Foreldrar vilja ekki að börnin séu í reiðileysi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 10:45 Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri í Frostaskjóli, hlakkar greinilega til afmælispartísins í dag. Vísir/Vilhelm „Það verður afmælispartí hjá okkur í dag þar sem krakkarnir sýna afrakstur af sínu starfi með vídeóum, myndlist og uppistandi svo eitthvað sé nefnt. Svo verður hægt að hafa það kósí, spila, föndra og spjalla.“ Þannig lýsir Guðrún Kaldal, framkvæmastjóri dagskrá í Frostaskjóli í tilefni þess að þrjátíu ár eru síðan félagsmiðstöð unglinga var opnuð þar. Á níunda áratug síðustu aldar voru víða opnuð slík samkomuhús í hverfum Reykjavíkur til að stemma stigu við unglingadrykkju og ómenningu á Hallærisplaninu og víðar. Í upphafi voru félagsmiðstöðvarnar á vegum Æskulýðsráðs borgarinnar, ýmist í samstarfi við íþróttafélögin, kirkjuna eða skátana. „Í raun byggjum við alltaf á sama grunni, að vinna með félagsþroska og forvarnir,“ segir Guðrún sem hefur verið framkvæmdastjóri í Frostaskjóli frá 1997. Nú heyrir Frístundamiðstöðin Frostaskjól undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og á hverjum degi njóta um 1.000 ungmenni þjónustu hennar, þar af um 650 börn sem dvelja í frístundaheimilum eftir að skóla lýkur. „Þau heimili eru í grunnskólunum en undir okkar hatti, því hjá okkur vinnur fagstétt frístundafólks, samtals 140 manns með ólíka menntun og áhugasvið,“ lýsir Guðrún. „Starfið fer fram á sex stöðum, félagsmiðstöðvar fyrir 10-14 ára og ungmennahúsið Jökla í Frostaskjóli fyrir 16 ára og eldri eru þar á meðal.“ Margt hefur breyst í þjóðfélaginu frá því Guðrún hóf að starfa í Frostaskjóli, til dæmis var atvinnuþátttaka kvenna mun minni þá en í dag, að hennar sögn. „Árið 2001 var bara um helmingur barna sem nýtti sér svokölluð skóladagheimili eftir skólann. Nú eru frístundaheimilin orðin grunnþjónusta, líkt og leikskólar, og þar dvelja öll börn í Vesturbænum í 1. og 2. bekk eftir skóla og um 70% barna í 3. og 4. bekk,“ lýsir Guðrún og heldur áfram: „Við höfum líka farið í mikið átak til að börn geti stundað íþróttaæfingar, skátastarf og tónlistarnám í framhaldi af skólanum. Frístundaheimilið er svo eins og venjulegt heimili þar sem einhver fullorðinn tekur á móti börnunum, gefur þeim hressingu og sendir þau af stað í aukatímana. Foreldrar vilja ekki að börnin þeirra séu í reiðileysi.“ Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Það verður afmælispartí hjá okkur í dag þar sem krakkarnir sýna afrakstur af sínu starfi með vídeóum, myndlist og uppistandi svo eitthvað sé nefnt. Svo verður hægt að hafa það kósí, spila, föndra og spjalla.“ Þannig lýsir Guðrún Kaldal, framkvæmastjóri dagskrá í Frostaskjóli í tilefni þess að þrjátíu ár eru síðan félagsmiðstöð unglinga var opnuð þar. Á níunda áratug síðustu aldar voru víða opnuð slík samkomuhús í hverfum Reykjavíkur til að stemma stigu við unglingadrykkju og ómenningu á Hallærisplaninu og víðar. Í upphafi voru félagsmiðstöðvarnar á vegum Æskulýðsráðs borgarinnar, ýmist í samstarfi við íþróttafélögin, kirkjuna eða skátana. „Í raun byggjum við alltaf á sama grunni, að vinna með félagsþroska og forvarnir,“ segir Guðrún sem hefur verið framkvæmdastjóri í Frostaskjóli frá 1997. Nú heyrir Frístundamiðstöðin Frostaskjól undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og á hverjum degi njóta um 1.000 ungmenni þjónustu hennar, þar af um 650 börn sem dvelja í frístundaheimilum eftir að skóla lýkur. „Þau heimili eru í grunnskólunum en undir okkar hatti, því hjá okkur vinnur fagstétt frístundafólks, samtals 140 manns með ólíka menntun og áhugasvið,“ lýsir Guðrún. „Starfið fer fram á sex stöðum, félagsmiðstöðvar fyrir 10-14 ára og ungmennahúsið Jökla í Frostaskjóli fyrir 16 ára og eldri eru þar á meðal.“ Margt hefur breyst í þjóðfélaginu frá því Guðrún hóf að starfa í Frostaskjóli, til dæmis var atvinnuþátttaka kvenna mun minni þá en í dag, að hennar sögn. „Árið 2001 var bara um helmingur barna sem nýtti sér svokölluð skóladagheimili eftir skólann. Nú eru frístundaheimilin orðin grunnþjónusta, líkt og leikskólar, og þar dvelja öll börn í Vesturbænum í 1. og 2. bekk eftir skóla og um 70% barna í 3. og 4. bekk,“ lýsir Guðrún og heldur áfram: „Við höfum líka farið í mikið átak til að börn geti stundað íþróttaæfingar, skátastarf og tónlistarnám í framhaldi af skólanum. Frístundaheimilið er svo eins og venjulegt heimili þar sem einhver fullorðinn tekur á móti börnunum, gefur þeim hressingu og sendir þau af stað í aukatímana. Foreldrar vilja ekki að börnin þeirra séu í reiðileysi.“
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira