Áfram í gæsluvarðhaldi vegna gruns um tilraunir til tveggja nauðgana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. febrúar 2016 17:37 Myndir úr eftirlitsmyndavélum voru birtar í fjölmiðlum 16. desember síðastliðinn. mynd/lrh Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi allt til 14. mars vegna tveggja tilrauna til nauðgana aðfaranótt 13. desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur verið ákærður af héraðssaksóknara vegna málsins, hefur setið í varðhaldi frá 18. desember, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en frá Þorláksmessu á grundvelli almannahagsmuna. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti kemur meðal annars fram að brotið sem maðurinn er grunaður um „sé þess eðlis að ætla megi að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Þetta er í annað skipti sem varðhald er framlengt yfir manninum.Reif buxur stúlkunnar og reyndi að hneppa frá sínum eigin Maðurinn er grunaður um tvær árásir sama kvöld. Lögregla var kölluð í Tjarnargötu skömmu eftir klukkan þrjú um nóttina en á vettvangi hittu þau stúlku í miklu uppnámi. Hún hafði verið á leið heim úr miðbænum þegar hún tók eftir manni sem gekk í humátt á eftir henni. Hún vék sér til hliðar svo hann gæti gengið fram hjá henni. Maðurinn stoppaði ofar í götunni en þegar stúlkan ætlaði að ganga fram hjá honum á hann að hafa gripið í hana, reynt að taka af henni símann og kallað hana „bitch“. Síðan hafi hann gripið um munn hennar, ýtt henni upp að húsi í götunni meðan hann reif buxurnar hennar og reyndi að hneppa frá sínum eigin. Stúlkan segir að hún hafi öskrað þar til fólk kom að en um það leiti hafði maðurinn sig á brott.Myndbandsupptökur meðal gagna málsins Fimm mínútum eftir fyrri tilkynninguna barst tilkynning um aðra árás í Þingholtsstræti. Sú stúlka var grátandi þegar lögreglu bar að og í miklu uppnámi. Bar hún því við að á gangi upp Bankastræti hafi maður komið aftan að henni og lagt hendi yfir axlir hennar. Stúlkan reyndi að losa sig en maðurinn herpti þá takið, greip um munn hennar og gekk inn Þingholtsstræti. Þegar í Þingholtsstræti var komið kastaði árásarmaðurinn henni utan í bíl og reyndi að setjast klofvega ofan á hana. Stúlkan bar því við að henni hafi allan tíman liðið þannig að maðurinn hafi ætlað að nauðga henni. Skyndilega hóf hann sig á brott en líklegt þykir að einhver hafi komið að þeim. Á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýna manninn á ferð í Tjarnargötu og þá er síðari árásin öll til á upptöku. Myndir úr upptökuvélum voru birtar í fjölmiðlum 16. desember og þekkti maðurinn sjálfan sig á upptökunni. Maðurinn neitar sök í málinu. Aðalmeðferð í málinu verður þann 30. mars. Tengdar fréttir Grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Önnur árásin er öll til á upptöku úr eftirlitsmyndavél. 24. desember 2015 09:43 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Maður sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur í desember síðastliðnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 16. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2016 16:50 Löggan leitar að þessum manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af manni vegna máls sem er til rannsóknar. Myndina má sjá hér að ofan. 16. desember 2015 15:34 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi allt til 14. mars vegna tveggja tilrauna til nauðgana aðfaranótt 13. desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur verið ákærður af héraðssaksóknara vegna málsins, hefur setið í varðhaldi frá 18. desember, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en frá Þorláksmessu á grundvelli almannahagsmuna. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti kemur meðal annars fram að brotið sem maðurinn er grunaður um „sé þess eðlis að ætla megi að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Þetta er í annað skipti sem varðhald er framlengt yfir manninum.Reif buxur stúlkunnar og reyndi að hneppa frá sínum eigin Maðurinn er grunaður um tvær árásir sama kvöld. Lögregla var kölluð í Tjarnargötu skömmu eftir klukkan þrjú um nóttina en á vettvangi hittu þau stúlku í miklu uppnámi. Hún hafði verið á leið heim úr miðbænum þegar hún tók eftir manni sem gekk í humátt á eftir henni. Hún vék sér til hliðar svo hann gæti gengið fram hjá henni. Maðurinn stoppaði ofar í götunni en þegar stúlkan ætlaði að ganga fram hjá honum á hann að hafa gripið í hana, reynt að taka af henni símann og kallað hana „bitch“. Síðan hafi hann gripið um munn hennar, ýtt henni upp að húsi í götunni meðan hann reif buxurnar hennar og reyndi að hneppa frá sínum eigin. Stúlkan segir að hún hafi öskrað þar til fólk kom að en um það leiti hafði maðurinn sig á brott.Myndbandsupptökur meðal gagna málsins Fimm mínútum eftir fyrri tilkynninguna barst tilkynning um aðra árás í Þingholtsstræti. Sú stúlka var grátandi þegar lögreglu bar að og í miklu uppnámi. Bar hún því við að á gangi upp Bankastræti hafi maður komið aftan að henni og lagt hendi yfir axlir hennar. Stúlkan reyndi að losa sig en maðurinn herpti þá takið, greip um munn hennar og gekk inn Þingholtsstræti. Þegar í Þingholtsstræti var komið kastaði árásarmaðurinn henni utan í bíl og reyndi að setjast klofvega ofan á hana. Stúlkan bar því við að henni hafi allan tíman liðið þannig að maðurinn hafi ætlað að nauðga henni. Skyndilega hóf hann sig á brott en líklegt þykir að einhver hafi komið að þeim. Á meðal gagna málsins eru upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýna manninn á ferð í Tjarnargötu og þá er síðari árásin öll til á upptöku. Myndir úr upptökuvélum voru birtar í fjölmiðlum 16. desember og þekkti maðurinn sjálfan sig á upptökunni. Maðurinn neitar sök í málinu. Aðalmeðferð í málinu verður þann 30. mars.
Tengdar fréttir Grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Önnur árásin er öll til á upptöku úr eftirlitsmyndavél. 24. desember 2015 09:43 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Maður sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur í desember síðastliðnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 16. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2016 16:50 Löggan leitar að þessum manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af manni vegna máls sem er til rannsóknar. Myndina má sjá hér að ofan. 16. desember 2015 15:34 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Önnur árásin er öll til á upptöku úr eftirlitsmyndavél. 24. desember 2015 09:43
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur Maður sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga tveimur stúlkum í miðbæ Reykjavíkur í desember síðastliðnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 16. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2016 16:50
Löggan leitar að þessum manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af manni vegna máls sem er til rannsóknar. Myndina má sjá hér að ofan. 16. desember 2015 15:34