Nýtt vopn gegn loftslagsvandanum Svavar Hávarðsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Verkefnið hófst árið 2007 og var hvati að því að tókst að uppræta mengunarvanda vegna brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun. Vísir/Vilhelm Hægt er að binda koltvísýring sem steintegund í berglögunum við Hellisheiðarvirkjun að 95 prósentum á aðeins tveimur árum – en ekki öldum eða árþúsundum eins og áður var talið. Aðferðin er ódýrari en aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í sama tilgangi og gæti reynst mikilvæg í baráttunni við loftslagsvandann. Rannsóknarniðurstöður CarbFix loftslagsverkefnisins svokallaða verða birtar í dag í Science, einu útbreiddasta og þekktasta vísindatímariti heims. Unnið hefur verið að verkefninu við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2007. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur verið helsti bakhjarl þess frá því að til þess var stofnað og að því hefur komið fjöldi vísindamanna auk iðnaðarmanna og tæknifólks OR og síðar einnig Orku náttúrunnar. Aðalhöfundur greinarinnar er Jürg Matter, einn vísindamannanna, en nú er ljóst að öll markmið verkefnisins hafa náðst þó áfram verði unnið að frekari framgangi þeirra. Edda Sif Pind Aradóttir, vísindamaður á Þróunarsviði OR, er verkefnisstjóri. Hún segir niðurstöðurnar merkilegar, ekki síst hvað bindingin er hröð í basaltberginu. „Aðferðirnar sem við höfum þróað standa öðrum tilraunum í þessa veru talsvert framar hvað þetta varðar. Þá er þessi aðferð miklu ódýrari en aðrar sem við höfum upplýsingar um. Við áætlum að kostnaður við bindingu hvers tonns sé um 3.500 krónur, sem er helmingur til fjórðungur af þeim fjárhæðum sem gefnar hafa verið upp við samsvarandi verkefni. Við höfum nú í höndunum niðurstöður sem gefa til kynna að heimsbyggðin hafi eignast nýtt vopn í baráttunni við loftslagsvandann.“ Einstakt verkefniEdda Sif Pind AradóttirCarbFix verkefnið er einstakt að því leyti að það tengist beint rekstri jarðvarmavirkjunar og er að mati OR merkilegt dæmi um samstarf vísindasamfélagsins og orkufyrirtækis. Verkefnið hefur notið alþjóðlegra rannsóknarstyrkja, meðal annars frá Evrópusambandinu og Bandaríkjastjórn. CarbFix verkefnið hefur beina tengingu við annað verkefni sem stendur almenningi kannski nær. Við vinnslu þess kviknaði sú hugmynd að hægt væri að beita sams konar aðferð á brennisteinsvetni, sem einnig kemur upp úr borholum með jarðhitavökvanum. Þannig fæddist SulFix þróunarverkefnið. Í því er farið svipað með brennisteinsvetni og koltvísýringinn; það er blandað vatni og dælt niður í berggrunninn þar sem það breytist í pýrít, eða glópagull. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega telur Orka náttúrunnar að mengunarvandinn vegna brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun sé leystur með SulFix verkefninu. Frá því að niðurdæling á jarðhitagösum hófst í stórum stíl í júní 2014 hefur styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti í þéttbýli aldrei farið yfir reglugerðarmörk. Það er ekki síst þekkingunni sem fékkst í CarbFix verkefninu að þakka, samkvæmt upplýsingum frá OR. Um stórt skref er að ræða en Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, lýsti því yfir á sínum tíma að útblástur brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun væri „stærsti umhverfisvandi sem Orkuveitan glímdi við“. Tækniþróun ætluð heimsbyggðinniÞau meginmarkmið sem lagt var upp með við stofnun CarbFix verkefnisins voru þrjú:Að auka skilning á því hvað verður um koltvísýring sem dælt er niður í berggrunninn til langs tíma litiðAð þróa tækni til að binda koltvísýring varanlega í jarðlögumAð gefa út og miðla niðurstöðum rannsókna og tilrauna svo þær geti nýst sem víðast Koltvísýringur, sem kemur upp með jarðhitavökvanum og færi annars út í andrúmsloftið, er bundinn í bergi í grennd virkjunarinnar og eykur þar með grænt gildi orkuframleiðslunnar. Koltvísýringur er um 0,4% útblásturs virkjunarinnar. Með því að leysa koltvísýringinn upp í vatni við niðurdælingu – svipað og í sódavatni – er verulega dregið úr hættu á því að hann sleppi upp á yfirborðið áður en hann binst í formi karbónatsteinda í berggrunninum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Hægt er að binda koltvísýring sem steintegund í berglögunum við Hellisheiðarvirkjun að 95 prósentum á aðeins tveimur árum – en ekki öldum eða árþúsundum eins og áður var talið. Aðferðin er ódýrari en aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í sama tilgangi og gæti reynst mikilvæg í baráttunni við loftslagsvandann. Rannsóknarniðurstöður CarbFix loftslagsverkefnisins svokallaða verða birtar í dag í Science, einu útbreiddasta og þekktasta vísindatímariti heims. Unnið hefur verið að verkefninu við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2007. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur verið helsti bakhjarl þess frá því að til þess var stofnað og að því hefur komið fjöldi vísindamanna auk iðnaðarmanna og tæknifólks OR og síðar einnig Orku náttúrunnar. Aðalhöfundur greinarinnar er Jürg Matter, einn vísindamannanna, en nú er ljóst að öll markmið verkefnisins hafa náðst þó áfram verði unnið að frekari framgangi þeirra. Edda Sif Pind Aradóttir, vísindamaður á Þróunarsviði OR, er verkefnisstjóri. Hún segir niðurstöðurnar merkilegar, ekki síst hvað bindingin er hröð í basaltberginu. „Aðferðirnar sem við höfum þróað standa öðrum tilraunum í þessa veru talsvert framar hvað þetta varðar. Þá er þessi aðferð miklu ódýrari en aðrar sem við höfum upplýsingar um. Við áætlum að kostnaður við bindingu hvers tonns sé um 3.500 krónur, sem er helmingur til fjórðungur af þeim fjárhæðum sem gefnar hafa verið upp við samsvarandi verkefni. Við höfum nú í höndunum niðurstöður sem gefa til kynna að heimsbyggðin hafi eignast nýtt vopn í baráttunni við loftslagsvandann.“ Einstakt verkefniEdda Sif Pind AradóttirCarbFix verkefnið er einstakt að því leyti að það tengist beint rekstri jarðvarmavirkjunar og er að mati OR merkilegt dæmi um samstarf vísindasamfélagsins og orkufyrirtækis. Verkefnið hefur notið alþjóðlegra rannsóknarstyrkja, meðal annars frá Evrópusambandinu og Bandaríkjastjórn. CarbFix verkefnið hefur beina tengingu við annað verkefni sem stendur almenningi kannski nær. Við vinnslu þess kviknaði sú hugmynd að hægt væri að beita sams konar aðferð á brennisteinsvetni, sem einnig kemur upp úr borholum með jarðhitavökvanum. Þannig fæddist SulFix þróunarverkefnið. Í því er farið svipað með brennisteinsvetni og koltvísýringinn; það er blandað vatni og dælt niður í berggrunninn þar sem það breytist í pýrít, eða glópagull. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega telur Orka náttúrunnar að mengunarvandinn vegna brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun sé leystur með SulFix verkefninu. Frá því að niðurdæling á jarðhitagösum hófst í stórum stíl í júní 2014 hefur styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti í þéttbýli aldrei farið yfir reglugerðarmörk. Það er ekki síst þekkingunni sem fékkst í CarbFix verkefninu að þakka, samkvæmt upplýsingum frá OR. Um stórt skref er að ræða en Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, lýsti því yfir á sínum tíma að útblástur brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun væri „stærsti umhverfisvandi sem Orkuveitan glímdi við“. Tækniþróun ætluð heimsbyggðinniÞau meginmarkmið sem lagt var upp með við stofnun CarbFix verkefnisins voru þrjú:Að auka skilning á því hvað verður um koltvísýring sem dælt er niður í berggrunninn til langs tíma litiðAð þróa tækni til að binda koltvísýring varanlega í jarðlögumAð gefa út og miðla niðurstöðum rannsókna og tilrauna svo þær geti nýst sem víðast Koltvísýringur, sem kemur upp með jarðhitavökvanum og færi annars út í andrúmsloftið, er bundinn í bergi í grennd virkjunarinnar og eykur þar með grænt gildi orkuframleiðslunnar. Koltvísýringur er um 0,4% útblásturs virkjunarinnar. Með því að leysa koltvísýringinn upp í vatni við niðurdælingu – svipað og í sódavatni – er verulega dregið úr hættu á því að hann sleppi upp á yfirborðið áður en hann binst í formi karbónatsteinda í berggrunninum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira