Brot barnanna ákall á hjálp Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 3. september 2016 13:00 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur rannsakað bakgrunn þeirra sem eru vistaðir í fangelsi. Fréttablaðið/Valgarður Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur tekur undir með Herði Jóhannessyni sem segir í helgarviðtali Fréttablaðsins í dag að afbrot ungmenna verði aldrei leyst eingöngu með refsingum. „Upptökuheimili ungmenna heyra nú nánast sögunni til og hertar refsingar hvorki fækka brotum né skila ungmennum á farsælan hátt út í samfélagið að nýju. Brot barnanna eru oft einsog ákall á athygli og hjálp enda er þessi hópur yfirleitt afskiptur og vanræktur,“ segir Helgi og segir miklu skipta að vinna með síbrotaunglingum í þeirra nánasta umhverfi. „Í tengslum við bakland þeirra sem yfirleitt er veikt,“ bendir Helgi á og segir margvíslega örðugleika eins og ofvirkni eða lesblindu koma iðulega í ljós og taka verði á þeim um leið og stuðningur við fjölskylduna er efldur.Hækkun sakhæfisaldurs Tíð búsetuskipti einkenni oft síbrotaunglinga með tilheyrandi rofi á félagstengslum. „Við ættum alvarlega að íhuga hækkun sakhæfisaldurs í 18 ár við endurskoðun kerfisins. Ákærumeðferð barns ýtir jafnvel undir ný brot eins og rannsóknir hafa sýnt og spurning hvort önnur úrræði eigi ekki að vera meira ráðandi. Sáttamiðlun milli gerenda og þolenda gæti í þessu samhengi skipað hærri sess í málefnum ungmenna. Að ungmennum á glapstigum sé gerð grein fyrir afleiðingum brota sinna fyrir þolendur og samfélagið allt um leið og þau fá tækifæri til að bæta fyrir brotið og sjá raunhæfa möguleika að tengjast því á uppbyggilegan hátt í framtíðinni.“Fortíðin blóraböggull Hörður nefnir að þeir sem nái aldrei að snúa við blaðinu séu þeir sem ná ekki að sættast við bernskuna. Helgi segir rannsóknir sínar í fangelsum hafi leitt í ljós að margir síbrotamanna beri þungar klyfjar úr bernsku sem þeir telji rótina að vanda sínum. „Umkomuleysi, vanræksla og ofbeldi í bland við mikla óreglu á æskuheimilinu eru algeng stef. Um leið og þeir fá aðstoð til að takast á við þennan bagga úr æsku sinni til að lifa í sátt við hann verða þeir einnig að átta sig á að fortíðin má aldrei verða blóraböggull eða réttlæting á nýjum brotum. Ábyrgðarkennd á eigin lífi verður að rækta og efla,“ segir Helgi.Brýnt að efla menntun Hörður segir lögreglu í góðri aðstöðu til að beita sér og Helgi tekur undir það og einnig þá afstöðu Harðar að stundum þurfi afskiptin ekki að vera mikil af hálfu lögreglu til að beina börnum á réttar brautir. „Nærvera lögreglu er mikilvæg þegar hlutir fara úr böndum til að skakka leikinn, t.d. á heimilinu eða þegar brotið er á borgaranum. Brýnt er að menntun lögregluþjóna verði efld og flutningur námsins á háskólastig er jákvæður til að gera lögreglunni betur kleift að takast á við erfið og viðkvæm mál í návígi. Fleiri aðilar verða þó að koma að málinu og skiptir miklu að samstarf við ólíka aðila einsog félagsþjónustu og barnavernd sé heildstætt og markvisst í framhaldinu þegar börn undir 18 ára eiga í hlut. Mikil afskipti réttarvörsluaðila af börnum í vanda eru ekki alltaf heppileg,“ segir Helgi. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur tekur undir með Herði Jóhannessyni sem segir í helgarviðtali Fréttablaðsins í dag að afbrot ungmenna verði aldrei leyst eingöngu með refsingum. „Upptökuheimili ungmenna heyra nú nánast sögunni til og hertar refsingar hvorki fækka brotum né skila ungmennum á farsælan hátt út í samfélagið að nýju. Brot barnanna eru oft einsog ákall á athygli og hjálp enda er þessi hópur yfirleitt afskiptur og vanræktur,“ segir Helgi og segir miklu skipta að vinna með síbrotaunglingum í þeirra nánasta umhverfi. „Í tengslum við bakland þeirra sem yfirleitt er veikt,“ bendir Helgi á og segir margvíslega örðugleika eins og ofvirkni eða lesblindu koma iðulega í ljós og taka verði á þeim um leið og stuðningur við fjölskylduna er efldur.Hækkun sakhæfisaldurs Tíð búsetuskipti einkenni oft síbrotaunglinga með tilheyrandi rofi á félagstengslum. „Við ættum alvarlega að íhuga hækkun sakhæfisaldurs í 18 ár við endurskoðun kerfisins. Ákærumeðferð barns ýtir jafnvel undir ný brot eins og rannsóknir hafa sýnt og spurning hvort önnur úrræði eigi ekki að vera meira ráðandi. Sáttamiðlun milli gerenda og þolenda gæti í þessu samhengi skipað hærri sess í málefnum ungmenna. Að ungmennum á glapstigum sé gerð grein fyrir afleiðingum brota sinna fyrir þolendur og samfélagið allt um leið og þau fá tækifæri til að bæta fyrir brotið og sjá raunhæfa möguleika að tengjast því á uppbyggilegan hátt í framtíðinni.“Fortíðin blóraböggull Hörður nefnir að þeir sem nái aldrei að snúa við blaðinu séu þeir sem ná ekki að sættast við bernskuna. Helgi segir rannsóknir sínar í fangelsum hafi leitt í ljós að margir síbrotamanna beri þungar klyfjar úr bernsku sem þeir telji rótina að vanda sínum. „Umkomuleysi, vanræksla og ofbeldi í bland við mikla óreglu á æskuheimilinu eru algeng stef. Um leið og þeir fá aðstoð til að takast á við þennan bagga úr æsku sinni til að lifa í sátt við hann verða þeir einnig að átta sig á að fortíðin má aldrei verða blóraböggull eða réttlæting á nýjum brotum. Ábyrgðarkennd á eigin lífi verður að rækta og efla,“ segir Helgi.Brýnt að efla menntun Hörður segir lögreglu í góðri aðstöðu til að beita sér og Helgi tekur undir það og einnig þá afstöðu Harðar að stundum þurfi afskiptin ekki að vera mikil af hálfu lögreglu til að beina börnum á réttar brautir. „Nærvera lögreglu er mikilvæg þegar hlutir fara úr böndum til að skakka leikinn, t.d. á heimilinu eða þegar brotið er á borgaranum. Brýnt er að menntun lögregluþjóna verði efld og flutningur námsins á háskólastig er jákvæður til að gera lögreglunni betur kleift að takast á við erfið og viðkvæm mál í návígi. Fleiri aðilar verða þó að koma að málinu og skiptir miklu að samstarf við ólíka aðila einsog félagsþjónustu og barnavernd sé heildstætt og markvisst í framhaldinu þegar börn undir 18 ára eiga í hlut. Mikil afskipti réttarvörsluaðila af börnum í vanda eru ekki alltaf heppileg,“ segir Helgi.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira