Höfnuðu fimm milljóna króna bótakröfu sonar Einars Boom Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 10:18 Einar Ingi Marteinsson fór fram á 74 milljónir í bætur frá ríkinu en málinu var vísað frá. Sonur hans fær ekki fimm milljónir í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljóna króna bótakröfu sonar Einars Marteinssonar, einnig þekktur sem Einar Boom sem gegndi um tíma forsetaembætti hjá vélhjólasamtökunum Hells Angels, Vítisenglum, hér á landi. Einar sat í gæsluvarðhaldi nánast samfleitt í sex mánuði fyrri hluta árs 2012 grunaður um aðild að umfangsmiklu líkamsárásarmáli í kringum jólin 2011. Hann var sýknaður í meðferð málsins í héraði og Hæstiréttur staðfesti þann dóm sömuleiðis.Áfall fyrir þriggja ára drengÍ kröfu sonarins kemur fram að hann telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna handtökunnar og varðhaldinu, miskinn sér verulegur. Gæsluvarðhaldsvist svo nákomins ástvinar feli í sér miska fyrir hluteigandi. Þá hafi heimilislífið tekið verulegum breytingum, fjarvera Einars valdið honum miklum kvíða, angist og vanlíðan. Máli hafi fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum sem hafi aukið á erfiðleikana og miskann. Það hafi verið mikið áfall fyrir þriggja ára dreng að missa föður sinn af heimilinu.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að málatilbúnaður sonarins sé að miklu leyti byggður upp þannig að hæglega gæti verið um mál föður hans, Einars, fremur en hans sjálfs. Aðilar ákomnir sökuðum einstaklingi geti ekki sjálfstætt byggt bótarétt á ákvæðinu á þeim grundvelli að þeir hafi orðið fyrir fjártjóni eða miska vegna aðgerða sem beindust að honum. Þá hefur það verið talin almenn regla í skaðabótarétti að tjón sem þriðji maður hlýtur af andlegu áfalli vegna líkamstjóns annars falli utan skaðabótaréttar. Hið sama verði að telja gilda um miskabætur handa þriðja aðila. Var íslenska ríkið því sýknað en um gjafsóknarmál var að ræða.Vildi 74 milljónir í bætur Einar hefur sjálfur stefnt ríkinu fyrir gæsluvarðhaldið en málinu var vísað frá á sínum tíma. Einar fór fram á 74 milljónir króna í bætur en málinu var vísað frá á þeim grundvelli að engin sönnun lægi fyrir um það tjón sem Einar taldi sig hafa orðið fyrir.Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að tveir sérfræðingar, geðlæknir og lagaprófessor, hefðu verið fengnir til að meta hvort og hvaða afleiðingar gæsluvarðhaldið hefði haft á Einar. Í stefnunni á sínum tíma kom fram að Einari hefði liðið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi hans eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið. Hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun á háu stigi.Fjórir hlutu þunga dóma fyrir líkamsárásina. Þann þyngsta hlaut Andrea Unnarsdóttir eða fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti. Jón Ólafsson, kærasti Andreu, fékk fjögur og hálft ár eins og Elías Jónsson. Þá Óttar Gunnarsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Einar var hins vegar sýknaður. Tengdar fréttir Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15 Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00 Dómurinn yfir Andreu þyngdur um eitt ár - Einar Boom er frjáls maður Hæstiréttur dæmdi í dag Andreu Unnarsdóttur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás sem var gerð fyrir jólin 2011. Árásin var mjög gróf en hópur fólks réðst á unga konu og veitti henni alvarlega áverka. 31. janúar 2013 16:30 Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljóna króna bótakröfu sonar Einars Marteinssonar, einnig þekktur sem Einar Boom sem gegndi um tíma forsetaembætti hjá vélhjólasamtökunum Hells Angels, Vítisenglum, hér á landi. Einar sat í gæsluvarðhaldi nánast samfleitt í sex mánuði fyrri hluta árs 2012 grunaður um aðild að umfangsmiklu líkamsárásarmáli í kringum jólin 2011. Hann var sýknaður í meðferð málsins í héraði og Hæstiréttur staðfesti þann dóm sömuleiðis.Áfall fyrir þriggja ára drengÍ kröfu sonarins kemur fram að hann telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna handtökunnar og varðhaldinu, miskinn sér verulegur. Gæsluvarðhaldsvist svo nákomins ástvinar feli í sér miska fyrir hluteigandi. Þá hafi heimilislífið tekið verulegum breytingum, fjarvera Einars valdið honum miklum kvíða, angist og vanlíðan. Máli hafi fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum sem hafi aukið á erfiðleikana og miskann. Það hafi verið mikið áfall fyrir þriggja ára dreng að missa föður sinn af heimilinu.Í niðurstöðu dómsins kemur fram að málatilbúnaður sonarins sé að miklu leyti byggður upp þannig að hæglega gæti verið um mál föður hans, Einars, fremur en hans sjálfs. Aðilar ákomnir sökuðum einstaklingi geti ekki sjálfstætt byggt bótarétt á ákvæðinu á þeim grundvelli að þeir hafi orðið fyrir fjártjóni eða miska vegna aðgerða sem beindust að honum. Þá hefur það verið talin almenn regla í skaðabótarétti að tjón sem þriðji maður hlýtur af andlegu áfalli vegna líkamstjóns annars falli utan skaðabótaréttar. Hið sama verði að telja gilda um miskabætur handa þriðja aðila. Var íslenska ríkið því sýknað en um gjafsóknarmál var að ræða.Vildi 74 milljónir í bætur Einar hefur sjálfur stefnt ríkinu fyrir gæsluvarðhaldið en málinu var vísað frá á sínum tíma. Einar fór fram á 74 milljónir króna í bætur en málinu var vísað frá á þeim grundvelli að engin sönnun lægi fyrir um það tjón sem Einar taldi sig hafa orðið fyrir.Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að tveir sérfræðingar, geðlæknir og lagaprófessor, hefðu verið fengnir til að meta hvort og hvaða afleiðingar gæsluvarðhaldið hefði haft á Einar. Í stefnunni á sínum tíma kom fram að Einari hefði liðið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi hans eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið. Hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun á háu stigi.Fjórir hlutu þunga dóma fyrir líkamsárásina. Þann þyngsta hlaut Andrea Unnarsdóttir eða fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti. Jón Ólafsson, kærasti Andreu, fékk fjögur og hálft ár eins og Elías Jónsson. Þá Óttar Gunnarsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Einar var hins vegar sýknaður.
Tengdar fréttir Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15 Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00 Dómurinn yfir Andreu þyngdur um eitt ár - Einar Boom er frjáls maður Hæstiréttur dæmdi í dag Andreu Unnarsdóttur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás sem var gerð fyrir jólin 2011. Árásin var mjög gróf en hópur fólks réðst á unga konu og veitti henni alvarlega áverka. 31. janúar 2013 16:30 Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Engar 75 milljónir til Einars Boom Máli Einars Inga Marteinssonar, fyrrverandi foringja Hells Angels, gegn íslenska ríkinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 27. febrúar 2014 09:15
Meta andlegt tjón Einars Boom Tveir sérfræðingar munu meta hvort Einar Ingi Marteinsson, best þekktur sem Einar Boom, hafi orðið fyrir tjóni þegar hann var settur í gæsluvarðhald árið 2012. 21. febrúar 2015 12:00
Dómurinn yfir Andreu þyngdur um eitt ár - Einar Boom er frjáls maður Hæstiréttur dæmdi í dag Andreu Unnarsdóttur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás sem var gerð fyrir jólin 2011. Árásin var mjög gróf en hópur fólks réðst á unga konu og veitti henni alvarlega áverka. 31. janúar 2013 16:30
Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Máli Einars Boom gegn íslenska ríkinu var þingfest í dag. 13. júní 2014 13:26