Fólk of gjarnt á að dæma þingmenn út frá tölfræði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2016 07:00 Það er mikið talað á Alþingi þó ræðudrottningin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tali þar mest. Hún er fyrsta konan í sjö ár sem talar mest. vísir/eyþór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri grænum, er sá þingmaður sem talaði mest úr ræðustól Alþingis á nýafstöðnu þingi. Alls talaði Bjarkey í 34 klukkustundir og 15 mínútur. Ræðukóngur síðustu tveggja þinga og flokksbróðir Bjarkeyjar, Steingrímur J. Sigfússon, féll niður í þriðja sætið en Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, var sá þingmaður sem talaði næstlengst. Síðustu fimm þing þar á undan féll ræðukóngstitillinn Pétri heitnum Blöndal í skaut. „Mér þykir þetta mjög ánægjulegt,“ segir ræðudrottningin Bjarkey. Hún á sæti bæði í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd og hún segir að það hafi spilað nokkuð inn í. „Það hafa mörg mál verið hjá nefndunum, sem hefur krafist þess að maður taki til máls.“ Vísar hún þar meðal annars í sjálf fjárlögin, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nýtt millidómstig og málefni sem tengjast löggæslu. Sem stendur er Bjarkey í kosningabaráttu í kjördæmi sínu en hún skipar annað sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Hún segir að ekki andi köldu milli sín og Steingríms, sem skipar fyrsta sætið, þrátt fyrir að hún hafi nappað ræðukóngstitlinum. „Hann hefur allavega ekki rætt það enn,“ segir hún og hlær. Helgi Hrafn Gunnarsson talaði næstlengst að þessu sinni en hann var einnig sá þingmaður sem tók oftast til máls. „Ég held að menn verði að fara varlega í að draga of miklar ályktanir út frá svona tölum. Það eru til dæmis þingmenn sem vinna á fullu inni í nefndum en taka síðan sjaldan til máls úr ræðustólnum sjálfum,“ segir Helgi. „Ræðutölurnar telja til dæmis ekki viðtöl, hádegisfundi og fleira sem fylgir starfinu. Hvenær maður er í vinnunni er ekki einföld spurning.“ Píratinn segir að fólk sé of gjarnt á að dæma þingmenn út frá einhverjum tölum og tölfræði. „Margir þingmenn eru harðduglegir þó þeir tali ekki mikið. Það sem mér finnst ánægjulegast við að hafa talað svona oft og svona lengi er að ég get loksins sagt þetta án þess að hljóma í vörn,“ segir Helgi. Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuTölfræðisamantekt nýafstaðins þings Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri grænum, er sá þingmaður sem talaði mest úr ræðustól Alþingis á nýafstöðnu þingi. Alls talaði Bjarkey í 34 klukkustundir og 15 mínútur. Ræðukóngur síðustu tveggja þinga og flokksbróðir Bjarkeyjar, Steingrímur J. Sigfússon, féll niður í þriðja sætið en Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, var sá þingmaður sem talaði næstlengst. Síðustu fimm þing þar á undan féll ræðukóngstitillinn Pétri heitnum Blöndal í skaut. „Mér þykir þetta mjög ánægjulegt,“ segir ræðudrottningin Bjarkey. Hún á sæti bæði í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd og hún segir að það hafi spilað nokkuð inn í. „Það hafa mörg mál verið hjá nefndunum, sem hefur krafist þess að maður taki til máls.“ Vísar hún þar meðal annars í sjálf fjárlögin, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nýtt millidómstig og málefni sem tengjast löggæslu. Sem stendur er Bjarkey í kosningabaráttu í kjördæmi sínu en hún skipar annað sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Hún segir að ekki andi köldu milli sín og Steingríms, sem skipar fyrsta sætið, þrátt fyrir að hún hafi nappað ræðukóngstitlinum. „Hann hefur allavega ekki rætt það enn,“ segir hún og hlær. Helgi Hrafn Gunnarsson talaði næstlengst að þessu sinni en hann var einnig sá þingmaður sem tók oftast til máls. „Ég held að menn verði að fara varlega í að draga of miklar ályktanir út frá svona tölum. Það eru til dæmis þingmenn sem vinna á fullu inni í nefndum en taka síðan sjaldan til máls úr ræðustólnum sjálfum,“ segir Helgi. „Ræðutölurnar telja til dæmis ekki viðtöl, hádegisfundi og fleira sem fylgir starfinu. Hvenær maður er í vinnunni er ekki einföld spurning.“ Píratinn segir að fólk sé of gjarnt á að dæma þingmenn út frá einhverjum tölum og tölfræði. „Margir þingmenn eru harðduglegir þó þeir tali ekki mikið. Það sem mér finnst ánægjulegast við að hafa talað svona oft og svona lengi er að ég get loksins sagt þetta án þess að hljóma í vörn,“ segir Helgi. Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuTölfræðisamantekt nýafstaðins þings
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent