Fólk of gjarnt á að dæma þingmenn út frá tölfræði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2016 07:00 Það er mikið talað á Alþingi þó ræðudrottningin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tali þar mest. Hún er fyrsta konan í sjö ár sem talar mest. vísir/eyþór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri grænum, er sá þingmaður sem talaði mest úr ræðustól Alþingis á nýafstöðnu þingi. Alls talaði Bjarkey í 34 klukkustundir og 15 mínútur. Ræðukóngur síðustu tveggja þinga og flokksbróðir Bjarkeyjar, Steingrímur J. Sigfússon, féll niður í þriðja sætið en Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, var sá þingmaður sem talaði næstlengst. Síðustu fimm þing þar á undan féll ræðukóngstitillinn Pétri heitnum Blöndal í skaut. „Mér þykir þetta mjög ánægjulegt,“ segir ræðudrottningin Bjarkey. Hún á sæti bæði í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd og hún segir að það hafi spilað nokkuð inn í. „Það hafa mörg mál verið hjá nefndunum, sem hefur krafist þess að maður taki til máls.“ Vísar hún þar meðal annars í sjálf fjárlögin, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nýtt millidómstig og málefni sem tengjast löggæslu. Sem stendur er Bjarkey í kosningabaráttu í kjördæmi sínu en hún skipar annað sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Hún segir að ekki andi köldu milli sín og Steingríms, sem skipar fyrsta sætið, þrátt fyrir að hún hafi nappað ræðukóngstitlinum. „Hann hefur allavega ekki rætt það enn,“ segir hún og hlær. Helgi Hrafn Gunnarsson talaði næstlengst að þessu sinni en hann var einnig sá þingmaður sem tók oftast til máls. „Ég held að menn verði að fara varlega í að draga of miklar ályktanir út frá svona tölum. Það eru til dæmis þingmenn sem vinna á fullu inni í nefndum en taka síðan sjaldan til máls úr ræðustólnum sjálfum,“ segir Helgi. „Ræðutölurnar telja til dæmis ekki viðtöl, hádegisfundi og fleira sem fylgir starfinu. Hvenær maður er í vinnunni er ekki einföld spurning.“ Píratinn segir að fólk sé of gjarnt á að dæma þingmenn út frá einhverjum tölum og tölfræði. „Margir þingmenn eru harðduglegir þó þeir tali ekki mikið. Það sem mér finnst ánægjulegast við að hafa talað svona oft og svona lengi er að ég get loksins sagt þetta án þess að hljóma í vörn,“ segir Helgi. Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuTölfræðisamantekt nýafstaðins þings Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri grænum, er sá þingmaður sem talaði mest úr ræðustól Alþingis á nýafstöðnu þingi. Alls talaði Bjarkey í 34 klukkustundir og 15 mínútur. Ræðukóngur síðustu tveggja þinga og flokksbróðir Bjarkeyjar, Steingrímur J. Sigfússon, féll niður í þriðja sætið en Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, var sá þingmaður sem talaði næstlengst. Síðustu fimm þing þar á undan féll ræðukóngstitillinn Pétri heitnum Blöndal í skaut. „Mér þykir þetta mjög ánægjulegt,“ segir ræðudrottningin Bjarkey. Hún á sæti bæði í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd og hún segir að það hafi spilað nokkuð inn í. „Það hafa mörg mál verið hjá nefndunum, sem hefur krafist þess að maður taki til máls.“ Vísar hún þar meðal annars í sjálf fjárlögin, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nýtt millidómstig og málefni sem tengjast löggæslu. Sem stendur er Bjarkey í kosningabaráttu í kjördæmi sínu en hún skipar annað sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Hún segir að ekki andi köldu milli sín og Steingríms, sem skipar fyrsta sætið, þrátt fyrir að hún hafi nappað ræðukóngstitlinum. „Hann hefur allavega ekki rætt það enn,“ segir hún og hlær. Helgi Hrafn Gunnarsson talaði næstlengst að þessu sinni en hann var einnig sá þingmaður sem tók oftast til máls. „Ég held að menn verði að fara varlega í að draga of miklar ályktanir út frá svona tölum. Það eru til dæmis þingmenn sem vinna á fullu inni í nefndum en taka síðan sjaldan til máls úr ræðustólnum sjálfum,“ segir Helgi. „Ræðutölurnar telja til dæmis ekki viðtöl, hádegisfundi og fleira sem fylgir starfinu. Hvenær maður er í vinnunni er ekki einföld spurning.“ Píratinn segir að fólk sé of gjarnt á að dæma þingmenn út frá einhverjum tölum og tölfræði. „Margir þingmenn eru harðduglegir þó þeir tali ekki mikið. Það sem mér finnst ánægjulegast við að hafa talað svona oft og svona lengi er að ég get loksins sagt þetta án þess að hljóma í vörn,“ segir Helgi. Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuTölfræðisamantekt nýafstaðins þings
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira