„Þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. október 2016 10:46 Móðir barnsins taldi áverkana af mannavöldum og gerði yfirvöldum viðvart. Ekki er vitað hvers eðlis áverkarnir voru. vísir/vilhelm Kristín Björk Viðarsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hins vegar bendi ekkert til þess að ásakanir um ofbeldið eigi við rök að styðjast. Alvarlegar ásakanir á hendur starfsmanninum hafa verið birtar á netinu undir nafnleynd og er málið komið á borð barnaverndar. „Munnleg ásökun barst mér fyrir nokkru frá ákveðnu foreldri og í kjölfar var málið skoðað innanhúss skv. verklagsreglum. M.a. var leitað eftir ráðum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Við athugunina fannst ekkert sem skaut stoðum undir að ásökunin ætti við rök að styðjast, en búið er að senda greinargerð um málið til Skóla- og frístundasviðs,“ segir Kristín Björk í tölvupósti til foreldra.Greint var frá því á Vísi í gær að málið sé komið á borð barnaverndar Kópavogs. Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við leikskólans og var málinu því vísað til næsta sveitarfélags. Barnið er sagt hafa komið heim af leikskólanum sem móðirin taldi af mannavöldum, en ekki liggur fyrir hvers eðlis áverkarnir eru.Ásakanirnar koma illa við starfsfólk Kristín segir ásakanirnar koma illa við starfsfólk leikskólans, en hún hefur ekki viljað tjá sig um hvort umræddur starfsmaður sé enn við störf. „Leikskólar eru bundnir trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum og geta almennt ekki tjáð sig um einstök mál. Fyrir mig sem leikskólastjóra er illmögulegt að verja æru starfsmanna þegar ásakanir eru settar fram nafnlaust á netmiðli eins og hér hefur verið gert, en þó get ég sagt að þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið,“ segir Kristín í tölvupóstinum. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur við málum á borð við þessi, segir málið enn ekki komið til sín. Hins vegar taki það oft nokkra daga fyrir málin að berast.Hlutverk leikskólans að grípa til viðeigandi aðgerða Leikskólinn Korpukot er einkarekinn. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. „Eftirlit með sjálfstætt reknum leikskólum fer fram með ytra mati á þeim auk reglubundins eftirlits en skv. 4. gr. reglugerðar um mat og eftirlit með leikskólum nr. 893/2009 skal ef fram koma vísbendingar um að leikskóli fari ekki að lögum og sinni ekki lögbundnum skyldum sínum, gengið úr skugga um hvort rétt sé og séð til þess að viðeigandi úrbætur séu gerðar sé þess þörf. Tekið er fram að rekstraraðilar og leikskólastjórar sjálfstætt rekinna leikskóla bera ábyrgð á starfsemi þeirra gagnvart Reykjavíkurborg og er það því hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða. Það er hlutverk Reykjavíkurborgar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Varði mál meinta óviðeigandi framkomu gagnvart barni er málsmeðferð barnsins unnin af Barnavernd,“ segir Sigrún. Tengdar fréttir Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Kristín Björk Viðarsdóttir, leikskólastjóri á leikskólanum Korpukoti í Grafarvogi, segir meint ofbeldi af hálfu starfsmanns í skólanum hafa verið tilkynnt til opinberra aðila. Hins vegar bendi ekkert til þess að ásakanir um ofbeldið eigi við rök að styðjast. Alvarlegar ásakanir á hendur starfsmanninum hafa verið birtar á netinu undir nafnleynd og er málið komið á borð barnaverndar. „Munnleg ásökun barst mér fyrir nokkru frá ákveðnu foreldri og í kjölfar var málið skoðað innanhúss skv. verklagsreglum. M.a. var leitað eftir ráðum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Við athugunina fannst ekkert sem skaut stoðum undir að ásökunin ætti við rök að styðjast, en búið er að senda greinargerð um málið til Skóla- og frístundasviðs,“ segir Kristín Björk í tölvupósti til foreldra.Greint var frá því á Vísi í gær að málið sé komið á borð barnaverndar Kópavogs. Barnavernd Reykjavíkur var vanhæf í málinu vegna tengsla framkvæmdastjórans við leikskólans og var málinu því vísað til næsta sveitarfélags. Barnið er sagt hafa komið heim af leikskólanum sem móðirin taldi af mannavöldum, en ekki liggur fyrir hvers eðlis áverkarnir eru.Ásakanirnar koma illa við starfsfólk Kristín segir ásakanirnar koma illa við starfsfólk leikskólans, en hún hefur ekki viljað tjá sig um hvort umræddur starfsmaður sé enn við störf. „Leikskólar eru bundnir trúnaði gagnvart skjólstæðingum sínum og geta almennt ekki tjáð sig um einstök mál. Fyrir mig sem leikskólastjóra er illmögulegt að verja æru starfsmanna þegar ásakanir eru settar fram nafnlaust á netmiðli eins og hér hefur verið gert, en þó get ég sagt að þessar ásakanir koma eðlilega illa við starfsfólk sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið,“ segir Kristín í tölvupóstinum. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur við málum á borð við þessi, segir málið enn ekki komið til sín. Hins vegar taki það oft nokkra daga fyrir málin að berast.Hlutverk leikskólans að grípa til viðeigandi aðgerða Leikskólinn Korpukot er einkarekinn. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að þegar um sé að ræða sjálfstætt starfandi leikskóla sé það hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða en að það sé hlutverk borgarinnar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. „Eftirlit með sjálfstætt reknum leikskólum fer fram með ytra mati á þeim auk reglubundins eftirlits en skv. 4. gr. reglugerðar um mat og eftirlit með leikskólum nr. 893/2009 skal ef fram koma vísbendingar um að leikskóli fari ekki að lögum og sinni ekki lögbundnum skyldum sínum, gengið úr skugga um hvort rétt sé og séð til þess að viðeigandi úrbætur séu gerðar sé þess þörf. Tekið er fram að rekstraraðilar og leikskólastjórar sjálfstætt rekinna leikskóla bera ábyrgð á starfsemi þeirra gagnvart Reykjavíkurborg og er það því hlutverk rekstraraðila og leikskólastjóra að grípa til viðeigandi aðgerða. Það er hlutverk Reykjavíkurborgar að tryggja að viðeigandi úrbætur séu gerðar. Varði mál meinta óviðeigandi framkomu gagnvart barni er málsmeðferð barnsins unnin af Barnavernd,“ segir Sigrún.
Tengdar fréttir Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Rannsaka meint ofbeldi á leikskóla í Reykjavík Ungt barn er sagt hafa komið heim til sín með áverka. 12. október 2016 15:48