„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. október 2016 10:46 Móðir barnsins taldi áverkana af mannavöldum og gerði yfirvöldum viðvart. Ekki er vitað hvers eðlis áverkarnir voru. vísir/vilhelm Kristín Björk Viðarsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hins vegar bendi ekkert til þess að ásakanir um ofbeldið eigi við rök að styðjast. Alvarlegar ásakanir á hendur starfsmanninum hafa verið birtar á netinu undir nafnleynd og er málið komið á borð barnaverndar. „Munnleg ásökun barst mér fyrir nokkru frá ákveðnu foreldri og í kjölfar var málið skoðað innanhúss skv. verklagsreglum. M.a. var leitað eftir ráðum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Við athugunina fannst ekkert sem skaut stoðum undir að ásökunin ætti við rök að styðjast, en búið er að senda greinargerð um málið til Skóla- og frístundasviðs,“ segir Kristín Björk í tölvupósti til foreldra.Greint var frá því á Vísi í gær að málið sé komið á borð barnaverndar Kópavogs. Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við leikskólans og var málinu því vísað til næsta sveitarfélags. Barnið er sagt hafa komið heim af leikskólanum sem móðirin taldi af mannavöldum, en ekki liggur fyrir hvers eðlis áverkarnir eru.Ásakanirnar koma illa við starfsfólk Kristín segir ásakanirnar koma illa við starfsfólk leikskólans, en hún hefur ekki viljað tjá sig um hvort umræddur starfsmaður sé enn við störf. „Leikskólar eru bundnir trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum og geta almennt ekki tjáð sig um einstök mál. Fyrir mig sem leikskólastjóra er illmögulegt að verja æru starfsmanna þegar ásakanir eru settar fram nafnlaust á netmiðli eins og hér hefur verið gert, en þó get ég sagt að þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið,“ segir Kristín í tölvupóstinum. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur við málum á borð við þessi, segir málið enn ekki komið til sín. Hins vegar taki það oft nokkra daga fyrir málin að berast.Hlutverk leikskólans að grípa til viðeigandi aðgerða Leikskólinn Korpukot er einkarekinn. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. „Eftirlit með sjálfstætt reknum leikskólum fer fram með ytra mati á þeim auk reglubundins eftirlits en skv. 4. gr. reglugerðar um mat og eftirlit með leikskólum nr. 893/2009 skal ef fram koma vísbendingar um að leikskóli fari ekki að lögum og sinni ekki lögbundnum skyldum sínum, gengið úr skugga um hvort rétt sé og séð til þess að viðeigandi úrbætur séu gerðar sé þess þörf. Tekið er fram að rekstraraðilar og leikskólastjórar sjálfstætt rekinna leikskóla bera ábyrgð á starfsemi þeirra gagnvart Reykjavíkurborg og er það því hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða. Það er hlutverk Reykjavíkurborgar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Varði mál meinta óviðeigandi framkomu gagnvart barni er málsmeðferð barnsins unnin af Barnavernd,“ segir Sigrún. Tengdar fréttir Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Kristín Björk Viðarsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hins vegar bendi ekkert til þess að ásakanir um ofbeldið eigi við rök að styðjast. Alvarlegar ásakanir á hendur starfsmanninum hafa verið birtar á netinu undir nafnleynd og er málið komið á borð barnaverndar. „Munnleg ásökun barst mér fyrir nokkru frá ákveðnu foreldri og í kjölfar var málið skoðað innanhúss skv. verklagsreglum. M.a. var leitað eftir ráðum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Við athugunina fannst ekkert sem skaut stoðum undir að ásökunin ætti við rök að styðjast, en búið er að senda greinargerð um málið til Skóla- og frístundasviðs,“ segir Kristín Björk í tölvupósti til foreldra.Greint var frá því á Vísi í gær að málið sé komið á borð barnaverndar Kópavogs. Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við leikskólans og var málinu því vísað til næsta sveitarfélags. Barnið er sagt hafa komið heim af leikskólanum sem móðirin taldi af mannavöldum, en ekki liggur fyrir hvers eðlis áverkarnir eru.Ásakanirnar koma illa við starfsfólk Kristín segir ásakanirnar koma illa við starfsfólk leikskólans, en hún hefur ekki viljað tjá sig um hvort umræddur starfsmaður sé enn við störf. „Leikskólar eru bundnir trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum og geta almennt ekki tjáð sig um einstök mál. Fyrir mig sem leikskólastjóra er illmögulegt að verja æru starfsmanna þegar ásakanir eru settar fram nafnlaust á netmiðli eins og hér hefur verið gert, en þó get ég sagt að þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið,“ segir Kristín í tölvupóstinum. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur við málum á borð við þessi, segir málið enn ekki komið til sín. Hins vegar taki það oft nokkra daga fyrir málin að berast.Hlutverk leikskólans að grípa til viðeigandi aðgerða Leikskólinn Korpukot er einkarekinn. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. „Eftirlit með sjálfstætt reknum leikskólum fer fram með ytra mati á þeim auk reglubundins eftirlits en skv. 4. gr. reglugerðar um mat og eftirlit með leikskólum nr. 893/2009 skal ef fram koma vísbendingar um að leikskóli fari ekki að lögum og sinni ekki lögbundnum skyldum sínum, gengið úr skugga um hvort rétt sé og séð til þess að viðeigandi úrbætur séu gerðar sé þess þörf. Tekið er fram að rekstraraðilar og leikskólastjórar sjálfstætt rekinna leikskóla bera ábyrgð á starfsemi þeirra gagnvart Reykjavíkurborg og er það því hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða. Það er hlutverk Reykjavíkurborgar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Varði mál meinta óviðeigandi framkomu gagnvart barni er málsmeðferð barnsins unnin af Barnavernd,“ segir Sigrún.
Tengdar fréttir Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48