Afslættir veittir af öryggi starfsmanna á uppgangstíma í þjóðfélaginu Herdís Sigurjónsdóttir skrifar 16. mars 2016 23:00 Áskoranir atvinnulífsins í öryggismálum var yfirskrift forvarnaráðstefnu Vinnueftirlitsins og VÍS sem ég sat fyrir skemmstu. Þegar ég leit yfir troðfullan sal af stærri gerðinni, fylltist ég öryggiskennd og hugsaði með mér að nú væri þetta loksins að koma. Margt hefur áunnist í öryggismálum en þó virðist okkur Íslendingum enn vera of tamt að gefa afslátt af öryggisreglum, ekki síst þegar mikið liggur við. Ástæður þess eru rannsóknarefni, en mögulega hefur baráttan við óblíð náttúruöfl í landi elds og ísa mótað okkur. Hefðin í samfélaginu er að bretta upp ermar og redda hlutunum í snarhasti, hver með sínu nefi. Kapp er kostur! Þetta styðja niðurstöður rannsóknar um orsakir vinnuslysa. Þar kom fram að stjórnendur töldu helstu ástæður vinnuslysa vera þær, að starfsmenn væru að stytta sér leið, að ekki væri farið eftir settum reglum og kæruleysi. Tölur sýna að þegar hagsveiflan er upp á við fjölgar vinnuslysum og eru ástæður meðal annars aukið kapp og fleira óþjálfað starfsfólk við störf. Fátt er fyrirtækjum dýrara en einmitt óunnir vinnudagar af völdum vinnuslysa sem hægt hefði verið að fyrirbyggja með skýrum vinnuferlum og öryggisþjálfun. Staðreyndin er nefnilega sú að slysin gera yfirleitt boð á undan sér! Það er mikilvægt að greina hættur í umhverfinu til að fyrirbyggja óhöpp, enda hefur það keðjuverkandi áhrif ef rekstur stöðvast. Öryggismenning þarf að vera hluti af fyrirtækjamenningunni og þurfa stjórnendur að draga vagninn til að það takist. Stefnur fyrirtækja um öryggi og velferð eru nefnilega ekki settar til skrauts heldur til að tryggja öryggi starfsmanna og rekstur fyrirtækisins. Það er bein fylgni á milli rekstrarárangurs og öryggis í vinnuumhverfi. Beinn sparnaður felst meðal annars í færri fjarvistardögum og minni kostnaði vegna miska. Óbeinn ávinningur felst í aukinni framleiðni vegna einfaldari og öruggari vinnuferla, meiri starfsánægju og minni starfsmannaveltu. Jákvæðu fréttirnar fyrir íslenskt atvinnulíf eru þær að vaxandi vitund er meðal fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi um mikilvægi öryggismála. Fleiri stjórnendur hafa áttað sig á ábyrgð sinni og mikilvægi þess að fá starfsmenn til liðs við sig til að tryggja órofinn rekstur og að allir skili sér heilir heim að vinnudegi loknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir atvinnulífsins í öryggismálum var yfirskrift forvarnaráðstefnu Vinnueftirlitsins og VÍS sem ég sat fyrir skemmstu. Þegar ég leit yfir troðfullan sal af stærri gerðinni, fylltist ég öryggiskennd og hugsaði með mér að nú væri þetta loksins að koma. Margt hefur áunnist í öryggismálum en þó virðist okkur Íslendingum enn vera of tamt að gefa afslátt af öryggisreglum, ekki síst þegar mikið liggur við. Ástæður þess eru rannsóknarefni, en mögulega hefur baráttan við óblíð náttúruöfl í landi elds og ísa mótað okkur. Hefðin í samfélaginu er að bretta upp ermar og redda hlutunum í snarhasti, hver með sínu nefi. Kapp er kostur! Þetta styðja niðurstöður rannsóknar um orsakir vinnuslysa. Þar kom fram að stjórnendur töldu helstu ástæður vinnuslysa vera þær, að starfsmenn væru að stytta sér leið, að ekki væri farið eftir settum reglum og kæruleysi. Tölur sýna að þegar hagsveiflan er upp á við fjölgar vinnuslysum og eru ástæður meðal annars aukið kapp og fleira óþjálfað starfsfólk við störf. Fátt er fyrirtækjum dýrara en einmitt óunnir vinnudagar af völdum vinnuslysa sem hægt hefði verið að fyrirbyggja með skýrum vinnuferlum og öryggisþjálfun. Staðreyndin er nefnilega sú að slysin gera yfirleitt boð á undan sér! Það er mikilvægt að greina hættur í umhverfinu til að fyrirbyggja óhöpp, enda hefur það keðjuverkandi áhrif ef rekstur stöðvast. Öryggismenning þarf að vera hluti af fyrirtækjamenningunni og þurfa stjórnendur að draga vagninn til að það takist. Stefnur fyrirtækja um öryggi og velferð eru nefnilega ekki settar til skrauts heldur til að tryggja öryggi starfsmanna og rekstur fyrirtækisins. Það er bein fylgni á milli rekstrarárangurs og öryggis í vinnuumhverfi. Beinn sparnaður felst meðal annars í færri fjarvistardögum og minni kostnaði vegna miska. Óbeinn ávinningur felst í aukinni framleiðni vegna einfaldari og öruggari vinnuferla, meiri starfsánægju og minni starfsmannaveltu. Jákvæðu fréttirnar fyrir íslenskt atvinnulíf eru þær að vaxandi vitund er meðal fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi um mikilvægi öryggismála. Fleiri stjórnendur hafa áttað sig á ábyrgð sinni og mikilvægi þess að fá starfsmenn til liðs við sig til að tryggja órofinn rekstur og að allir skili sér heilir heim að vinnudegi loknum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar