Innlent

Nafn konunnar sem lést í bílslysi í Hvalfjarðargöngum

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir
Konan sem lést í bílslysi í Hvalfjarðargöngum skömmu fyrir klukkan tvö í gær hét Ingrún Ingólfsdóttir. Hún var 67 ára gömul og lætur eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn.

Slysið varð með þeim hætti að jeppi, á leið til suðurs, hafnaði á öfugum vegarhelmingi í göngunum, tæpum kílómetra frá suðurenda þeirra, og lenti framan á fólksbíl. Ingrún var farþegi í framsæti fólksbílsins en alls voru fimm í bílunum tveimur. Fjórir voru fluttir á gjörgæsludeild Landspítalans en þrír þeirra hafa verið útskrifaðir af gjörgæsludeild en einn er þar enn. 


Tengdar fréttir

Fyrsta banaslysið í Hvalfjarðargöngum

Framkvæmdastjóri Spalar segir umferð í göngunum hafa aukist mikið í ár og styttist í að þau verði sprungin. Hann kallar eftir því að göngin verði tvöfölduð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×