Innlent

Margar veirur að ganga á sama tíma

Bjarki Ármannsson skrifar
Helst eru það öndunarfærapestir sem nú eru að hrjá landann.
Helst eru það öndunarfærapestir sem nú eru að hrjá landann. Vísir/Vilhelm
Inflúensutilfellum hefur fjölgað hratt undanfarna sólarhringa og álag á Landspítalanum verið mikið. Jón Magnús Kristjánsson, læknir á bráðadeild Landspítalans, segir álagið á deildinni meira nú en oft er vegna þess hve margar veirur eru að ganga á sama tíma.

„Það er áframhaldandi álag á bráðadeildinni vegna inflúensusýkingar og líka vegna annarra smitsjúkdóma sem krefjast þess að sjúklingar þurfa að vera í einangrun,“ segir Jón Magnús. „Það eru öndundarfæraveirur og niðurgangspest.“

Gerðar hafa verið sérstakar ráðstafanir á Landspítala til að reyna að bregðast við aukinni þörf. Búið er að kalla út aukastarfsfólk og gera viðbragðsáætlun til þess að reyna að einangra sjúklinga saman.

Jón Magnús segir ástandið á spítalanum heldur skárra en það var í gær. Fólk er þó hvatt til þess að leita fyrst til heilsugæslu eða læknavaktar vegna flensueinkenna í stað þess að halda beint á bráðadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×