Læknar sviptir leyfi til að ávísa fíknilyfjum Sveinn Arnarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir ströngu eftirliti Landlæknisembættisins. Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir smásjá Landlæknisembættisins. Læknar hafa á árinu misst leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum eftir að upp komst um of miklar ávísanir þeirra á ADHD-lyfjum. Þetta staðfestir Ólafur B. Einarsson, sem starfar við eftirlit Landlæknisembættisins með ávísunum lækna. „Ég get ekki gefið upp fjöldann en við höfum þurft að grípa til þess ráðs á árinu að taka af læknum leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Allir læknar eru nú undir stöðugu eftirliti okkar og vandlega er gætt að læknar ávísi ekki ADHD-lyfjum að óþörfu,“ segir Ólafur. Hann bendir einnig á að búið sé að koma í veg fyrir svokallað „læknaráp“ með því að gera kerfið gegnsærra. „Við höfum hins vegar gagnrýnt lyfjagreiðslunefnd fyrir það að hafa hvata fyrir því að taka stóra skammta í einu af ávanabindandi lyfjum. Einnig með svefnlyfið Immovan sem gefið hefur verið út fyrir börn, 30 stykkja pakki af þeim töflum er ódýrari en 10 stykkja pakki. Þetta höfum við gagnrýnt og sent lyfjagreiðslunefnd bréf þess efnis.“Ólafur B. EinarssonSama má segja með Ritalin. Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði af 90 stykkja pakkningum en ekki pakkningum sem innihalda 30 stykki. Þessu þarf að breyta að mati Landlæknisembættisins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að um þremur milljónum dagskammta af ADHD-lyfjum var ávísað á síðasta ári og að hluti þeirra fari á svartan markað. Þröstur Emilsson, formaður ADHD-samtakanna, gagnrýnir Sjúkratryggingar fyrir að spyrða saman ADHD-sjúklinga og alvarlega veika fíkla. „Það er ekki sæmandi fyrir Sjúkratryggingar að blanda saman misnotkun fíkla og notkun einstaklinga sem fengið hafa ADHD-greiningar samkvæmt klínískum viðmiðum landlæknis. Fíklar eru dauðveikir einstaklingar sem fá alltof fá úrræði og það er skömm okkar að koma þeim ekki til aðstoðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir smásjá Landlæknisembættisins. Læknar hafa á árinu misst leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum eftir að upp komst um of miklar ávísanir þeirra á ADHD-lyfjum. Þetta staðfestir Ólafur B. Einarsson, sem starfar við eftirlit Landlæknisembættisins með ávísunum lækna. „Ég get ekki gefið upp fjöldann en við höfum þurft að grípa til þess ráðs á árinu að taka af læknum leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Allir læknar eru nú undir stöðugu eftirliti okkar og vandlega er gætt að læknar ávísi ekki ADHD-lyfjum að óþörfu,“ segir Ólafur. Hann bendir einnig á að búið sé að koma í veg fyrir svokallað „læknaráp“ með því að gera kerfið gegnsærra. „Við höfum hins vegar gagnrýnt lyfjagreiðslunefnd fyrir það að hafa hvata fyrir því að taka stóra skammta í einu af ávanabindandi lyfjum. Einnig með svefnlyfið Immovan sem gefið hefur verið út fyrir börn, 30 stykkja pakki af þeim töflum er ódýrari en 10 stykkja pakki. Þetta höfum við gagnrýnt og sent lyfjagreiðslunefnd bréf þess efnis.“Ólafur B. EinarssonSama má segja með Ritalin. Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði af 90 stykkja pakkningum en ekki pakkningum sem innihalda 30 stykki. Þessu þarf að breyta að mati Landlæknisembættisins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að um þremur milljónum dagskammta af ADHD-lyfjum var ávísað á síðasta ári og að hluti þeirra fari á svartan markað. Þröstur Emilsson, formaður ADHD-samtakanna, gagnrýnir Sjúkratryggingar fyrir að spyrða saman ADHD-sjúklinga og alvarlega veika fíkla. „Það er ekki sæmandi fyrir Sjúkratryggingar að blanda saman misnotkun fíkla og notkun einstaklinga sem fengið hafa ADHD-greiningar samkvæmt klínískum viðmiðum landlæknis. Fíklar eru dauðveikir einstaklingar sem fá alltof fá úrræði og það er skömm okkar að koma þeim ekki til aðstoðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00