Langflestir launagreiðendur með færri en fimm starfsmenn á launaskránni Þorgeir Helgason skrifar 12. október 2016 07:00 Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands. vísir/anton „Vinnumarkaðurinn er að breytast með þeim hætti að það eru fleiri sem taka af skarið og stofna fyrirtæki. Við sáum mikinn uppgang í þessu í kjölfars hrunsins en þá þurfti margt fólk að leita sér nýrra tækifæra,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Yfir 70 prósent launagreiðenda reka fyrirtæki með færri en fimm launþega, en þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofu Íslands sem birt var í gær. Hjá þessum 11.831 fyrirtækjum starfar að meðaltali rúmlega einn og hálfur starfsmaður. Árelía segir þessa þróun vera í takt við það sem er að gerast á heimsvísu og þá sérstaklega á Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Þessi þróun er einnig í samræmi við fjölgun starfa í ferðamannaiðnaðinum þar sem fólk er að stofna litlar ferðaskrifstofur eða önnur lítil þjónustufyrirtæki,“ segir Árelía, en í gögnunum má sjá umtalsverðar breytingar á milli ára varðandi fjölda launþega. Í byggingariðnaði og mannvirkjagerð og í ferðaþjónustu hefur launþegum fjölgað um sextán prósent á árinu en fjöldi starfa í sjávarútvegi, fræðslustarfsemi og í opinberri stjórnsýslu hefur dregist saman. Langstærstur hluti launþega, eða um 56 prósent þeirra, starfa hjá aðeins 309 launagreiðendum. Samtals eru launagreiðendur í dag rúmlega 16 þúsund talsins en 83 prósent þeirra hafa færri en tíu manns í vinnu. Í tölum Hagstofunnar eru ekki upplýsingar um einyrkja sem eru með rekstur á eigin kennitölu og greiða sjálfum sér laun en slíkt rekstrarform er algengt í byggingariðnaði, landbúnaði, hugverkaiðnaði og í skapandi greinum svo dæmi séu tekin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
„Vinnumarkaðurinn er að breytast með þeim hætti að það eru fleiri sem taka af skarið og stofna fyrirtæki. Við sáum mikinn uppgang í þessu í kjölfars hrunsins en þá þurfti margt fólk að leita sér nýrra tækifæra,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Yfir 70 prósent launagreiðenda reka fyrirtæki með færri en fimm launþega, en þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofu Íslands sem birt var í gær. Hjá þessum 11.831 fyrirtækjum starfar að meðaltali rúmlega einn og hálfur starfsmaður. Árelía segir þessa þróun vera í takt við það sem er að gerast á heimsvísu og þá sérstaklega á Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Þessi þróun er einnig í samræmi við fjölgun starfa í ferðamannaiðnaðinum þar sem fólk er að stofna litlar ferðaskrifstofur eða önnur lítil þjónustufyrirtæki,“ segir Árelía, en í gögnunum má sjá umtalsverðar breytingar á milli ára varðandi fjölda launþega. Í byggingariðnaði og mannvirkjagerð og í ferðaþjónustu hefur launþegum fjölgað um sextán prósent á árinu en fjöldi starfa í sjávarútvegi, fræðslustarfsemi og í opinberri stjórnsýslu hefur dregist saman. Langstærstur hluti launþega, eða um 56 prósent þeirra, starfa hjá aðeins 309 launagreiðendum. Samtals eru launagreiðendur í dag rúmlega 16 þúsund talsins en 83 prósent þeirra hafa færri en tíu manns í vinnu. Í tölum Hagstofunnar eru ekki upplýsingar um einyrkja sem eru með rekstur á eigin kennitölu og greiða sjálfum sér laun en slíkt rekstrarform er algengt í byggingariðnaði, landbúnaði, hugverkaiðnaði og í skapandi greinum svo dæmi séu tekin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira