Jafnréttismál á krossgötum - Jafnrétti án mismununar? Formenn fimm aðildarfélaga BHM skrifar 17. september 2016 07:00 Jafnrétti er hugtak sem okkur hefur gengið misvel að átta okkur á hvað þýðir í raun. Þetta er hugtak sem allir eiga að þekkja og helst að vera hjartanlega sammála um merkingu þess. Raunin er þó líklega sú að fæst okkar hafa krufið hugtakið til mergjar og jafnframt er sjónarhorn okkar á því misvítt og oft litað bæði hagsmunum og öðrum viðhorfum. En hvað þýðir þetta hugtak þá? Hver er skilningur okkar á því og hver er merking þess í raun? Í sinni ákveðnustu mynd þýðir jafnrétti að engum skuli mismunað á nokkurn máta. Allir skuli vera jafnir. Þessi mynd birtist í barnalögum nr. 76/2003 þar sem segir: „Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi.“ Yfirlýst markmið laganna um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er líka að „Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.“ Við þurfum hins vegar ekki viðamikla skoðun á umhverfi okkar til að sjá að börnum er mismunað á marga vegu og að konur eiga ekki sömu möguleika til að „njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína“ og karlar. Hið sama á við þegar við horfum með gleraugum þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar, heilsufars, aldurs og yfirleitt öllu því sem á einhvern hátt skiptir okkur í hópa. Lagasetning er í sjálfu sér góð byrjun. Ein og sér er hún þó aðeins merki í reit á pólitískum rétttrúnaðarlista. Henni þarf að fylgja eftir með aðgerðum og róttækum hugarfarsbreytingum sem við sjáum of lítil merki um enn sem komið er. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið til breytinga hafa í besta falli mætt sinnuleysi eða góðlátlegu brosi. Viðbrögðin við afdráttarlítilli lagasetningu hafa verið þau að koma okkur upp fjölbreyttu safni skilyrðinga og afslátta af hugtakinu sem yfirleitt er orðið algerlega merkingarlaust þegar kemur að því að mæla árangur okkar í málaflokknum.Byggir á karllægum gildum Launajafnrétti er þarna lýsandi dæmi. Við höfnum launamun nema hann sé byggður á málefnalegum rökum. Svo tökum við þennan „ómálefnalega“ mun og „leiðréttum“ hann. Munurinn á kjörum kynjanna á vinnumarkaði er afsprengi mismunar á félags- og hagfræðilegri stöðu þeirra. Vinnumarkaðurinn byggir enn að mestu á hefðbundnum karllægum gildum og hugmyndum karla um æskilega hegðun á vinnustað og vinnumarkaði. Leiðréttur launamunur er því ekki mælikvarði á neitt annað en það hvernig konum gengur að hegða sér eins og karlar. Kjarajafnrétti kynjanna næst ekki með lagasetningu eða reglugerðum einum saman, fremur en annað jafnrétti, þótt hvort tveggja sé góðra gjalda vert. Til að ná kjarajafnrétti verðum við að breyta verðmætamati okkar á þann veg að við viðurkennum kvenlæg gildi til jafns við hin karllægu. Það þýðir ekki gjaldfellingu á karllægum gildum þótt þau missi algildingu sína. Það felur því ekki í sér neina niðurlægingu fyrir karla, en það þýðir að við hverfum frá núverandi niðurlægingu fyrir konur. Þar til við höfum nálgast það markmið verður jafnrétti kynjanna aldrei annað en réttur kvenna til að hegða sér eins og karlar. Jafnrétti almennt séð næst ekki á meðan við höldum áfram að tigna hinn testosteronfyllta karl sem rakið getur ættir sínar til Noregskonunga og er reiðubúinn til þess að láta næsta endalausa viðveru á vinnustað ganga fyrir öllu öðru í tilverunni. Við verðum að byrja á því að viðurkenna kynjaða kynþáttarembu okkar og glíma við hana af festu.Greinin er önnur grein af þremur um jafnréttismál.Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður Stéttarfélags lögfræðingaBragi Skúlason formaður FræðagarðsHugrún R. Hjaltadóttir formaður Félags íslenskra félagsvísindamannaRagnheiður Bóasdóttir formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna StjórnarráðsinsSigrún Guðnadóttir formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðingaÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Jafnrétti er hugtak sem okkur hefur gengið misvel að átta okkur á hvað þýðir í raun. Þetta er hugtak sem allir eiga að þekkja og helst að vera hjartanlega sammála um merkingu þess. Raunin er þó líklega sú að fæst okkar hafa krufið hugtakið til mergjar og jafnframt er sjónarhorn okkar á því misvítt og oft litað bæði hagsmunum og öðrum viðhorfum. En hvað þýðir þetta hugtak þá? Hver er skilningur okkar á því og hver er merking þess í raun? Í sinni ákveðnustu mynd þýðir jafnrétti að engum skuli mismunað á nokkurn máta. Allir skuli vera jafnir. Þessi mynd birtist í barnalögum nr. 76/2003 þar sem segir: „Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi.“ Yfirlýst markmið laganna um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er líka að „Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.“ Við þurfum hins vegar ekki viðamikla skoðun á umhverfi okkar til að sjá að börnum er mismunað á marga vegu og að konur eiga ekki sömu möguleika til að „njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína“ og karlar. Hið sama á við þegar við horfum með gleraugum þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar, heilsufars, aldurs og yfirleitt öllu því sem á einhvern hátt skiptir okkur í hópa. Lagasetning er í sjálfu sér góð byrjun. Ein og sér er hún þó aðeins merki í reit á pólitískum rétttrúnaðarlista. Henni þarf að fylgja eftir með aðgerðum og róttækum hugarfarsbreytingum sem við sjáum of lítil merki um enn sem komið er. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið til breytinga hafa í besta falli mætt sinnuleysi eða góðlátlegu brosi. Viðbrögðin við afdráttarlítilli lagasetningu hafa verið þau að koma okkur upp fjölbreyttu safni skilyrðinga og afslátta af hugtakinu sem yfirleitt er orðið algerlega merkingarlaust þegar kemur að því að mæla árangur okkar í málaflokknum.Byggir á karllægum gildum Launajafnrétti er þarna lýsandi dæmi. Við höfnum launamun nema hann sé byggður á málefnalegum rökum. Svo tökum við þennan „ómálefnalega“ mun og „leiðréttum“ hann. Munurinn á kjörum kynjanna á vinnumarkaði er afsprengi mismunar á félags- og hagfræðilegri stöðu þeirra. Vinnumarkaðurinn byggir enn að mestu á hefðbundnum karllægum gildum og hugmyndum karla um æskilega hegðun á vinnustað og vinnumarkaði. Leiðréttur launamunur er því ekki mælikvarði á neitt annað en það hvernig konum gengur að hegða sér eins og karlar. Kjarajafnrétti kynjanna næst ekki með lagasetningu eða reglugerðum einum saman, fremur en annað jafnrétti, þótt hvort tveggja sé góðra gjalda vert. Til að ná kjarajafnrétti verðum við að breyta verðmætamati okkar á þann veg að við viðurkennum kvenlæg gildi til jafns við hin karllægu. Það þýðir ekki gjaldfellingu á karllægum gildum þótt þau missi algildingu sína. Það felur því ekki í sér neina niðurlægingu fyrir karla, en það þýðir að við hverfum frá núverandi niðurlægingu fyrir konur. Þar til við höfum nálgast það markmið verður jafnrétti kynjanna aldrei annað en réttur kvenna til að hegða sér eins og karlar. Jafnrétti almennt séð næst ekki á meðan við höldum áfram að tigna hinn testosteronfyllta karl sem rakið getur ættir sínar til Noregskonunga og er reiðubúinn til þess að láta næsta endalausa viðveru á vinnustað ganga fyrir öllu öðru í tilverunni. Við verðum að byrja á því að viðurkenna kynjaða kynþáttarembu okkar og glíma við hana af festu.Greinin er önnur grein af þremur um jafnréttismál.Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður Stéttarfélags lögfræðingaBragi Skúlason formaður FræðagarðsHugrún R. Hjaltadóttir formaður Félags íslenskra félagsvísindamannaRagnheiður Bóasdóttir formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna StjórnarráðsinsSigrún Guðnadóttir formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðingaÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun