Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um miðjan dag í gær karlmann, þegar hann reyndi að laumast um borð í eitt af skipum Eimskips, sem á að sigla vestur um haf. Hann var fluttur á lögreglustöð til yfirheyrslu. Þetta er í annað sinn á örfáum dögum sem menn eru gripnir við slíkt, en fyrr í vikunni voru þrír karlmenn handteknir á athafnasvæði Eimskips, þegar þeir voru að reyna að laumast um borð í flutningaskip.
