Áfram í gæsluvarðhaldi vegna gruns um tilraunir til tveggja nauðgana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. febrúar 2016 17:37 Myndir úr eftirlitsmyndavélum voru birtar í fjölmiðlum 16. desember síðastliðinn. mynd/lrh Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi allt til 14. mars vegna tveggja tilrauna til nauðgana aðfaranótt 13. desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur verið ákærður af héraðssaksóknara vegna málsins, hefur setið í varðhaldi frá 18. desember, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en frá Þorláksmessu á grundvelli almannahagsmuna. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti kemur meðal annars fram að brotið sem maðurinn er grunaður um „sé þess eðlis að ætla megi að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Þetta er í annað skipti sem varðhald er framlengt yfir manninum.Reif buxur stúlkunnar og reyndi að hneppa frá sínum eigin Maðurinn er grunaður um tvær árásir sama kvöld. Lögregla var kölluð í Tjarnargötu skömmu eftir klukkan þrjú um nóttina en á vettvangi hittu þau stúlku í miklu uppnámi. Hún hafði verið á leið heim úr miðbænum þegar hún tók eftir manni sem gekk í humátt á eftir henni. Hún vék sér til hliðar svo hann gæti gengið fram hjá henni. Maðurinn stoppaði ofar í götunni en þegar stúlkan ætlaði að ganga fram hjá honum á hann að hafa gripið í hana, reynt að taka af henni símann og kallað hana „bitch“. Síðan hafi hann gripið um munn hennar, ýtt henni upp að húsi í götunni meðan hann reif buxurnar hennar og reyndi að hneppa frá sínum eigin. Stúlkan segir að hún hafi öskrað þar til fólk kom að en um það leiti hafði maðurinn sig á brott.Myndbandsupptökur meðal gagna málsins Fimm mínútum eftir fyrri tilkynninguna barst tilkynning um aðra árás í Þingholtsstræti. Sú stúlka var grátandi þegar lögreglu bar að og í miklu uppnámi. Bar hún því við að á gangi upp Bankastræti hafi maður komið aftan að henni og lagt hendi yfir axlir hennar. Stúlkan reyndi að losa sig en maðurinn herpti þá takið, greip um munn hennar og gekk inn Þingholtsstræti. Þegar í Þingholtsstræti var komið kastaði árásarmaðurinn henni utan í bíl og reyndi að setjast klofvega ofan á hana. Stúlkan bar því við að henni hafi allan tíman liðið þannig að maðurinn hafi ætlað að nauðga henni. Skyndilega hóf hann sig á brott en líklegt þykir að einhver hafi komið að þeim. Á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýna manninn á ferð í Tjarnargötu og þá er síðari árásin öll til á upptöku. Myndir úr upptökuvélum voru birtar í fjölmiðlum 16. desember og þekkti maðurinn sjálfan sig á upptökunni. Maðurinn neitar sök í málinu. Aðalmeðferð í málinu verður þann 30. mars. Tengdar fréttir Grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Önnur árásin er öll til á upptöku úr eftirlitsmyndavél. 24. desember 2015 09:43 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Maður sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur í desember síðastliðnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 16. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2016 16:50 Löggan leitar að þessum manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af manni vegna máls sem er til rannsóknar. Myndina má sjá hér að ofan. 16. desember 2015 15:34 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi allt til 14. mars vegna tveggja tilrauna til nauðgana aðfaranótt 13. desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur verið ákærður af héraðssaksóknara vegna málsins, hefur setið í varðhaldi frá 18. desember, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en frá Þorláksmessu á grundvelli almannahagsmuna. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti kemur meðal annars fram að brotið sem maðurinn er grunaður um „sé þess eðlis að ætla megi að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Þetta er í annað skipti sem varðhald er framlengt yfir manninum.Reif buxur stúlkunnar og reyndi að hneppa frá sínum eigin Maðurinn er grunaður um tvær árásir sama kvöld. Lögregla var kölluð í Tjarnargötu skömmu eftir klukkan þrjú um nóttina en á vettvangi hittu þau stúlku í miklu uppnámi. Hún hafði verið á leið heim úr miðbænum þegar hún tók eftir manni sem gekk í humátt á eftir henni. Hún vék sér til hliðar svo hann gæti gengið fram hjá henni. Maðurinn stoppaði ofar í götunni en þegar stúlkan ætlaði að ganga fram hjá honum á hann að hafa gripið í hana, reynt að taka af henni símann og kallað hana „bitch“. Síðan hafi hann gripið um munn hennar, ýtt henni upp að húsi í götunni meðan hann reif buxurnar hennar og reyndi að hneppa frá sínum eigin. Stúlkan segir að hún hafi öskrað þar til fólk kom að en um það leiti hafði maðurinn sig á brott.Myndbandsupptökur meðal gagna málsins Fimm mínútum eftir fyrri tilkynninguna barst tilkynning um aðra árás í Þingholtsstræti. Sú stúlka var grátandi þegar lögreglu bar að og í miklu uppnámi. Bar hún því við að á gangi upp Bankastræti hafi maður komið aftan að henni og lagt hendi yfir axlir hennar. Stúlkan reyndi að losa sig en maðurinn herpti þá takið, greip um munn hennar og gekk inn Þingholtsstræti. Þegar í Þingholtsstræti var komið kastaði árásarmaðurinn henni utan í bíl og reyndi að setjast klofvega ofan á hana. Stúlkan bar því við að henni hafi allan tíman liðið þannig að maðurinn hafi ætlað að nauðga henni. Skyndilega hóf hann sig á brott en líklegt þykir að einhver hafi komið að þeim. Á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýna manninn á ferð í Tjarnargötu og þá er síðari árásin öll til á upptöku. Myndir úr upptökuvélum voru birtar í fjölmiðlum 16. desember og þekkti maðurinn sjálfan sig á upptökunni. Maðurinn neitar sök í málinu. Aðalmeðferð í málinu verður þann 30. mars.
Tengdar fréttir Grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Önnur árásin er öll til á upptöku úr eftirlitsmyndavél. 24. desember 2015 09:43 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Maður sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur í desember síðastliðnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 16. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2016 16:50 Löggan leitar að þessum manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af manni vegna máls sem er til rannsóknar. Myndina má sjá hér að ofan. 16. desember 2015 15:34 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Önnur árásin er öll til á upptöku úr eftirlitsmyndavél. 24. desember 2015 09:43
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Maður sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur í desember síðastliðnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 16. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2016 16:50
Löggan leitar að þessum manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af manni vegna máls sem er til rannsóknar. Myndina má sjá hér að ofan. 16. desember 2015 15:34
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent