Kristrún Ösp hefur glímt við þunglyndi og kvíða: „Sem betur fer áttaði ég mig og fékk hjálp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2016 12:25 Kristrún Ösp var mikið í fjölmiðlum. Vísir/kristrún Ösp/akureyri vikublað „Mér fannst spennandi að fá alla þessa athygli í byrjun enda snerist lífið um að djamma og hafa gaman þegar ég var 17, 18 ára. En eftir fyrstu umfjöllun var ekki auðveldlega aftur snúið,“ segir Kristrún Ösp Bjarkardóttir, í ítarlegu viðtali við Akureyri Vikublað sem kom út í dag. Í viðtalinu fer hún um víðan völl og talar um fjölmiðlaathyglina, þunglyndi, kvíðann og að í dag séu hún virkilega hamingjusöm. Kristrún Ösp var á sínum tíma mikið í fjölmiðlum á Íslandi en hún var góð vinkona knattspyrnumannsins Dwight York og er barnsmóðir lögmannsins Sveins Andra Sveinssonar. Kristrún er búsett á Akureyri þar sem hún er í viðskiptalögfræði í fjarnámi frá Háskólanum á Bifröst. Hún er í sambandi með snjóbrettakennaranum Viktori Helga Hjartarsyni og eiga þau von á barni. Fyrir á hún Baltasar Börk sem er fjögurra ár.Vildi ekki kynna hann fyrir neinum „Ég hafði verið ein síðan Baltasar fæddist enda vildi ég ekki kynna hann fyrir neinum manni nema vera alveg viss um sambandið. Það bara gerðist eitthvað þegar við Viktor hittumst. Við fundum strax hvað þetta var rétt og fórum fljótt að búa saman. Þeim Baltasar kemur líka mjög vel saman. Það er eiginlega eins og þeir hafi alltaf þekkst,“ segir hún í samtali við Akureyri Vikublað en hún gengur einnig með strák að þessu sinni. Í viðtalinu segir Kristrún frá því þegar hún greindist með fæðingarþunglyndi eftir að hún eignaðist Baltasar. „Mér leið ekki vel á meðgöngunni og hef eflaust verið með meðgönguþunglyndi líka. Eftir fæðinguna var ég undir miklu álagi. Ég var einstæð, í námi, hafði stofnað vefsíðuna hun.is, var undir áreiti fjölmiðla og á milli tannanna á fólki auk þess sem Baltasar Börkur var óvært barn. Ég ætlaði að vera svo fullkomin og gera þetta allt 100 prósent og var ákveðin í að harka þetta af mér. Sem betur fer áttaði ég mig og fékk hjálp en ekki fyrr en hann var orðinn tveggja ára.“Ónæm fyrir umræðunni Í dag hefur Kristrún jafnað sig á þunglyndinu en glímir enn við kvíða. „Ég hef verið á lyfjum síðan ég leitaði mér hjálpar en finn þó af og til fyrir kvíðanum. Það skrítna er að kvíðinn getur blossað upp undir ótrúlegustu kringumstæðum. Þetta er svo óútreiknanlegt. Allt í einu hringsnýst allt, maginn fer á hvolf og ég finn fyrir ógleði. Svo næ ég mér á strik en er næstu daga að jafna mig í maganum, er þreytt og buguð. Það er erfitt að útskýra þetta.“ Eins og áður segir á hún barn með lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni en hann hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin misseri. „Ég er eiginlega ónæm fyrir umræðunni um Svein Andra. Þetta hefur verið í gangi síðan ég var ófrísk. Við Sveinn erum í ágætis sambandi, við gerum það besta úr þeirri stöðu að við eigum barn saman og það finnst mér að fleiri mættu taka til fyrirmyndar. Það gengur allt betur í sátt og samlyndi, sér í lagi þegar börn eru í spilinu. Ég veit að hann er góður pabbi, hann má eiga það, hann er góður við börnin sín og það er það eina sem skiptir mig máli.“ Tengdar fréttir Kristrún Ösp eyddi afmælisdeginum í læknastúss "Það er ekki sjálfgefið að eldast og við ættum ávallt að hafa það í huga," segir Kristrún Ösp athafnakona... 4. júní 2013 15:45 Gjörbreytt Kristrún Ösp Kristrún Ösp Barkardóttir, ein af stjórnendum vefsíðunnar Hún.is, hefur litað hárið brúnt en fyrir var hún ljóshærð. Ef myndirnar eru bornar saman af Kristrúnu má sjá að hún er gjörbreytt í útliti. 24. mars 2013 09:15 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Mér fannst spennandi að fá alla þessa athygli í byrjun enda snerist lífið um að djamma og hafa gaman þegar ég var 17, 18 ára. En eftir fyrstu umfjöllun var ekki auðveldlega aftur snúið,“ segir Kristrún Ösp Bjarkardóttir, í ítarlegu viðtali við Akureyri Vikublað sem kom út í dag. Í viðtalinu fer hún um víðan völl og talar um fjölmiðlaathyglina, þunglyndi, kvíðann og að í dag séu hún virkilega hamingjusöm. Kristrún Ösp var á sínum tíma mikið í fjölmiðlum á Íslandi en hún var góð vinkona knattspyrnumannsins Dwight York og er barnsmóðir lögmannsins Sveins Andra Sveinssonar. Kristrún er búsett á Akureyri þar sem hún er í viðskiptalögfræði í fjarnámi frá Háskólanum á Bifröst. Hún er í sambandi með snjóbrettakennaranum Viktori Helga Hjartarsyni og eiga þau von á barni. Fyrir á hún Baltasar Börk sem er fjögurra ár.Vildi ekki kynna hann fyrir neinum „Ég hafði verið ein síðan Baltasar fæddist enda vildi ég ekki kynna hann fyrir neinum manni nema vera alveg viss um sambandið. Það bara gerðist eitthvað þegar við Viktor hittumst. Við fundum strax hvað þetta var rétt og fórum fljótt að búa saman. Þeim Baltasar kemur líka mjög vel saman. Það er eiginlega eins og þeir hafi alltaf þekkst,“ segir hún í samtali við Akureyri Vikublað en hún gengur einnig með strák að þessu sinni. Í viðtalinu segir Kristrún frá því þegar hún greindist með fæðingarþunglyndi eftir að hún eignaðist Baltasar. „Mér leið ekki vel á meðgöngunni og hef eflaust verið með meðgönguþunglyndi líka. Eftir fæðinguna var ég undir miklu álagi. Ég var einstæð, í námi, hafði stofnað vefsíðuna hun.is, var undir áreiti fjölmiðla og á milli tannanna á fólki auk þess sem Baltasar Börkur var óvært barn. Ég ætlaði að vera svo fullkomin og gera þetta allt 100 prósent og var ákveðin í að harka þetta af mér. Sem betur fer áttaði ég mig og fékk hjálp en ekki fyrr en hann var orðinn tveggja ára.“Ónæm fyrir umræðunni Í dag hefur Kristrún jafnað sig á þunglyndinu en glímir enn við kvíða. „Ég hef verið á lyfjum síðan ég leitaði mér hjálpar en finn þó af og til fyrir kvíðanum. Það skrítna er að kvíðinn getur blossað upp undir ótrúlegustu kringumstæðum. Þetta er svo óútreiknanlegt. Allt í einu hringsnýst allt, maginn fer á hvolf og ég finn fyrir ógleði. Svo næ ég mér á strik en er næstu daga að jafna mig í maganum, er þreytt og buguð. Það er erfitt að útskýra þetta.“ Eins og áður segir á hún barn með lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni en hann hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin misseri. „Ég er eiginlega ónæm fyrir umræðunni um Svein Andra. Þetta hefur verið í gangi síðan ég var ófrísk. Við Sveinn erum í ágætis sambandi, við gerum það besta úr þeirri stöðu að við eigum barn saman og það finnst mér að fleiri mættu taka til fyrirmyndar. Það gengur allt betur í sátt og samlyndi, sér í lagi þegar börn eru í spilinu. Ég veit að hann er góður pabbi, hann má eiga það, hann er góður við börnin sín og það er það eina sem skiptir mig máli.“
Tengdar fréttir Kristrún Ösp eyddi afmælisdeginum í læknastúss "Það er ekki sjálfgefið að eldast og við ættum ávallt að hafa það í huga," segir Kristrún Ösp athafnakona... 4. júní 2013 15:45 Gjörbreytt Kristrún Ösp Kristrún Ösp Barkardóttir, ein af stjórnendum vefsíðunnar Hún.is, hefur litað hárið brúnt en fyrir var hún ljóshærð. Ef myndirnar eru bornar saman af Kristrúnu má sjá að hún er gjörbreytt í útliti. 24. mars 2013 09:15 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Kristrún Ösp eyddi afmælisdeginum í læknastúss "Það er ekki sjálfgefið að eldast og við ættum ávallt að hafa það í huga," segir Kristrún Ösp athafnakona... 4. júní 2013 15:45
Gjörbreytt Kristrún Ösp Kristrún Ösp Barkardóttir, ein af stjórnendum vefsíðunnar Hún.is, hefur litað hárið brúnt en fyrir var hún ljóshærð. Ef myndirnar eru bornar saman af Kristrúnu má sjá að hún er gjörbreytt í útliti. 24. mars 2013 09:15