Minningartónleikar um lifandi mann Birta Björnsdóttir skrifar 11. maí 2016 19:30 Það brá mörgum í brún þegar auglýstir voru minningartónleikar um söngvarann Valdimar Guðmundsson í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa á samfélagsmiðlum. Blessunarlega eru þessar fregnirnar af andáti Valdimars stórlega ýktar og hann er sprelllifandi eins og sjá má. „Ég var á Improv-Ísland sýningu og skyndilega fór allt á fullt í símanum mínum. Ég þurfti að fara beint í það að sannfæra fólk um að ég væri á lífi," segir Valdimar og bætir við að hann hafi verið búinn að vara nánustu ættingja við áður en auglýsingin fór í loftið. Tilgangurinn var þó ekki einvörðungu til gamans en Valdimar segir auglýsinguna, sem er úr smiðju auglýsingastofunnar EnnEmm, byggða á draumi sem hann eitt sinn dreymdi. „Að hluta til allavega. Mig dreymdi að ég væri að deyja og átti erfitt með að ná andanum. Í kjölfarið spyr svo umboðsmaðurinn minn mig hvort mig langi að vera valdur af enn einum minningartónleikunum í Hörpu og ég var að sjálfsögðu ekki spenntur fyrir því," sagði Valdimar. Valdimar hefur áður tjáð sig opinberlega um áhyggjur af heilsufari sínu og þá staðreynd að hann vilji létta sig og komast í betra form. Nú er hann sem sé búinn að taka að sér hlutverk maraþonmannsins og ætlar að fara 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Og Valdimar segir það ótvíræðan kost að fara í átak sem þetta með svona opinberum hætti. „Það er bara gott. Þá er ég að setja meiri pressu á sjálfan mig og það er bara af hinu góða," segir Valdimar. En þó líkamsræktin verði stór hluti af lífi Valdimars á næstunni lofar hann því að leggja sönghæfileikana ekki á hilluna. „Þó ég sé mikill maraþonmaður þá er ég fyrst og fremst tónlistarmaður," segir Valdimar.Kollegar Valdimars, þeir Jógvan Hansen, Matthías Matthíasson og Friðrik Ómar samþykktu góðfúslega að taka þátt í að auglýsa hina tilbúnu minningartónleika og koma fyrir á veggspjaldinu. Þeir hyggjast allir gefa greiðslur fyrir þátttöku í auglýsingunni til þess góðgerðarfélags sem Valdimar ákveður að styrkja með þátttöku sinni í Reykjavíkurmaraþoninu. Valdimar ákvað að safna áheitum til styrktar Krabbameinsfélagsins og geta áhugasamir heitið á Valdimar inni á heimasíðunni www.minaskorun.is. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Það brá mörgum í brún þegar auglýstir voru minningartónleikar um söngvarann Valdimar Guðmundsson í gær og viðbrögðin létu ekki á sér standa á samfélagsmiðlum. Blessunarlega eru þessar fregnirnar af andáti Valdimars stórlega ýktar og hann er sprelllifandi eins og sjá má. „Ég var á Improv-Ísland sýningu og skyndilega fór allt á fullt í símanum mínum. Ég þurfti að fara beint í það að sannfæra fólk um að ég væri á lífi," segir Valdimar og bætir við að hann hafi verið búinn að vara nánustu ættingja við áður en auglýsingin fór í loftið. Tilgangurinn var þó ekki einvörðungu til gamans en Valdimar segir auglýsinguna, sem er úr smiðju auglýsingastofunnar EnnEmm, byggða á draumi sem hann eitt sinn dreymdi. „Að hluta til allavega. Mig dreymdi að ég væri að deyja og átti erfitt með að ná andanum. Í kjölfarið spyr svo umboðsmaðurinn minn mig hvort mig langi að vera valdur af enn einum minningartónleikunum í Hörpu og ég var að sjálfsögðu ekki spenntur fyrir því," sagði Valdimar. Valdimar hefur áður tjáð sig opinberlega um áhyggjur af heilsufari sínu og þá staðreynd að hann vilji létta sig og komast í betra form. Nú er hann sem sé búinn að taka að sér hlutverk maraþonmannsins og ætlar að fara 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Og Valdimar segir það ótvíræðan kost að fara í átak sem þetta með svona opinberum hætti. „Það er bara gott. Þá er ég að setja meiri pressu á sjálfan mig og það er bara af hinu góða," segir Valdimar. En þó líkamsræktin verði stór hluti af lífi Valdimars á næstunni lofar hann því að leggja sönghæfileikana ekki á hilluna. „Þó ég sé mikill maraþonmaður þá er ég fyrst og fremst tónlistarmaður," segir Valdimar.Kollegar Valdimars, þeir Jógvan Hansen, Matthías Matthíasson og Friðrik Ómar samþykktu góðfúslega að taka þátt í að auglýsa hina tilbúnu minningartónleika og koma fyrir á veggspjaldinu. Þeir hyggjast allir gefa greiðslur fyrir þátttöku í auglýsingunni til þess góðgerðarfélags sem Valdimar ákveður að styrkja með þátttöku sinni í Reykjavíkurmaraþoninu. Valdimar ákvað að safna áheitum til styrktar Krabbameinsfélagsins og geta áhugasamir heitið á Valdimar inni á heimasíðunni www.minaskorun.is.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira