Jafnréttismál á krossgötum - Jafnrétti án mismununar? Formenn fimm aðildarfélaga BHM skrifar 17. september 2016 07:00 Jafnrétti er hugtak sem okkur hefur gengið misvel að átta okkur á hvað þýðir í raun. Þetta er hugtak sem allir eiga að þekkja og helst að vera hjartanlega sammála um merkingu þess. Raunin er þó líklega sú að fæst okkar hafa krufið hugtakið til mergjar og jafnframt er sjónarhorn okkar á því misvítt og oft litað bæði hagsmunum og öðrum viðhorfum. En hvað þýðir þetta hugtak þá? Hver er skilningur okkar á því og hver er merking þess í raun? Í sinni ákveðnustu mynd þýðir jafnrétti að engum skuli mismunað á nokkurn máta. Allir skuli vera jafnir. Þessi mynd birtist í barnalögum nr. 76/2003 þar sem segir: „Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi.“ Yfirlýst markmið laganna um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er líka að „Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.“ Við þurfum hins vegar ekki viðamikla skoðun á umhverfi okkar til að sjá að börnum er mismunað á marga vegu og að konur eiga ekki sömu möguleika til að „njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína“ og karlar. Hið sama á við þegar við horfum með gleraugum þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar, heilsufars, aldurs og yfirleitt öllu því sem á einhvern hátt skiptir okkur í hópa. Lagasetning er í sjálfu sér góð byrjun. Ein og sér er hún þó aðeins merki í reit á pólitískum rétttrúnaðarlista. Henni þarf að fylgja eftir með aðgerðum og róttækum hugarfarsbreytingum sem við sjáum of lítil merki um enn sem komið er. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið til breytinga hafa í besta falli mætt sinnuleysi eða góðlátlegu brosi. Viðbrögðin við afdráttarlítilli lagasetningu hafa verið þau að koma okkur upp fjölbreyttu safni skilyrðinga og afslátta af hugtakinu sem yfirleitt er orðið algerlega merkingarlaust þegar kemur að því að mæla árangur okkar í málaflokknum.Byggir á karllægum gildum Launajafnrétti er þarna lýsandi dæmi. Við höfnum launamun nema hann sé byggður á málefnalegum rökum. Svo tökum við þennan „ómálefnalega“ mun og „leiðréttum“ hann. Munurinn á kjörum kynjanna á vinnumarkaði er afsprengi mismunar á félags- og hagfræðilegri stöðu þeirra. Vinnumarkaðurinn byggir enn að mestu á hefðbundnum karllægum gildum og hugmyndum karla um æskilega hegðun á vinnustað og vinnumarkaði. Leiðréttur launamunur er því ekki mælikvarði á neitt annað en það hvernig konum gengur að hegða sér eins og karlar. Kjarajafnrétti kynjanna næst ekki með lagasetningu eða reglugerðum einum saman, fremur en annað jafnrétti, þótt hvort tveggja sé góðra gjalda vert. Til að ná kjarajafnrétti verðum við að breyta verðmætamati okkar á þann veg að við viðurkennum kvenlæg gildi til jafns við hin karllægu. Það þýðir ekki gjaldfellingu á karllægum gildum þótt þau missi algildingu sína. Það felur því ekki í sér neina niðurlægingu fyrir karla, en það þýðir að við hverfum frá núverandi niðurlægingu fyrir konur. Þar til við höfum nálgast það markmið verður jafnrétti kynjanna aldrei annað en réttur kvenna til að hegða sér eins og karlar. Jafnrétti almennt séð næst ekki á meðan við höldum áfram að tigna hinn testosteronfyllta karl sem rakið getur ættir sínar til Noregskonunga og er reiðubúinn til þess að láta næsta endalausa viðveru á vinnustað ganga fyrir öllu öðru í tilverunni. Við verðum að byrja á því að viðurkenna kynjaða kynþáttarembu okkar og glíma við hana af festu.Greinin er önnur grein af þremur um jafnréttismál.Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður Stéttarfélags lögfræðingaBragi Skúlason formaður FræðagarðsHugrún R. Hjaltadóttir formaður Félags íslenskra félagsvísindamannaRagnheiður Bóasdóttir formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna StjórnarráðsinsSigrún Guðnadóttir formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðingaÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Jafnrétti er hugtak sem okkur hefur gengið misvel að átta okkur á hvað þýðir í raun. Þetta er hugtak sem allir eiga að þekkja og helst að vera hjartanlega sammála um merkingu þess. Raunin er þó líklega sú að fæst okkar hafa krufið hugtakið til mergjar og jafnframt er sjónarhorn okkar á því misvítt og oft litað bæði hagsmunum og öðrum viðhorfum. En hvað þýðir þetta hugtak þá? Hver er skilningur okkar á því og hver er merking þess í raun? Í sinni ákveðnustu mynd þýðir jafnrétti að engum skuli mismunað á nokkurn máta. Allir skuli vera jafnir. Þessi mynd birtist í barnalögum nr. 76/2003 þar sem segir: „Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi.“ Yfirlýst markmið laganna um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er líka að „Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.“ Við þurfum hins vegar ekki viðamikla skoðun á umhverfi okkar til að sjá að börnum er mismunað á marga vegu og að konur eiga ekki sömu möguleika til að „njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína“ og karlar. Hið sama á við þegar við horfum með gleraugum þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar, heilsufars, aldurs og yfirleitt öllu því sem á einhvern hátt skiptir okkur í hópa. Lagasetning er í sjálfu sér góð byrjun. Ein og sér er hún þó aðeins merki í reit á pólitískum rétttrúnaðarlista. Henni þarf að fylgja eftir með aðgerðum og róttækum hugarfarsbreytingum sem við sjáum of lítil merki um enn sem komið er. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið til breytinga hafa í besta falli mætt sinnuleysi eða góðlátlegu brosi. Viðbrögðin við afdráttarlítilli lagasetningu hafa verið þau að koma okkur upp fjölbreyttu safni skilyrðinga og afslátta af hugtakinu sem yfirleitt er orðið algerlega merkingarlaust þegar kemur að því að mæla árangur okkar í málaflokknum.Byggir á karllægum gildum Launajafnrétti er þarna lýsandi dæmi. Við höfnum launamun nema hann sé byggður á málefnalegum rökum. Svo tökum við þennan „ómálefnalega“ mun og „leiðréttum“ hann. Munurinn á kjörum kynjanna á vinnumarkaði er afsprengi mismunar á félags- og hagfræðilegri stöðu þeirra. Vinnumarkaðurinn byggir enn að mestu á hefðbundnum karllægum gildum og hugmyndum karla um æskilega hegðun á vinnustað og vinnumarkaði. Leiðréttur launamunur er því ekki mælikvarði á neitt annað en það hvernig konum gengur að hegða sér eins og karlar. Kjarajafnrétti kynjanna næst ekki með lagasetningu eða reglugerðum einum saman, fremur en annað jafnrétti, þótt hvort tveggja sé góðra gjalda vert. Til að ná kjarajafnrétti verðum við að breyta verðmætamati okkar á þann veg að við viðurkennum kvenlæg gildi til jafns við hin karllægu. Það þýðir ekki gjaldfellingu á karllægum gildum þótt þau missi algildingu sína. Það felur því ekki í sér neina niðurlægingu fyrir karla, en það þýðir að við hverfum frá núverandi niðurlægingu fyrir konur. Þar til við höfum nálgast það markmið verður jafnrétti kynjanna aldrei annað en réttur kvenna til að hegða sér eins og karlar. Jafnrétti almennt séð næst ekki á meðan við höldum áfram að tigna hinn testosteronfyllta karl sem rakið getur ættir sínar til Noregskonunga og er reiðubúinn til þess að láta næsta endalausa viðveru á vinnustað ganga fyrir öllu öðru í tilverunni. Við verðum að byrja á því að viðurkenna kynjaða kynþáttarembu okkar og glíma við hana af festu.Greinin er önnur grein af þremur um jafnréttismál.Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður Stéttarfélags lögfræðingaBragi Skúlason formaður FræðagarðsHugrún R. Hjaltadóttir formaður Félags íslenskra félagsvísindamannaRagnheiður Bóasdóttir formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna StjórnarráðsinsSigrún Guðnadóttir formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðingaÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar