Nýtt vopn gegn loftslagsvandanum Svavar Hávarðsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Verkefnið hófst árið 2007 og var hvati að því að tókst að uppræta mengunarvanda vegna brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun. Vísir/Vilhelm Hægt er að binda koltvísýring sem steintegund í berglögunum við Hellisheiðarvirkjun að 95 prósentum á aðeins tveimur árum – en ekki öldum eða árþúsundum eins og áður var talið. Aðferðin er ódýrari en aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í sama tilgangi og gæti reynst mikilvæg í baráttunni við loftslagsvandann. Rannsóknarniðurstöður CarbFix loftslagsverkefnisins svokallaða verða birtar í dag í Science, einu útbreiddasta og þekktasta vísindatímariti heims. Unnið hefur verið að verkefninu við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2007. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur verið helsti bakhjarl þess frá því að til þess var stofnað og að því hefur komið fjöldi vísindamanna auk iðnaðarmanna og tæknifólks OR og síðar einnig Orku náttúrunnar. Aðalhöfundur greinarinnar er Jürg Matter, einn vísindamannanna, en nú er ljóst að öll markmið verkefnisins hafa náðst þó áfram verði unnið að frekari framgangi þeirra. Edda Sif Pind Aradóttir, vísindamaður á Þróunarsviði OR, er verkefnisstjóri. Hún segir niðurstöðurnar merkilegar, ekki síst hvað bindingin er hröð í basaltberginu. „Aðferðirnar sem við höfum þróað standa öðrum tilraunum í þessa veru talsvert framar hvað þetta varðar. Þá er þessi aðferð miklu ódýrari en aðrar sem við höfum upplýsingar um. Við áætlum að kostnaður við bindingu hvers tonns sé um 3.500 krónur, sem er helmingur til fjórðungur af þeim fjárhæðum sem gefnar hafa verið upp við samsvarandi verkefni. Við höfum nú í höndunum niðurstöður sem gefa til kynna að heimsbyggðin hafi eignast nýtt vopn í baráttunni við loftslagsvandann.“ Einstakt verkefniEdda Sif Pind AradóttirCarbFix verkefnið er einstakt að því leyti að það tengist beint rekstri jarðvarmavirkjunar og er að mati OR merkilegt dæmi um samstarf vísindasamfélagsins og orkufyrirtækis. Verkefnið hefur notið alþjóðlegra rannsóknarstyrkja, meðal annars frá Evrópusambandinu og Bandaríkjastjórn. CarbFix verkefnið hefur beina tengingu við annað verkefni sem stendur almenningi kannski nær. Við vinnslu þess kviknaði sú hugmynd að hægt væri að beita sams konar aðferð á brennisteinsvetni, sem einnig kemur upp úr borholum með jarðhitavökvanum. Þannig fæddist SulFix þróunarverkefnið. Í því er farið svipað með brennisteinsvetni og koltvísýringinn; það er blandað vatni og dælt niður í berggrunninn þar sem það breytist í pýrít, eða glópagull. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega telur Orka náttúrunnar að mengunarvandinn vegna brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun sé leystur með SulFix verkefninu. Frá því að niðurdæling á jarðhitagösum hófst í stórum stíl í júní 2014 hefur styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti í þéttbýli aldrei farið yfir reglugerðarmörk. Það er ekki síst þekkingunni sem fékkst í CarbFix verkefninu að þakka, samkvæmt upplýsingum frá OR. Um stórt skref er að ræða en Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, lýsti því yfir á sínum tíma að útblástur brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun væri „stærsti umhverfisvandi sem Orkuveitan glímdi við“. Tækniþróun ætluð heimsbyggðinniÞau meginmarkmið sem lagt var upp með við stofnun CarbFix verkefnisins voru þrjú:Að auka skilning á því hvað verður um koltvísýring sem dælt er niður í berggrunninn til langs tíma litiðAð þróa tækni til að binda koltvísýring varanlega í jarðlögumAð gefa út og miðla niðurstöðum rannsókna og tilrauna svo þær geti nýst sem víðast Koltvísýringur, sem kemur upp með jarðhitavökvanum og færi annars út í andrúmsloftið, er bundinn í bergi í grennd virkjunarinnar og eykur þar með grænt gildi orkuframleiðslunnar. Koltvísýringur er um 0,4% útblásturs virkjunarinnar. Með því að leysa koltvísýringinn upp í vatni við niðurdælingu – svipað og í sódavatni – er verulega dregið úr hættu á því að hann sleppi upp á yfirborðið áður en hann binst í formi karbónatsteinda í berggrunninum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Hægt er að binda koltvísýring sem steintegund í berglögunum við Hellisheiðarvirkjun að 95 prósentum á aðeins tveimur árum – en ekki öldum eða árþúsundum eins og áður var talið. Aðferðin er ódýrari en aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í sama tilgangi og gæti reynst mikilvæg í baráttunni við loftslagsvandann. Rannsóknarniðurstöður CarbFix loftslagsverkefnisins svokallaða verða birtar í dag í Science, einu útbreiddasta og þekktasta vísindatímariti heims. Unnið hefur verið að verkefninu við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2007. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur verið helsti bakhjarl þess frá því að til þess var stofnað og að því hefur komið fjöldi vísindamanna auk iðnaðarmanna og tæknifólks OR og síðar einnig Orku náttúrunnar. Aðalhöfundur greinarinnar er Jürg Matter, einn vísindamannanna, en nú er ljóst að öll markmið verkefnisins hafa náðst þó áfram verði unnið að frekari framgangi þeirra. Edda Sif Pind Aradóttir, vísindamaður á Þróunarsviði OR, er verkefnisstjóri. Hún segir niðurstöðurnar merkilegar, ekki síst hvað bindingin er hröð í basaltberginu. „Aðferðirnar sem við höfum þróað standa öðrum tilraunum í þessa veru talsvert framar hvað þetta varðar. Þá er þessi aðferð miklu ódýrari en aðrar sem við höfum upplýsingar um. Við áætlum að kostnaður við bindingu hvers tonns sé um 3.500 krónur, sem er helmingur til fjórðungur af þeim fjárhæðum sem gefnar hafa verið upp við samsvarandi verkefni. Við höfum nú í höndunum niðurstöður sem gefa til kynna að heimsbyggðin hafi eignast nýtt vopn í baráttunni við loftslagsvandann.“ Einstakt verkefniEdda Sif Pind AradóttirCarbFix verkefnið er einstakt að því leyti að það tengist beint rekstri jarðvarmavirkjunar og er að mati OR merkilegt dæmi um samstarf vísindasamfélagsins og orkufyrirtækis. Verkefnið hefur notið alþjóðlegra rannsóknarstyrkja, meðal annars frá Evrópusambandinu og Bandaríkjastjórn. CarbFix verkefnið hefur beina tengingu við annað verkefni sem stendur almenningi kannski nær. Við vinnslu þess kviknaði sú hugmynd að hægt væri að beita sams konar aðferð á brennisteinsvetni, sem einnig kemur upp úr borholum með jarðhitavökvanum. Þannig fæddist SulFix þróunarverkefnið. Í því er farið svipað með brennisteinsvetni og koltvísýringinn; það er blandað vatni og dælt niður í berggrunninn þar sem það breytist í pýrít, eða glópagull. Eins og Fréttablaðið greindi frá nýlega telur Orka náttúrunnar að mengunarvandinn vegna brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun sé leystur með SulFix verkefninu. Frá því að niðurdæling á jarðhitagösum hófst í stórum stíl í júní 2014 hefur styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti í þéttbýli aldrei farið yfir reglugerðarmörk. Það er ekki síst þekkingunni sem fékkst í CarbFix verkefninu að þakka, samkvæmt upplýsingum frá OR. Um stórt skref er að ræða en Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, lýsti því yfir á sínum tíma að útblástur brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun væri „stærsti umhverfisvandi sem Orkuveitan glímdi við“. Tækniþróun ætluð heimsbyggðinniÞau meginmarkmið sem lagt var upp með við stofnun CarbFix verkefnisins voru þrjú:Að auka skilning á því hvað verður um koltvísýring sem dælt er niður í berggrunninn til langs tíma litiðAð þróa tækni til að binda koltvísýring varanlega í jarðlögumAð gefa út og miðla niðurstöðum rannsókna og tilrauna svo þær geti nýst sem víðast Koltvísýringur, sem kemur upp með jarðhitavökvanum og færi annars út í andrúmsloftið, er bundinn í bergi í grennd virkjunarinnar og eykur þar með grænt gildi orkuframleiðslunnar. Koltvísýringur er um 0,4% útblásturs virkjunarinnar. Með því að leysa koltvísýringinn upp í vatni við niðurdælingu – svipað og í sódavatni – er verulega dregið úr hættu á því að hann sleppi upp á yfirborðið áður en hann binst í formi karbónatsteinda í berggrunninum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira