

Gerum betur í heilbrigðismálum
Risalækningar
Málið þróaðist í umræðunni í nokkra daga og það fóru að renna á ýmsa tvær grímur. Hverjir voru þessir aðilar? Hvaðan koma sjúklingar? Hvert ætlar þessi risastofnun að sækja sér fagfólk? Ég tel að á einmitt á því atriði hafi mjög brotið hvað varðar almenningsálitið. Þetta minnti okkur nefnilega óþyrmilega á hvernig búið er að starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að öllum líkindum hefðum við ekki roð við harðsnúnum samkeppnisaðila á þessu sviði hér á heimavelli eins og aðstæður eru í dag. Staðreyndin er auðvitað sú eins og allir vita að við búum þegar við takmarkaðan fjölda sérmenntaðra heilbrigðisstarfsmanna í heilbrigðisþjónustunni. Mín reynsla er sú að almennt sé um mjög hæft fólk að ræða sem á greiðan aðgang að spennandi og góðum störfum í heilbrigðisþjónustu víða um heim og það hefur eðlilega freistað margra.
Umhugsunarefni
Þau risaplön sem nú virðast runnin út í sandinn um sinn eiga ekki að vera til nokkurs annars en að vera tímabær áminning um það að við þurfum að hlúa betur að starfsfólki í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er liðin tíð að menntað heilbrigðisstarfsfólk líti á það sem sjálfgefið að hlutskipti að starfa í íslensku heilbrigðiskerfi um aldur og ævi. Við erum í samkeppni um hæfasta fólkið á heimsvísu. Í umræðunni ber launamálin gjarnan hæst og þau eru sérstakt umhugsunarefni, bæði almennt gagnvart heilbrigðisstarfsfólki og svo hins vegar innbyrðis milli einstakra starfsstétta. Þar ríkir talsvert misrétti, bæði með tilliti til menntunar og ábyrgðar.
En það eru fleiri atriði sem við þurfum að færa til betri vegar hvað varðar starfsumhverfi heilbrigðisstétta. Vinnuaðstæður og búnaður er víða algjörlega ófullnægjandi með hliðsjón af nágrannalöndum okkar. Þetta atriði hefur verið til umræðu hér á landi um langa hríð, einkum snúist um Landspítala en víðast úti á landi hafa stofnanir verið algjörlega vanræktar sem valdið hefur röskun og erfiðum rekstri. Það eru auknar kröfur um endur- og símenntun sem við þurfum líka að svara, námsleyfi og svigrúm til að kynna sér framfarir og þróun í hverri sérgrein. Heilbrigðisþjónusta er síhvikult og lifandi svið og það er mikið í húfi.
Landsbyggðin
Sérstakt áhugaefni mitt er auðvitað starfsumhverfi þeirra sem búa og starfa á landsbyggðinni. Starfseiningar eru gjarnan litlar og mikil ábyrgð hvílir á fáum herðum. Þar eru mál oft leyst með aðdáunarverðum hætti við mjög þröngan kost. Staðreyndin er nefnilega sú að á góðæristímabili núverandi ríkisstjórnar hefur enn fjarað undan heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Það vantar nokkur hundruð milljónir inn í rekstur heilbrigðisstofnana og ákall, beiðnir og greinargerðir til stjórnvalda frá öllum þessum stofnunum hafa engu breytt. Yfirlýsingar stjórnvalda um annað breyta þar engu. Til hvers hefur þetta leitt?
Svarið er einfalt, fagfólk er færra, álagið hefur aukist, þjónusta hefur dregist saman, vanskil aukist og eru víða komin á alvarlegt stig. Þetta er óviðunandi fyrir íbúa á landsbyggðinni sem þó hafa sýnt mikið langlundargeð, þeir eru þó stöðugt uggandi. Heilbrigðisþjónusta er ein af meginstoðunum í hverju samfélagi og óbreytt ástand ýtir undir búferlaflutninga. Hugurinn hvarflar að hinu margtuggða hugtaki landsbyggðarstefna stjórnvalda. Eiga íbúar virkilega að sætta sig við þessa birtingarmynd? Krafan er vitanlega sú að þeirri þróun sem við höfum upplifað síðustu ár verði snúið við á raunverulegan hátt, að því munu jafnaðarmenn vinna. Það er enn hægt en við höfum takmarkaðan tíma.
Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun

Friðun Grafarvogs
Stefán Jón Hafstein skrifar

Torfærur, hossur og hristingar!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi
Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar

Við munum aldrei fela okkur aftur
Kári Garðarsson skrifar

Er Kópavogsbær vel rekinn?
Bergljót Kristinsdóttir skrifar

Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar

Um sjónarhorn og sannleika
Líf Magneudóttir skrifar

Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við?
Einar G. Harðarson skrifar

Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Málþóf og/eða lýðræði?
Elín Íris Fanndal skrifar

Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar?
Arnar Þór Ingólfsson skrifar

Ísafjarðarbær í Bestu deild
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig
Birgir Dýrfjörð skrifar

Atvinnufrelsi!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Að mása eða fara í golf
Jón Pétur Zimsen skrifar

Leiðréttum kerfisbundið misrétti
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sparnaðarráð fyrir ferðalagið
Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar

Samráðsdagar á Kjalarnesi
Ævar Harðarson skrifar

Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að mása sig hása til að tefja
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Sjónarspil í Istanbul
Gunnar Pálsson skrifar

Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn
Hannes S. Jónsson skrifar

Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Gangast við mistökum
Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar