fannst einhliða tenging við kynlíf aftur komin á sjónarsviðið. Ég er þó ekki að segja að BDSM sé einungis kynlíf og um leið ekki að hafna því að fólk sem að telur sig BDSM-hneigt geti skilgreint sig sem hinsegin. Ég þurfti lengi að takast á við einelti sem snérist um þær hugmyndir annarra að kynhneigð mín snerist bara um hvernig kynlíf ég stundaði þar sem að BDSM hefur óneitanlega tengingu við kynlíf. Allt í einu litu sumir svo á að mig langaði til að allir karlmenn myndu sofa hjá mér, og að ég ætti að leyfa hvaða karlmanni, sama hvaða kynhneigðar, að sofa hjá mér ef þá lysti. Drukknir gagnkynhneigðir jafnaldrar reyndu við mig og maður fékk að heyra „hvað þú ert hommi! Þú vilt þetta!“ Þetta hafði djúpstæð áhrif á mig og gerir að vissu leyti enn. Þessi tilfinning um að það ætti aftur að tengja kynhneigð mína við kynlíf fannst mér erfið. Mig langaði ekki þangað aftur. Mín kynhneigð segir ekkert um það hvernig kynlíf ég stunda og mér finnst tengingar við kynlíf óþarfar þegar kemur að S78 því það segir ekkert um hver ég er. Hinsvegar geta samtökin að sjálfsögðu staðið fyrir kynfræðslu fyrir félagsmenn. Um leið og kosningabaráttan skýrist betur sést vel hvar ágreining er að finna en það er í hugmyndafræðinni. Eins og ég hef lýst áður tel ég að samtökin eigi að vinna fyrir allt hinsegin fólk óháð stjórnmála-, trúar og lífsgildum. Það er mjög mikilvægt fyrir mig því að við erum ekki öll eins, að vera hinsegin er ekki ein tegund af fólki með eins skoðanir. Ég er sammála því að S78 eigi að hjálpa samkynhneigðu flóttafólki og benda yfirvöldum á yfirvofandi hættu einstaka flóttamanns sé hann sendur til baka. En mín sannfæring er að S78 eigi ekki að taka afstöðu gegn einum eða öðrum stjórnmálaflokki opinberlega. Sama þó að mér hugnist sjálfum ekki þeirra pólitík. Stjórnarfólk í samtökunum geta mótmælt hverju sem þeim hugnast á sínum eigin forsendum. En ekki undir formerkjum Samtakanna '78. Hagsmunaaðildarfyrirkomulag Samtakanna '78 í bland við einstaklingsaðild tel ég ekki fýsilegan kost. Einfaldlega vegna þess að þá er ekki allt hinsegin fólk með hagsmunafélag á bak við sig sem einblínir á þeirra málefni. Þetta þarf að skoða gaumgæfilega til að sjá hvort Samtökin '78 eigi að verða þau regnhlífarsamtök alls hinsegins fólk. Eða hvort stofna eigi félagsskapinn „Hinsegin Ísland“, regnhlífarsamtök mismunandi félaga hinsegin fólks sem borga árlegt gjald per meðlim í hverju félagi fyrir sig. Það er samtal fyrir aðalfund á næsta ári og þetta þarf að athuga gaumgæfilega og er eitt af því sem að ég mun gera komist ég í stjórn. Á meðan þessum lögum varðandi hagsmunaaðild félaga eru óendurskoðuð tel ég mig ekki geta tekið afstöðu til þeirra félaga sem sækja nú um hagsmunaaðild. Ég býð minn kraft til að þjóna því hinsegin fólki sem lög S78 kveða á um, styrkja enn betur jafningjafræðslu og ungliðastarf, og taka þátt í því að skoða rækilega hvort S78 eigi að vera regnhlífarsamtök alls hinsegin fólks eða að stofna eigi nýtt félag. Í lögum S78 segir: "1.2. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk og trans fólk, hér eftir nefnd hinsegin fólk, verði sýnileg og viðurkennd og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi." Þar með útiloka ég ekki víkkun á hugtakinu hinsegin í lögum Samtakanna 78 en býð mig fram fyrir ofangreint fólk til að berjast með þeim, fyrir okkur og okkar réttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Kæra hinsegin fólk, vinir og vandamenn, Nú eins og margir vita hef ég boðið mig fram í stjórn Samtakanna '78. Ég brenn af áhuga á að halda uppi sterkri jafningjafræðslu og ungliðastarfi sem hvorutveggja skiptir mig miklu máli og hefur hjálpað mér í minni baráttu. Nú er kosningabaráttan orðin hörð og ágreiningur hinsegin samfélagsins skýrist enn betur. Fyrst þegar fréttir af umsókn BDSM-félagsins til hagsmunaaðildar komu fram, leið mér illa. Mér leið illa vegna þess að það reif upp gömul sár. Mér fannst einhliða tenging við kynlíf aftur komin á sjónarsviðið. Ég er þó ekki að segja að BDSM sé einungis kynlíf og um leið ekki að hafna því að fólk sem að telur sig BDSM-hneigt geti skilgreint sig sem hinsegin. Ég þurfti lengi að takast á við einelti sem snérist um þær hugmyndir annarra að kynhneigð mín snerist bara um hvernig kynlíf ég stundaði þar sem að BDSM hefur óneitanlega tengingu við kynlíf. Allt í einu litu sumir svo á að mig langaði til að allir karlmenn myndu sofa hjá mér, og að ég ætti að leyfa hvaða karlmanni, sama hvaða kynhneigðar, að sofa hjá mér ef þá lysti. Drukknir gagnkynhneigðir jafnaldrar reyndu við mig og maður fékk að heyra „hvað þú ert hommi! Þú vilt þetta!“ Þetta hafði djúpstæð áhrif á mig og gerir að vissu leyti enn. Þessi tilfinning um að það ætti aftur að tengja kynhneigð mína við kynlíf fannst mér erfið. Mig langaði ekki þangað aftur. Mín kynhneigð segir ekkert um það hvernig kynlíf ég stunda og mér finnst tengingar við kynlíf óþarfar þegar kemur að S78 því það segir ekkert um hver ég er. Hinsvegar geta samtökin að sjálfsögðu staðið fyrir kynfræðslu fyrir félagsmenn. Um leið og kosningabaráttan skýrist betur sést vel hvar ágreining er að finna en það er í hugmyndafræðinni. Eins og ég hef lýst áður tel ég að samtökin eigi að vinna fyrir allt hinsegin fólk óháð stjórnmála-, trúar og lífsgildum. Það er mjög mikilvægt fyrir mig því að við erum ekki öll eins, að vera hinsegin er ekki ein tegund af fólki með eins skoðanir. Ég er sammála því að S78 eigi að hjálpa samkynhneigðu flóttafólki og benda yfirvöldum á yfirvofandi hættu einstaka flóttamanns sé hann sendur til baka. En mín sannfæring er að S78 eigi ekki að taka afstöðu gegn einum eða öðrum stjórnmálaflokki opinberlega. Sama þó að mér hugnist sjálfum ekki þeirra pólitík. Stjórnarfólk í samtökunum geta mótmælt hverju sem þeim hugnast á sínum eigin forsendum. En ekki undir formerkjum Samtakanna '78. Hagsmunaaðildarfyrirkomulag Samtakanna '78 í bland við einstaklingsaðild tel ég ekki fýsilegan kost. Einfaldlega vegna þess að þá er ekki allt hinsegin fólk með hagsmunafélag á bak við sig sem einblínir á þeirra málefni. Þetta þarf að skoða gaumgæfilega til að sjá hvort Samtökin '78 eigi að verða þau regnhlífarsamtök alls hinsegins fólk. Eða hvort stofna eigi félagsskapinn „Hinsegin Ísland“, regnhlífarsamtök mismunandi félaga hinsegin fólks sem borga árlegt gjald per meðlim í hverju félagi fyrir sig. Það er samtal fyrir aðalfund á næsta ári og þetta þarf að athuga gaumgæfilega og er eitt af því sem að ég mun gera komist ég í stjórn. Á meðan þessum lögum varðandi hagsmunaaðild félaga eru óendurskoðuð tel ég mig ekki geta tekið afstöðu til þeirra félaga sem sækja nú um hagsmunaaðild. Ég býð minn kraft til að þjóna því hinsegin fólki sem lög S78 kveða á um, styrkja enn betur jafningjafræðslu og ungliðastarf, og taka þátt í því að skoða rækilega hvort S78 eigi að vera regnhlífarsamtök alls hinsegin fólks eða að stofna eigi nýtt félag. Í lögum S78 segir: "1.2. Markmið félagsins er að lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, asexual, pankynhneigðir, intersex fólk og trans fólk, hér eftir nefnd hinsegin fólk, verði sýnileg og viðurkennd og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi." Þar með útiloka ég ekki víkkun á hugtakinu hinsegin í lögum Samtakanna 78 en býð mig fram fyrir ofangreint fólk til að berjast með þeim, fyrir okkur og okkar réttindum.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun