Brot barnanna ákall á hjálp Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 3. september 2016 13:00 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hefur rannsakað bakgrunn þeirra sem eru vistaðir í fangelsi. Fréttablaðið/Valgarður Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur tekur undir með Herði Jóhannessyni sem segir í helgarviðtali Fréttablaðsins í dag að afbrot ungmenna verði aldrei leyst eingöngu með refsingum. „Upptökuheimili ungmenna heyra nú nánast sögunni til og hertar refsingar hvorki fækka brotum né skila ungmennum á farsælan hátt út í samfélagið að nýju. Brot barnanna eru oft einsog ákall á athygli og hjálp enda er þessi hópur yfirleitt afskiptur og vanræktur,“ segir Helgi og segir miklu skipta að vinna með síbrotaunglingum í þeirra nánasta umhverfi. „Í tengslum við bakland þeirra sem yfirleitt er veikt,“ bendir Helgi á og segir margvíslega örðugleika eins og ofvirkni eða lesblindu koma iðulega í ljós og taka verði á þeim um leið og stuðningur við fjölskylduna er efldur.Hækkun sakhæfisaldurs Tíð búsetuskipti einkenni oft síbrotaunglinga með tilheyrandi rofi á félagstengslum. „Við ættum alvarlega að íhuga hækkun sakhæfisaldurs í 18 ár við endurskoðun kerfisins. Ákærumeðferð barns ýtir jafnvel undir ný brot eins og rannsóknir hafa sýnt og spurning hvort önnur úrræði eigi ekki að vera meira ráðandi. Sáttamiðlun milli gerenda og þolenda gæti í þessu samhengi skipað hærri sess í málefnum ungmenna. Að ungmennum á glapstigum sé gerð grein fyrir afleiðingum brota sinna fyrir þolendur og samfélagið allt um leið og þau fá tækifæri til að bæta fyrir brotið og sjá raunhæfa möguleika að tengjast því á uppbyggilegan hátt í framtíðinni.“Fortíðin blóraböggull Hörður nefnir að þeir sem nái aldrei að snúa við blaðinu séu þeir sem ná ekki að sættast við bernskuna. Helgi segir rannsóknir sínar í fangelsum hafi leitt í ljós að margir síbrotamanna beri þungar klyfjar úr bernsku sem þeir telji rótina að vanda sínum. „Umkomuleysi, vanræksla og ofbeldi í bland við mikla óreglu á æskuheimilinu eru algeng stef. Um leið og þeir fá aðstoð til að takast á við þennan bagga úr æsku sinni til að lifa í sátt við hann verða þeir einnig að átta sig á að fortíðin má aldrei verða blóraböggull eða réttlæting á nýjum brotum. Ábyrgðarkennd á eigin lífi verður að rækta og efla,“ segir Helgi.Brýnt að efla menntun Hörður segir lögreglu í góðri aðstöðu til að beita sér og Helgi tekur undir það og einnig þá afstöðu Harðar að stundum þurfi afskiptin ekki að vera mikil af hálfu lögreglu til að beina börnum á réttar brautir. „Nærvera lögreglu er mikilvæg þegar hlutir fara úr böndum til að skakka leikinn, t.d. á heimilinu eða þegar brotið er á borgaranum. Brýnt er að menntun lögregluþjóna verði efld og flutningur námsins á háskólastig er jákvæður til að gera lögreglunni betur kleift að takast á við erfið og viðkvæm mál í návígi. Fleiri aðilar verða þó að koma að málinu og skiptir miklu að samstarf við ólíka aðila einsog félagsþjónustu og barnavernd sé heildstætt og markvisst í framhaldinu þegar börn undir 18 ára eiga í hlut. Mikil afskipti réttarvörsluaðila af börnum í vanda eru ekki alltaf heppileg,“ segir Helgi. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur tekur undir með Herði Jóhannessyni sem segir í helgarviðtali Fréttablaðsins í dag að afbrot ungmenna verði aldrei leyst eingöngu með refsingum. „Upptökuheimili ungmenna heyra nú nánast sögunni til og hertar refsingar hvorki fækka brotum né skila ungmennum á farsælan hátt út í samfélagið að nýju. Brot barnanna eru oft einsog ákall á athygli og hjálp enda er þessi hópur yfirleitt afskiptur og vanræktur,“ segir Helgi og segir miklu skipta að vinna með síbrotaunglingum í þeirra nánasta umhverfi. „Í tengslum við bakland þeirra sem yfirleitt er veikt,“ bendir Helgi á og segir margvíslega örðugleika eins og ofvirkni eða lesblindu koma iðulega í ljós og taka verði á þeim um leið og stuðningur við fjölskylduna er efldur.Hækkun sakhæfisaldurs Tíð búsetuskipti einkenni oft síbrotaunglinga með tilheyrandi rofi á félagstengslum. „Við ættum alvarlega að íhuga hækkun sakhæfisaldurs í 18 ár við endurskoðun kerfisins. Ákærumeðferð barns ýtir jafnvel undir ný brot eins og rannsóknir hafa sýnt og spurning hvort önnur úrræði eigi ekki að vera meira ráðandi. Sáttamiðlun milli gerenda og þolenda gæti í þessu samhengi skipað hærri sess í málefnum ungmenna. Að ungmennum á glapstigum sé gerð grein fyrir afleiðingum brota sinna fyrir þolendur og samfélagið allt um leið og þau fá tækifæri til að bæta fyrir brotið og sjá raunhæfa möguleika að tengjast því á uppbyggilegan hátt í framtíðinni.“Fortíðin blóraböggull Hörður nefnir að þeir sem nái aldrei að snúa við blaðinu séu þeir sem ná ekki að sættast við bernskuna. Helgi segir rannsóknir sínar í fangelsum hafi leitt í ljós að margir síbrotamanna beri þungar klyfjar úr bernsku sem þeir telji rótina að vanda sínum. „Umkomuleysi, vanræksla og ofbeldi í bland við mikla óreglu á æskuheimilinu eru algeng stef. Um leið og þeir fá aðstoð til að takast á við þennan bagga úr æsku sinni til að lifa í sátt við hann verða þeir einnig að átta sig á að fortíðin má aldrei verða blóraböggull eða réttlæting á nýjum brotum. Ábyrgðarkennd á eigin lífi verður að rækta og efla,“ segir Helgi.Brýnt að efla menntun Hörður segir lögreglu í góðri aðstöðu til að beita sér og Helgi tekur undir það og einnig þá afstöðu Harðar að stundum þurfi afskiptin ekki að vera mikil af hálfu lögreglu til að beina börnum á réttar brautir. „Nærvera lögreglu er mikilvæg þegar hlutir fara úr böndum til að skakka leikinn, t.d. á heimilinu eða þegar brotið er á borgaranum. Brýnt er að menntun lögregluþjóna verði efld og flutningur námsins á háskólastig er jákvæður til að gera lögreglunni betur kleift að takast á við erfið og viðkvæm mál í návígi. Fleiri aðilar verða þó að koma að málinu og skiptir miklu að samstarf við ólíka aðila einsog félagsþjónustu og barnavernd sé heildstætt og markvisst í framhaldinu þegar börn undir 18 ára eiga í hlut. Mikil afskipti réttarvörsluaðila af börnum í vanda eru ekki alltaf heppileg,“ segir Helgi.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira