Sendir heim með heilaskaða Dís Gylfadóttir skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Á undanförnum mánuðum hefur félagið Hugarfar unnið hörðum höndum að því að kynna stöðu fólks með heilaskaða fyrir almenningi og stjórnvöldum. Haldin var ráðstefna um málefnið og umfjöllunin undanfarnar vikur hefur borið mikinn árangur. Fjöldi fólks hefur haft samband við félagið í leit að áður óþekktum stuðningi, ráðgjöf og fræðslu, en úrræðaleysið fyrir þennan hóp hefur verið algjört. Margir eru vangreindir eftir slys og fjöldi ungs fólks sem hlotið hefur heilaskaða er á örorku og verður það áfram þar sem viðeigandi aðstoð er ekki í boði. Um 500 manns hljóta heilaskaða af völdum höfuðáverka á Íslandi á hverju ári. Heilaskaði hefur í för með sér duldar afleiðingar sem sjást ekki utan á einstaklingnum. Framtaksleysi, minnisskerðing, þreyta og persónuleikabreytingar hafa mest áhrif á daglegt líf og skortur á innsæi gerir það að verkum að fólk skilur ekki af hverju það mætir hindrunum alls staðar. Skortur á fræðslu og almenn vanþekking á einkennum heilaskaða gerir það svo að verkum að fólk mætir skilningsleysi, lendir í árekstrum við fólk og einangrast félagslega.Vísað heim án aðstoðar Fjölmörg dæmi, gömul og ný, eru um að fólk leiti á bráðamóttöku vegna höfuðáverka og sé útskrifað heim án eftirfylgdar eða upplýsinga um hvert skuli leita ef einkenni hverfa ekki. Aðstandendur fara heim með breyttan einstakling og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Börn fá hvorki fræðslu né aðstoð við að takast á við breyttar aðstæður og skilja ekki af hverju mamma eða pabbi er öðruvísi en áður. Álag á hjónabönd og fjölskyldur er gríðarlegt og ekki lifa öll sambönd af. Þunglyndi og kvíði eru algeng afleiðing heilaskaða og sjálfsvígstíðni sömuleiðis há. Það er kannski ekki að furða þegar fótunum er kippt undan fólki á öllum sviðum lífsins og enga hjálp að fá. Einstaklingar verða fyrir fordómum og eru taldir latir, vitlausir eða skrítnir. Því miður enda margir á bráðamóttöku geðdeildar því alls staðar kemur þessi hópur að lokuðum dyrum. Heilaskaði þarfnast sérhæfðs úrræðis og passar ekki inn í úrræði sem sniðin eru að öðrum hópum. Neyðin er mikil og þörfin fyrir samastað sömuleiðis.Þörf á samastað Á Grensásdeild er starfandi heilaskaðateymi sem veitir endurhæfingu fyrir fámennan hóp eða um tíu manns á ári. Það eru einungis um tíu prósent af þeim fjölda sem þarf á endurhæfingu að halda ár hvert. Svipaður fjöldi kemst að á Reykjalundi en þar er biðlistinn nú þegar langur og líkur á að hann lengist nú enn frekar. Grensás og Reykjalundur bjóða upp á endurhæfingu sem hefur upphaf og endi. Eftir það tekur ekkert við. Engin langtímaendurhæfing eða eftirfylgd er í boði hér á landi líkt og þekkist erlendis. Heilaskaði er varanleg fötlun, en með viðeigandi aðstoð ná margir að fóta sig á ný og verða aftur virkir þjóðfélagsþegnar. Það er ekki einungis verðmætt fyrir einstaklinginn sjálfan og aðstandendur hans, heldur samfélagið í heild. Félagið Hugarfar vinnur að opnun endurhæfingar- og fræðslumiðstöðvarinnar Höfuðhúss og biðlar nú til almennings og stjórnvalda um aðstoð. Við getum öll lent í því að fá heilaskaða – fyrirvaralaust – við sjálf eða ástvinir okkar. Höfuðhúsið getur og mun bjarga mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur félagið Hugarfar unnið hörðum höndum að því að kynna stöðu fólks með heilaskaða fyrir almenningi og stjórnvöldum. Haldin var ráðstefna um málefnið og umfjöllunin undanfarnar vikur hefur borið mikinn árangur. Fjöldi fólks hefur haft samband við félagið í leit að áður óþekktum stuðningi, ráðgjöf og fræðslu, en úrræðaleysið fyrir þennan hóp hefur verið algjört. Margir eru vangreindir eftir slys og fjöldi ungs fólks sem hlotið hefur heilaskaða er á örorku og verður það áfram þar sem viðeigandi aðstoð er ekki í boði. Um 500 manns hljóta heilaskaða af völdum höfuðáverka á Íslandi á hverju ári. Heilaskaði hefur í för með sér duldar afleiðingar sem sjást ekki utan á einstaklingnum. Framtaksleysi, minnisskerðing, þreyta og persónuleikabreytingar hafa mest áhrif á daglegt líf og skortur á innsæi gerir það að verkum að fólk skilur ekki af hverju það mætir hindrunum alls staðar. Skortur á fræðslu og almenn vanþekking á einkennum heilaskaða gerir það svo að verkum að fólk mætir skilningsleysi, lendir í árekstrum við fólk og einangrast félagslega.Vísað heim án aðstoðar Fjölmörg dæmi, gömul og ný, eru um að fólk leiti á bráðamóttöku vegna höfuðáverka og sé útskrifað heim án eftirfylgdar eða upplýsinga um hvert skuli leita ef einkenni hverfa ekki. Aðstandendur fara heim með breyttan einstakling og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Börn fá hvorki fræðslu né aðstoð við að takast á við breyttar aðstæður og skilja ekki af hverju mamma eða pabbi er öðruvísi en áður. Álag á hjónabönd og fjölskyldur er gríðarlegt og ekki lifa öll sambönd af. Þunglyndi og kvíði eru algeng afleiðing heilaskaða og sjálfsvígstíðni sömuleiðis há. Það er kannski ekki að furða þegar fótunum er kippt undan fólki á öllum sviðum lífsins og enga hjálp að fá. Einstaklingar verða fyrir fordómum og eru taldir latir, vitlausir eða skrítnir. Því miður enda margir á bráðamóttöku geðdeildar því alls staðar kemur þessi hópur að lokuðum dyrum. Heilaskaði þarfnast sérhæfðs úrræðis og passar ekki inn í úrræði sem sniðin eru að öðrum hópum. Neyðin er mikil og þörfin fyrir samastað sömuleiðis.Þörf á samastað Á Grensásdeild er starfandi heilaskaðateymi sem veitir endurhæfingu fyrir fámennan hóp eða um tíu manns á ári. Það eru einungis um tíu prósent af þeim fjölda sem þarf á endurhæfingu að halda ár hvert. Svipaður fjöldi kemst að á Reykjalundi en þar er biðlistinn nú þegar langur og líkur á að hann lengist nú enn frekar. Grensás og Reykjalundur bjóða upp á endurhæfingu sem hefur upphaf og endi. Eftir það tekur ekkert við. Engin langtímaendurhæfing eða eftirfylgd er í boði hér á landi líkt og þekkist erlendis. Heilaskaði er varanleg fötlun, en með viðeigandi aðstoð ná margir að fóta sig á ný og verða aftur virkir þjóðfélagsþegnar. Það er ekki einungis verðmætt fyrir einstaklinginn sjálfan og aðstandendur hans, heldur samfélagið í heild. Félagið Hugarfar vinnur að opnun endurhæfingar- og fræðslumiðstöðvarinnar Höfuðhúss og biðlar nú til almennings og stjórnvalda um aðstoð. Við getum öll lent í því að fá heilaskaða – fyrirvaralaust – við sjálf eða ástvinir okkar. Höfuðhúsið getur og mun bjarga mannslífum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar