Sendir heim með heilaskaða Dís Gylfadóttir skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Á undanförnum mánuðum hefur félagið Hugarfar unnið hörðum höndum að því að kynna stöðu fólks með heilaskaða fyrir almenningi og stjórnvöldum. Haldin var ráðstefna um málefnið og umfjöllunin undanfarnar vikur hefur borið mikinn árangur. Fjöldi fólks hefur haft samband við félagið í leit að áður óþekktum stuðningi, ráðgjöf og fræðslu, en úrræðaleysið fyrir þennan hóp hefur verið algjört. Margir eru vangreindir eftir slys og fjöldi ungs fólks sem hlotið hefur heilaskaða er á örorku og verður það áfram þar sem viðeigandi aðstoð er ekki í boði. Um 500 manns hljóta heilaskaða af völdum höfuðáverka á Íslandi á hverju ári. Heilaskaði hefur í för með sér duldar afleiðingar sem sjást ekki utan á einstaklingnum. Framtaksleysi, minnisskerðing, þreyta og persónuleikabreytingar hafa mest áhrif á daglegt líf og skortur á innsæi gerir það að verkum að fólk skilur ekki af hverju það mætir hindrunum alls staðar. Skortur á fræðslu og almenn vanþekking á einkennum heilaskaða gerir það svo að verkum að fólk mætir skilningsleysi, lendir í árekstrum við fólk og einangrast félagslega.Vísað heim án aðstoðar Fjölmörg dæmi, gömul og ný, eru um að fólk leiti á bráðamóttöku vegna höfuðáverka og sé útskrifað heim án eftirfylgdar eða upplýsinga um hvert skuli leita ef einkenni hverfa ekki. Aðstandendur fara heim með breyttan einstakling og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Börn fá hvorki fræðslu né aðstoð við að takast á við breyttar aðstæður og skilja ekki af hverju mamma eða pabbi er öðruvísi en áður. Álag á hjónabönd og fjölskyldur er gríðarlegt og ekki lifa öll sambönd af. Þunglyndi og kvíði eru algeng afleiðing heilaskaða og sjálfsvígstíðni sömuleiðis há. Það er kannski ekki að furða þegar fótunum er kippt undan fólki á öllum sviðum lífsins og enga hjálp að fá. Einstaklingar verða fyrir fordómum og eru taldir latir, vitlausir eða skrítnir. Því miður enda margir á bráðamóttöku geðdeildar því alls staðar kemur þessi hópur að lokuðum dyrum. Heilaskaði þarfnast sérhæfðs úrræðis og passar ekki inn í úrræði sem sniðin eru að öðrum hópum. Neyðin er mikil og þörfin fyrir samastað sömuleiðis.Þörf á samastað Á Grensásdeild er starfandi heilaskaðateymi sem veitir endurhæfingu fyrir fámennan hóp eða um tíu manns á ári. Það eru einungis um tíu prósent af þeim fjölda sem þarf á endurhæfingu að halda ár hvert. Svipaður fjöldi kemst að á Reykjalundi en þar er biðlistinn nú þegar langur og líkur á að hann lengist nú enn frekar. Grensás og Reykjalundur bjóða upp á endurhæfingu sem hefur upphaf og endi. Eftir það tekur ekkert við. Engin langtímaendurhæfing eða eftirfylgd er í boði hér á landi líkt og þekkist erlendis. Heilaskaði er varanleg fötlun, en með viðeigandi aðstoð ná margir að fóta sig á ný og verða aftur virkir þjóðfélagsþegnar. Það er ekki einungis verðmætt fyrir einstaklinginn sjálfan og aðstandendur hans, heldur samfélagið í heild. Félagið Hugarfar vinnur að opnun endurhæfingar- og fræðslumiðstöðvarinnar Höfuðhúss og biðlar nú til almennings og stjórnvalda um aðstoð. Við getum öll lent í því að fá heilaskaða – fyrirvaralaust – við sjálf eða ástvinir okkar. Höfuðhúsið getur og mun bjarga mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur félagið Hugarfar unnið hörðum höndum að því að kynna stöðu fólks með heilaskaða fyrir almenningi og stjórnvöldum. Haldin var ráðstefna um málefnið og umfjöllunin undanfarnar vikur hefur borið mikinn árangur. Fjöldi fólks hefur haft samband við félagið í leit að áður óþekktum stuðningi, ráðgjöf og fræðslu, en úrræðaleysið fyrir þennan hóp hefur verið algjört. Margir eru vangreindir eftir slys og fjöldi ungs fólks sem hlotið hefur heilaskaða er á örorku og verður það áfram þar sem viðeigandi aðstoð er ekki í boði. Um 500 manns hljóta heilaskaða af völdum höfuðáverka á Íslandi á hverju ári. Heilaskaði hefur í för með sér duldar afleiðingar sem sjást ekki utan á einstaklingnum. Framtaksleysi, minnisskerðing, þreyta og persónuleikabreytingar hafa mest áhrif á daglegt líf og skortur á innsæi gerir það að verkum að fólk skilur ekki af hverju það mætir hindrunum alls staðar. Skortur á fræðslu og almenn vanþekking á einkennum heilaskaða gerir það svo að verkum að fólk mætir skilningsleysi, lendir í árekstrum við fólk og einangrast félagslega.Vísað heim án aðstoðar Fjölmörg dæmi, gömul og ný, eru um að fólk leiti á bráðamóttöku vegna höfuðáverka og sé útskrifað heim án eftirfylgdar eða upplýsinga um hvert skuli leita ef einkenni hverfa ekki. Aðstandendur fara heim með breyttan einstakling og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Börn fá hvorki fræðslu né aðstoð við að takast á við breyttar aðstæður og skilja ekki af hverju mamma eða pabbi er öðruvísi en áður. Álag á hjónabönd og fjölskyldur er gríðarlegt og ekki lifa öll sambönd af. Þunglyndi og kvíði eru algeng afleiðing heilaskaða og sjálfsvígstíðni sömuleiðis há. Það er kannski ekki að furða þegar fótunum er kippt undan fólki á öllum sviðum lífsins og enga hjálp að fá. Einstaklingar verða fyrir fordómum og eru taldir latir, vitlausir eða skrítnir. Því miður enda margir á bráðamóttöku geðdeildar því alls staðar kemur þessi hópur að lokuðum dyrum. Heilaskaði þarfnast sérhæfðs úrræðis og passar ekki inn í úrræði sem sniðin eru að öðrum hópum. Neyðin er mikil og þörfin fyrir samastað sömuleiðis.Þörf á samastað Á Grensásdeild er starfandi heilaskaðateymi sem veitir endurhæfingu fyrir fámennan hóp eða um tíu manns á ári. Það eru einungis um tíu prósent af þeim fjölda sem þarf á endurhæfingu að halda ár hvert. Svipaður fjöldi kemst að á Reykjalundi en þar er biðlistinn nú þegar langur og líkur á að hann lengist nú enn frekar. Grensás og Reykjalundur bjóða upp á endurhæfingu sem hefur upphaf og endi. Eftir það tekur ekkert við. Engin langtímaendurhæfing eða eftirfylgd er í boði hér á landi líkt og þekkist erlendis. Heilaskaði er varanleg fötlun, en með viðeigandi aðstoð ná margir að fóta sig á ný og verða aftur virkir þjóðfélagsþegnar. Það er ekki einungis verðmætt fyrir einstaklinginn sjálfan og aðstandendur hans, heldur samfélagið í heild. Félagið Hugarfar vinnur að opnun endurhæfingar- og fræðslumiðstöðvarinnar Höfuðhúss og biðlar nú til almennings og stjórnvalda um aðstoð. Við getum öll lent í því að fá heilaskaða – fyrirvaralaust – við sjálf eða ástvinir okkar. Höfuðhúsið getur og mun bjarga mannslífum.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun