Eðli okkar fjær? Heiðdís Sigurðardóttir skrifar 19. september 2016 14:53 Sem aldrei fyrr erum við, bæði fullorðnir og börn, svo að segja komin með umheiminn í fangið – tölvuna í kjöltuna og símann upp að andlitinu. Framþróunin hefur á vissan hátt aukið þekkingu okkar og einnig virðingu fyrir fjölbreytileikanum. Jafnframt er vert að vera meðvitaður um hversu skekkt myndin er. Upplýsingamagnið er gífurlegt og oft fjarri raunveruleikanum, eðli okkar og gerð. Auglýsingaheimurinn og markaðsöflin eiga greiðari aðgang að okkur en nokkru sinni fyrr. Talið er að í hinum vestræna heimi sjáum við, í einhverju formi að meðaltali 3000 auglýsingar á dag. Ráðstefna haldin í Hörpu sunnudaginn 2. okt - Sjá www.gallabuxurnar.is. Við sjáum meira af einhverju „ideal“, hinu fullkomna sem ekki er hægt að ná. Við berum okkur saman við þau bestu og mestu eins og samfélagið skilur það á hverjum tíma, jafnvel sýndarveruleikapersónur og „photoshoppað“ útlit. „Ég vildi óska að ég liti út eins og Sindy Crawford“ var haft eftir henni sjálfri. Til að vera gjaldgengur eða meðtekinn þarftu að vera öðruvísi en þú ert. Þú ert ekki nógu e-ð hvað varðar stærð, lögun, massa, útlit, áferð, litarhaft o.fl. Ytra áreiti, hefur aldrei verið meira. Er hið ytra að yfirgnæfa okkar innri rödd? Er „photoshoppaða myndin“ að skyggja á sjálfsmyndina? Öflugur iðnaður veltir milljörðum á því að nýta sér óöryggi eða ýta undir vanlíðan til að markaðssetja vöru. Sýna okkur hvað við erum gölluð, ekki nógu eitthvað... en gætum lagast með því að kaupa og neyta. Ef það er ekki að virka þá vorum við ekki nógu eitthvað.. við vorum gölluð, ekki að gera nóg, ekki að standa okkur. Okkur er seld ímynd hins fullkomna sem ekki er hægt að ná. Ánægð manneskja er ekki góður neytandi, því hún þarf ekki að kaupa neitt til að breyta sér eða líða betur. En erum við eitthvað gölluð, ekki á einhvern hátt nógu góð, fyrst við pössum ekki inní staðalinn? Hverjum hentar staðallinn? Okkur sem erum af öllum stærðum og gerðum, fjölbreytt og alls konar? Í Kína til forna, áttu konur að vera mjög fótnettar – svo mjög að um fætur nýfæddra var fast vafið svo þeir stækkuðu síður. Ef það dugði ekki til var ristarbeinið brotið og vafið aftur um fót. Okkur finnst þetta ekki fallegt, en erum við kannske að gera eitthvað hliðstætt? Eigum við að breyta okkur svo við föllum inn í staðalinn, eða þarf að skurka í þessum staðli, efast um hann, breyta honun, því hann er ekki í takt við raunveruleikann og okkar eðli? Eigum við að breyta viðhorfum frekar en að breyta fólki? Ráðstefnan, Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Áhrif markaðsafla á sjálfsmynd og hegðun ,er þörf vitundarvakning um þessi mál og hvetur til jákvæðari og heilbrigðari sýnar á okkur sjálf: Þarft veganesti í leit okkar að jafnvægi, vellíðan og sátt.Ráðstefnan verður haldin í Hörpu sunnudaginn 2. okt - Sjá www.gallabuxurnar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sem aldrei fyrr erum við, bæði fullorðnir og börn, svo að segja komin með umheiminn í fangið – tölvuna í kjöltuna og símann upp að andlitinu. Framþróunin hefur á vissan hátt aukið þekkingu okkar og einnig virðingu fyrir fjölbreytileikanum. Jafnframt er vert að vera meðvitaður um hversu skekkt myndin er. Upplýsingamagnið er gífurlegt og oft fjarri raunveruleikanum, eðli okkar og gerð. Auglýsingaheimurinn og markaðsöflin eiga greiðari aðgang að okkur en nokkru sinni fyrr. Talið er að í hinum vestræna heimi sjáum við, í einhverju formi að meðaltali 3000 auglýsingar á dag. Ráðstefna haldin í Hörpu sunnudaginn 2. okt - Sjá www.gallabuxurnar.is. Við sjáum meira af einhverju „ideal“, hinu fullkomna sem ekki er hægt að ná. Við berum okkur saman við þau bestu og mestu eins og samfélagið skilur það á hverjum tíma, jafnvel sýndarveruleikapersónur og „photoshoppað“ útlit. „Ég vildi óska að ég liti út eins og Sindy Crawford“ var haft eftir henni sjálfri. Til að vera gjaldgengur eða meðtekinn þarftu að vera öðruvísi en þú ert. Þú ert ekki nógu e-ð hvað varðar stærð, lögun, massa, útlit, áferð, litarhaft o.fl. Ytra áreiti, hefur aldrei verið meira. Er hið ytra að yfirgnæfa okkar innri rödd? Er „photoshoppaða myndin“ að skyggja á sjálfsmyndina? Öflugur iðnaður veltir milljörðum á því að nýta sér óöryggi eða ýta undir vanlíðan til að markaðssetja vöru. Sýna okkur hvað við erum gölluð, ekki nógu eitthvað... en gætum lagast með því að kaupa og neyta. Ef það er ekki að virka þá vorum við ekki nógu eitthvað.. við vorum gölluð, ekki að gera nóg, ekki að standa okkur. Okkur er seld ímynd hins fullkomna sem ekki er hægt að ná. Ánægð manneskja er ekki góður neytandi, því hún þarf ekki að kaupa neitt til að breyta sér eða líða betur. En erum við eitthvað gölluð, ekki á einhvern hátt nógu góð, fyrst við pössum ekki inní staðalinn? Hverjum hentar staðallinn? Okkur sem erum af öllum stærðum og gerðum, fjölbreytt og alls konar? Í Kína til forna, áttu konur að vera mjög fótnettar – svo mjög að um fætur nýfæddra var fast vafið svo þeir stækkuðu síður. Ef það dugði ekki til var ristarbeinið brotið og vafið aftur um fót. Okkur finnst þetta ekki fallegt, en erum við kannske að gera eitthvað hliðstætt? Eigum við að breyta okkur svo við föllum inn í staðalinn, eða þarf að skurka í þessum staðli, efast um hann, breyta honun, því hann er ekki í takt við raunveruleikann og okkar eðli? Eigum við að breyta viðhorfum frekar en að breyta fólki? Ráðstefnan, Gallabuxurnar - er eitthvað að þeim en ekki þér? Áhrif markaðsafla á sjálfsmynd og hegðun ,er þörf vitundarvakning um þessi mál og hvetur til jákvæðari og heilbrigðari sýnar á okkur sjálf: Þarft veganesti í leit okkar að jafnvægi, vellíðan og sátt.Ráðstefnan verður haldin í Hörpu sunnudaginn 2. okt - Sjá www.gallabuxurnar.is
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar