Viðreisn – öðruvísi flokkur Sigurjón Arnórsson skrifar 22. ágúst 2016 15:20 Þriðjudaginn, 24. maí s.l. sat ég stofnfund Viðreisnar ásamt rúmlega 400 manns. Þar hlustaði ég á fjölbreyttan hóp ræðumanna tala um nútímalegt og frjálslynt stjórnmálaafl. Satt best að segja var þessi stund ótrúleg upplifun fyrir mig, hafandi komið að skipulagsstarfi Viðreisnar í rúmt ár. Lengi höfðum við verið að funda í skrifstofum og litlum fundarherbergjum út um allan bæ. Magnað að sjá þessa íhugun og vinnu leiða til stofnun öflugs stjórnmálafls. Ásamt fjórtán öðrum, var ég kjörinn í fyrstu stjórn Viðreisnar. Ég er einnig í stjórn ungliðahreyfingar Viðreisnar og var ráðinn sem fyrsti starfsmaður flokksins. Eftir stofnfund flokksins, hefur Viðreisn fengið mikla umfjöllun. Margir eru áhugasamir um flokkinn en eru ennþá að velta fyrir sér hvað þetta nýja afl í íslensku stjórnmálum er. Þar sem ég hef verið svo heppinn að fá góða innsýn í starf flokksins fyrir og eftir stofnun hans, tel ég mig vel hæfan til að svara spurningunni; hvað er Viðreisn? Þegar ég kom að Viðreisn fyrir rúmu ári síðan þekkti ég engan þar. Samt var tekið vel á móti mér og mér var fljótt boðið að taka þátt í skipulagsstarfi flokksins. Á þeim tíma var flokkurinn ungur, án stefnuskrár og án höfuðstöðva. En við höfðum gott fólk með margar góðar hugmyndir. Ég ásamt þremur ungum mönnum ákváðum að setja á blað grunnstefnu flokksins. Hugsunin var að búa til skjal með lykilgildum flokksins sem síðan væri hægt að vinna út frá. Við hittumst vikulega í HR og skrifuðum grunnviðmið flokksins í gegnum „Google Docs“. Þessi hópur hefur sífellt verið að stækka og er nú orðinn mikill drifkraftur innan flokksins. Í dag er hægt að sækja þetta skjal á vefsíðu flokksins. Þau gildi sem við settum áherslu á voru stöðugleiki í efnahagsmálum, frjálslyndi, almannahagsmunir fram yfir sérhagsmuni, jafnrétti, félagslegt réttlæti og vestræn samvinna. Þegar núverandi ríkisstjórn lofaði kosningum í haust var undirbúningsferlið sett í næsta gír. Við opnuðum skrifstofu, fengum bókstafinn C, Viðreisnartáknið og uppfærðum vefsíðuna okkar. Tölvupóstar voru sendir á alla þá sem skráðir voru á póstlista, yfir þúsund manns á þeim tíma, til að biðja þá að skrá sig í málefnanefndir til að ganga frá stefnuskrá flokksins. Á annað hundrað manns skráðu sig í það starf. Mánuðina fyrir stofnfundinn var skrifstofan í Ármúlanum full af fólki. Nefndir unnu hörðum höndum í öllum herbergjum alla daga vikunnar. Svo skilaði hver nefnd frá sér skýrslu um hin ýmsu málefni. Sérfræðingar voru fengnir til þess að fara yfir þessa vinnu og stefnuskráin var samþykkt á stofnfundinum. Starf í hinum ýmsu málaflokkum heldur áfram og enn er hægt að koma ábendingum á framfæri. Samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 15. til 22. júlí s.l. er Viðreisn fjórði stærsti flokkur íslands með 9.4% fylgi. Þessi árangur hefur náðst með góðri stefnuskrá. Næsta verkefni flokksins er að manna framboðslista. Í því verkefni erum við með uppstillinganefndir í öllum kjördæmum. Áhugasamir geta boðið sig fram á lista og svo er opið hús í Ármúla 42 á hverjum þriðjudegi kl. 17. Í stjórnmálum vill fólk helst vita hvað maður ætlar að gera sem snertir það sjálft. Við erum með raunhæfar og markvissar lausnir á vandamálum sem snerta flesta landsmenn. Þegar hafa komið fram nokkrar rangfærslur um stefnuskrá Viðreisnar svo að ég hvet fólk til þess að skoða stefnu flokksins á vefsíðu okkar, vidreisn.is og dæma sjálft. Við erum viss um að þeim mun fleiri sem skoða stefnuna, því fleiri munu slást í hópinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn, 24. maí s.l. sat ég stofnfund Viðreisnar ásamt rúmlega 400 manns. Þar hlustaði ég á fjölbreyttan hóp ræðumanna tala um nútímalegt og frjálslynt stjórnmálaafl. Satt best að segja var þessi stund ótrúleg upplifun fyrir mig, hafandi komið að skipulagsstarfi Viðreisnar í rúmt ár. Lengi höfðum við verið að funda í skrifstofum og litlum fundarherbergjum út um allan bæ. Magnað að sjá þessa íhugun og vinnu leiða til stofnun öflugs stjórnmálafls. Ásamt fjórtán öðrum, var ég kjörinn í fyrstu stjórn Viðreisnar. Ég er einnig í stjórn ungliðahreyfingar Viðreisnar og var ráðinn sem fyrsti starfsmaður flokksins. Eftir stofnfund flokksins, hefur Viðreisn fengið mikla umfjöllun. Margir eru áhugasamir um flokkinn en eru ennþá að velta fyrir sér hvað þetta nýja afl í íslensku stjórnmálum er. Þar sem ég hef verið svo heppinn að fá góða innsýn í starf flokksins fyrir og eftir stofnun hans, tel ég mig vel hæfan til að svara spurningunni; hvað er Viðreisn? Þegar ég kom að Viðreisn fyrir rúmu ári síðan þekkti ég engan þar. Samt var tekið vel á móti mér og mér var fljótt boðið að taka þátt í skipulagsstarfi flokksins. Á þeim tíma var flokkurinn ungur, án stefnuskrár og án höfuðstöðva. En við höfðum gott fólk með margar góðar hugmyndir. Ég ásamt þremur ungum mönnum ákváðum að setja á blað grunnstefnu flokksins. Hugsunin var að búa til skjal með lykilgildum flokksins sem síðan væri hægt að vinna út frá. Við hittumst vikulega í HR og skrifuðum grunnviðmið flokksins í gegnum „Google Docs“. Þessi hópur hefur sífellt verið að stækka og er nú orðinn mikill drifkraftur innan flokksins. Í dag er hægt að sækja þetta skjal á vefsíðu flokksins. Þau gildi sem við settum áherslu á voru stöðugleiki í efnahagsmálum, frjálslyndi, almannahagsmunir fram yfir sérhagsmuni, jafnrétti, félagslegt réttlæti og vestræn samvinna. Þegar núverandi ríkisstjórn lofaði kosningum í haust var undirbúningsferlið sett í næsta gír. Við opnuðum skrifstofu, fengum bókstafinn C, Viðreisnartáknið og uppfærðum vefsíðuna okkar. Tölvupóstar voru sendir á alla þá sem skráðir voru á póstlista, yfir þúsund manns á þeim tíma, til að biðja þá að skrá sig í málefnanefndir til að ganga frá stefnuskrá flokksins. Á annað hundrað manns skráðu sig í það starf. Mánuðina fyrir stofnfundinn var skrifstofan í Ármúlanum full af fólki. Nefndir unnu hörðum höndum í öllum herbergjum alla daga vikunnar. Svo skilaði hver nefnd frá sér skýrslu um hin ýmsu málefni. Sérfræðingar voru fengnir til þess að fara yfir þessa vinnu og stefnuskráin var samþykkt á stofnfundinum. Starf í hinum ýmsu málaflokkum heldur áfram og enn er hægt að koma ábendingum á framfæri. Samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 15. til 22. júlí s.l. er Viðreisn fjórði stærsti flokkur íslands með 9.4% fylgi. Þessi árangur hefur náðst með góðri stefnuskrá. Næsta verkefni flokksins er að manna framboðslista. Í því verkefni erum við með uppstillinganefndir í öllum kjördæmum. Áhugasamir geta boðið sig fram á lista og svo er opið hús í Ármúla 42 á hverjum þriðjudegi kl. 17. Í stjórnmálum vill fólk helst vita hvað maður ætlar að gera sem snertir það sjálft. Við erum með raunhæfar og markvissar lausnir á vandamálum sem snerta flesta landsmenn. Þegar hafa komið fram nokkrar rangfærslur um stefnuskrá Viðreisnar svo að ég hvet fólk til þess að skoða stefnu flokksins á vefsíðu okkar, vidreisn.is og dæma sjálft. Við erum viss um að þeim mun fleiri sem skoða stefnuna, því fleiri munu slást í hópinn.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar