Kanye olli algjöru öngþveiti með óvæntum tónleikum sem ekkert varð af Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2016 14:46 Talið er að allt að fjögur þúsund manns hafi verið við Webster Hall þegar mest var. Vísir/EPA/Twitter Þrátt fyrir að tónleikum rapparans Kanye West á Governors Ball-tónlistarhátíðinni á Randall-eyju í New York hafi verið frestað í gær náði rapparinn hins vegar að skapa algjöran glundroða í borginni með því efna til óvæntra næturtónleika sem ekkert varð úr. Skipuleggjendur Governors Ball tóku þá ákvörðun að aflýsa öllum tónleikum á þriðja degi hátíðarinnar á sunnudag vegna veðurs. Kanye var einn af þeim sem átti að spila á sunnudeginum en tók þess í stað nokkur lög á tónleikum á vegum útvarpsstöðvarinnar Hot 97. Skömmu síðar fóru fregnir að berast um samfélagsmiðla að Kanye væri búinn að plana tónleika á tónleikastaðnum Webster Hall á Manhattan klukkan tvö að staðartíma í síðastliðna nótt. Aðdáendur hröðuðu sér að tónleikastaðnum og á örskömmum tíma myndaðist algjört öngþveiti á götum Manhattan. Talið er að allt rúmlega fjögur þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar mest var á sagði Billboard að ástandið minnti um margt á óeirðir.Kanye show causing chaos out here at Webster Hall. pic.twitter.com/Vowqwa7P9s— Pigeons & Planes (@PigsAndPlans) June 6, 2016 Eiginkona Kanye, Kim Kardashian, birti myndband á Snapchat-reikningi sínum þar sem Kanye sást reyna að ná í borgarstjórann sjálfan Bill de Blasio með það að markmiði að ná fram skyndilokunum á götum í grennd við Webster Hall svo aðdáendur hans gætu haldið partí þar utandyra. Hann fékk því þó ekki framgengt og þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tvö í nótt á austurströnd Bandaríkjanna barst tilkynning frá Webster Hall þess efnis að næturtónleikar Kanye færu ekki fram.New York Daily News greinir frá því að mannmergðin fyrir utan staðinn hafi gert það að verkum að eigendur staðarins tóku þá ákvörðun. Þrátt fyrir þá tilkynningu ákváðu fjöldi þeirra sem mættu á staðinn að bíða í þeirri von að sjá goðið. Þeim varð að ósk sinni þegar West veifaði þeim úr bíl sínum. when @kanyewest is getting mobbed by screaming fans right across your dorm pic.twitter.com/PMVJWD6MAw— Eric Liang (@hiEricLiang) June 6, 2016 Look at this power. It's almost 2 AM & more than half of these people aren't going to get in. pic.twitter.com/sdGyKEhFzi— ronald isley (@yoyotrav) June 6, 2016 Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Þrátt fyrir að tónleikum rapparans Kanye West á Governors Ball-tónlistarhátíðinni á Randall-eyju í New York hafi verið frestað í gær náði rapparinn hins vegar að skapa algjöran glundroða í borginni með því efna til óvæntra næturtónleika sem ekkert varð úr. Skipuleggjendur Governors Ball tóku þá ákvörðun að aflýsa öllum tónleikum á þriðja degi hátíðarinnar á sunnudag vegna veðurs. Kanye var einn af þeim sem átti að spila á sunnudeginum en tók þess í stað nokkur lög á tónleikum á vegum útvarpsstöðvarinnar Hot 97. Skömmu síðar fóru fregnir að berast um samfélagsmiðla að Kanye væri búinn að plana tónleika á tónleikastaðnum Webster Hall á Manhattan klukkan tvö að staðartíma í síðastliðna nótt. Aðdáendur hröðuðu sér að tónleikastaðnum og á örskömmum tíma myndaðist algjört öngþveiti á götum Manhattan. Talið er að allt rúmlega fjögur þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar mest var á sagði Billboard að ástandið minnti um margt á óeirðir.Kanye show causing chaos out here at Webster Hall. pic.twitter.com/Vowqwa7P9s— Pigeons & Planes (@PigsAndPlans) June 6, 2016 Eiginkona Kanye, Kim Kardashian, birti myndband á Snapchat-reikningi sínum þar sem Kanye sást reyna að ná í borgarstjórann sjálfan Bill de Blasio með það að markmiði að ná fram skyndilokunum á götum í grennd við Webster Hall svo aðdáendur hans gætu haldið partí þar utandyra. Hann fékk því þó ekki framgengt og þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tvö í nótt á austurströnd Bandaríkjanna barst tilkynning frá Webster Hall þess efnis að næturtónleikar Kanye færu ekki fram.New York Daily News greinir frá því að mannmergðin fyrir utan staðinn hafi gert það að verkum að eigendur staðarins tóku þá ákvörðun. Þrátt fyrir þá tilkynningu ákváðu fjöldi þeirra sem mættu á staðinn að bíða í þeirri von að sjá goðið. Þeim varð að ósk sinni þegar West veifaði þeim úr bíl sínum. when @kanyewest is getting mobbed by screaming fans right across your dorm pic.twitter.com/PMVJWD6MAw— Eric Liang (@hiEricLiang) June 6, 2016 Look at this power. It's almost 2 AM & more than half of these people aren't going to get in. pic.twitter.com/sdGyKEhFzi— ronald isley (@yoyotrav) June 6, 2016
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira