Og við hvað vinnur þú svo á daginn? Tryggvi M. Baldvinsson skrifar 15. október 2016 07:00 Ég rakst á ofanritað á lista yfir þær spurningar sem tónlistarflytjendur eru hvað þreyttastir á að svara. Ástæðan fyrir meintu óþoli tónlistarfólks á spurningunni er að hún felur í sér þá fordóma að starf listamannsins sé ekki launuð vinna, heldur áhugamál sem hægt sé að stunda meðfram „alvöru“ vinnu. Ef maður rýnir betur í þessa gildishlöðnu spurningu er þó tiltölulega auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að hún eigi fullan rétt á sér. Það eru nefnilega tiltölulega fáir einstaklingar sem hafa tónlistarflutning að aðalstarfi sínu. Það er hins vegar svo að starfsvettvangur tónlistarfólks er miklu stærri en aðeins að flytja tónlist á opinberum vettvangi. Þannig að þó píanistinn á veitingahúsinu, eða söngkonan á kammertónleikunum hafi e.t.v. ekki tónlistarflutning að aðalstarfi eru yfirgnæfandi líkur á að þau séu í „alvöru“ vinnu innan tónlistargeirans. Þannig felur áðurnefnd spurning, ef litið er fram hjá fordómunum, fyrst og fremst í sér vanþekkingu á starfsvettvangi tónlistarfólks í nútíma samfélagi. Tónlistarkennarar eru stærsta starfsstétt tónlistarfólks hér á landi, en tónlistarskólakerfið er ein mikilvægasta uppspretta íslensks tónlistarlífs. Tónlistarkennarar innan almenna skólakerfisins eru ekki síður mikilvæg starfstétt. Kirkjan er einnig stór vinnustaður tónlistarfólks, bæði við hefðbundnar kirkjuathafnir og ekki síður í almennu safnaðar- og barnastarfi.Víðfeðmur starfsvettvangur Þar fyrir utan starfar tónlistarfólk við útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit, kvikmyndagerð, á auglýsingastofum, í leikhúsum, við tölvuleikjagerð, hljóðupptökur, hugbúnaðargerð, í heilbrigðisgeiranum, samfélagsþjónustu og stýrir tónlistarstarfi áhugafólks svo fátt eitt sé nefnt. Þegar við þennan stóra hóp bætist vinnustaður á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem margir af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar starfa má ljóst vera að starfsvettvangur tónlistarinnar á Íslandi er afar víðfeðmur. Tónlistardeild LHÍ hefur allt frá stofnun kappkostað að undirbúa nemendur sína fyrir störf í tónlist á breiðum grundvelli. Deildin hefur nú útskrifað tæplega 260 tónlistarmenn sem flestir hafa fundið sér starfsvettvang á sviði tónlistarinnar og á flestum, ef ekki öllum, þeim sviðum sem talin voru upp hér að ofan. Sú sérfræðiþekking sem felst í háskólamenntun í tónlist nýtist því ekki einvörðungu til að undirbúa afbragðs tónlistarflytjendur og listamenn heldur tengist hún einnig atvinnulífinu sterkari böndum en margan grunar. Þannig á tónlistarmenntun sinn þátt í að gera íslenskt samfélag sterkara, fjölbreyttara og mannlegra. Það er mikilvægt að kjósendur kynni sér stefnu stjórnmálaflokkanna í mennta- og menningarmálum í aðdraganda komandi kosninga, því að stefnan í þeim málaflokkum hefur hvað mest áhrif á framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég rakst á ofanritað á lista yfir þær spurningar sem tónlistarflytjendur eru hvað þreyttastir á að svara. Ástæðan fyrir meintu óþoli tónlistarfólks á spurningunni er að hún felur í sér þá fordóma að starf listamannsins sé ekki launuð vinna, heldur áhugamál sem hægt sé að stunda meðfram „alvöru“ vinnu. Ef maður rýnir betur í þessa gildishlöðnu spurningu er þó tiltölulega auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að hún eigi fullan rétt á sér. Það eru nefnilega tiltölulega fáir einstaklingar sem hafa tónlistarflutning að aðalstarfi sínu. Það er hins vegar svo að starfsvettvangur tónlistarfólks er miklu stærri en aðeins að flytja tónlist á opinberum vettvangi. Þannig að þó píanistinn á veitingahúsinu, eða söngkonan á kammertónleikunum hafi e.t.v. ekki tónlistarflutning að aðalstarfi eru yfirgnæfandi líkur á að þau séu í „alvöru“ vinnu innan tónlistargeirans. Þannig felur áðurnefnd spurning, ef litið er fram hjá fordómunum, fyrst og fremst í sér vanþekkingu á starfsvettvangi tónlistarfólks í nútíma samfélagi. Tónlistarkennarar eru stærsta starfsstétt tónlistarfólks hér á landi, en tónlistarskólakerfið er ein mikilvægasta uppspretta íslensks tónlistarlífs. Tónlistarkennarar innan almenna skólakerfisins eru ekki síður mikilvæg starfstétt. Kirkjan er einnig stór vinnustaður tónlistarfólks, bæði við hefðbundnar kirkjuathafnir og ekki síður í almennu safnaðar- og barnastarfi.Víðfeðmur starfsvettvangur Þar fyrir utan starfar tónlistarfólk við útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit, kvikmyndagerð, á auglýsingastofum, í leikhúsum, við tölvuleikjagerð, hljóðupptökur, hugbúnaðargerð, í heilbrigðisgeiranum, samfélagsþjónustu og stýrir tónlistarstarfi áhugafólks svo fátt eitt sé nefnt. Þegar við þennan stóra hóp bætist vinnustaður á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem margir af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar starfa má ljóst vera að starfsvettvangur tónlistarinnar á Íslandi er afar víðfeðmur. Tónlistardeild LHÍ hefur allt frá stofnun kappkostað að undirbúa nemendur sína fyrir störf í tónlist á breiðum grundvelli. Deildin hefur nú útskrifað tæplega 260 tónlistarmenn sem flestir hafa fundið sér starfsvettvang á sviði tónlistarinnar og á flestum, ef ekki öllum, þeim sviðum sem talin voru upp hér að ofan. Sú sérfræðiþekking sem felst í háskólamenntun í tónlist nýtist því ekki einvörðungu til að undirbúa afbragðs tónlistarflytjendur og listamenn heldur tengist hún einnig atvinnulífinu sterkari böndum en margan grunar. Þannig á tónlistarmenntun sinn þátt í að gera íslenskt samfélag sterkara, fjölbreyttara og mannlegra. Það er mikilvægt að kjósendur kynni sér stefnu stjórnmálaflokkanna í mennta- og menningarmálum í aðdraganda komandi kosninga, því að stefnan í þeim málaflokkum hefur hvað mest áhrif á framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun