Þetta kom fyrir unga konu á skyndibitastaðnum Subway á dögunum og brást hún mjög illa við.
Konan öskraði á starfsmann Subway í nokkrar mínútur og lét hann heldur betur heyra það. Hún einfaldlega fór fram á það að hann myndi útbúa Kjötbollubát fyrir sig, og það undir eins.
Atvikið náðist á myndavél og má sjá hér að neðan en ekki er ljóst hvar nákvæmlega atvikið átti sér stað. Sumir í athugasemdakerfinu á YouTube telja þetta vera í Toronto í Kanada.