Útistundir og ævintýri í faðmi fjölskyldunnar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 17. september 2016 17:00 Pálína Ósk Hraundal ferðamálafræðingur nýtur útivistar og gönguferðir og útieldun eru sérstaklega í uppáhaldi. „Áhugi minn á útivist kviknaði þegar ég var í sveit í Trékyllisvík á Ströndum sem er að mínu mati ein fallegasta náttúruparadís Íslands. Mér fannst eitthvað framandi við fjallgöngufólkið sem kom á sumrin til að takast á við fjöllin í sveitinni. Ég sá þetta draumkennt fyrir mér og dreymdi um að gera slíkt hið sama. Það sem situr samt mest í minningunni eru þó fjöruferðirnar, þar gat ég eytt heilu dögunum og spáð í náttúruna, tínt skeljar og pælt í fuglunum. Þessi áhugi hefur svo fylgt mér alla tíð,“ segir Pálína Ósk Hraundal, spurð hvaðan áhugi hennar á útivist komi. Pálína Ósk er menntaður ferðamálafræðingur og búsett í Ósló ásamt manni sínum, dóttur og hvolpnum Millý. Fjölskyldan eyðir markvisst miklum tíma í útiveru og notar alls konar ólíkar aðferðir til þess að upplifa náttúruna saman. „Við erum sannfærð um að útivera bætir og kætir, því reynum við að flétta útivist inn í dagsdaglegt líf okkar með alls konar skemmtilegum hugmyndum. Gönguferðir og útieldun eru í miklu uppáhaldi,“ segir hún og bætir við að fátt sé skemmtilegra en að ganga inn í dali og upp á fjöll og góður prímus eyðileggi aldrei upplifunina. Óhætt er að segja að útivist er töluvert aðgengilegri í dag en hér áður fyrr, en það getur verið krefjandi að byrja að stunda markvissa útivist. „Ef þú áttir erfitt með að komast í skátastarf eða björgunarsveit þá var frekar erfitt að finna stað til að byrja hér áður fyrr. Í dag er það þó breytt og tel ég marga aðila vera að vinna gott starf til að auðvelda krökkum og unglingum að komast af stað. Hægt er að fara í siglingaklúbba, nýliðaprógrammið hjá björgunarsveitunum og Ferðafélag unga fólksins svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún.Uppskrift fyrir útistund„Ef við fjölskyldan ætlum að gera okkur glaðan dag þá tökum við gjarnan pönnukökudeig með í flösku og steikjum okkur nokkrar pönnsur úti yfir prímus. Það er létt og auðvelt að ferðast með þetta í bakpokanum og lítil fyrirhöfn, Pönnukökurnar eru frábærar, t.d. á sunnudögum þegar við getum sest niður í ró og næði og notið þess að gera vel við okkur. Allir elska pönnsurnar og þær bragðast enn þá betur úti. Nú þegar berjatíðin er í fullum gangi er fátt sem toppar það að taka með sér prímus og pönnukökudeig og setjast niður í berjapásunni og njóta þess að fá sér pönnukökur með ferskum berjum. Í okkar huga er þetta toppurinn.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Sjá meira
„Áhugi minn á útivist kviknaði þegar ég var í sveit í Trékyllisvík á Ströndum sem er að mínu mati ein fallegasta náttúruparadís Íslands. Mér fannst eitthvað framandi við fjallgöngufólkið sem kom á sumrin til að takast á við fjöllin í sveitinni. Ég sá þetta draumkennt fyrir mér og dreymdi um að gera slíkt hið sama. Það sem situr samt mest í minningunni eru þó fjöruferðirnar, þar gat ég eytt heilu dögunum og spáð í náttúruna, tínt skeljar og pælt í fuglunum. Þessi áhugi hefur svo fylgt mér alla tíð,“ segir Pálína Ósk Hraundal, spurð hvaðan áhugi hennar á útivist komi. Pálína Ósk er menntaður ferðamálafræðingur og búsett í Ósló ásamt manni sínum, dóttur og hvolpnum Millý. Fjölskyldan eyðir markvisst miklum tíma í útiveru og notar alls konar ólíkar aðferðir til þess að upplifa náttúruna saman. „Við erum sannfærð um að útivera bætir og kætir, því reynum við að flétta útivist inn í dagsdaglegt líf okkar með alls konar skemmtilegum hugmyndum. Gönguferðir og útieldun eru í miklu uppáhaldi,“ segir hún og bætir við að fátt sé skemmtilegra en að ganga inn í dali og upp á fjöll og góður prímus eyðileggi aldrei upplifunina. Óhætt er að segja að útivist er töluvert aðgengilegri í dag en hér áður fyrr, en það getur verið krefjandi að byrja að stunda markvissa útivist. „Ef þú áttir erfitt með að komast í skátastarf eða björgunarsveit þá var frekar erfitt að finna stað til að byrja hér áður fyrr. Í dag er það þó breytt og tel ég marga aðila vera að vinna gott starf til að auðvelda krökkum og unglingum að komast af stað. Hægt er að fara í siglingaklúbba, nýliðaprógrammið hjá björgunarsveitunum og Ferðafélag unga fólksins svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún.Uppskrift fyrir útistund„Ef við fjölskyldan ætlum að gera okkur glaðan dag þá tökum við gjarnan pönnukökudeig með í flösku og steikjum okkur nokkrar pönnsur úti yfir prímus. Það er létt og auðvelt að ferðast með þetta í bakpokanum og lítil fyrirhöfn, Pönnukökurnar eru frábærar, t.d. á sunnudögum þegar við getum sest niður í ró og næði og notið þess að gera vel við okkur. Allir elska pönnsurnar og þær bragðast enn þá betur úti. Nú þegar berjatíðin er í fullum gangi er fátt sem toppar það að taka með sér prímus og pönnukökudeig og setjast niður í berjapásunni og njóta þess að fá sér pönnukökur með ferskum berjum. Í okkar huga er þetta toppurinn.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Sjá meira