Læknar sviptir leyfi til að ávísa fíknilyfjum Sveinn Arnarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir ströngu eftirliti Landlæknisembættisins. Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir smásjá Landlæknisembættisins. Læknar hafa á árinu misst leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum eftir að upp komst um of miklar ávísanir þeirra á ADHD-lyfjum. Þetta staðfestir Ólafur B. Einarsson, sem starfar við eftirlit Landlæknisembættisins með ávísunum lækna. „Ég get ekki gefið upp fjöldann en við höfum þurft að grípa til þess ráðs á árinu að taka af læknum leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Allir læknar eru nú undir stöðugu eftirliti okkar og vandlega er gætt að læknar ávísi ekki ADHD-lyfjum að óþörfu,“ segir Ólafur. Hann bendir einnig á að búið sé að koma í veg fyrir svokallað „læknaráp“ með því að gera kerfið gegnsærra. „Við höfum hins vegar gagnrýnt lyfjagreiðslunefnd fyrir það að hafa hvata fyrir því að taka stóra skammta í einu af ávanabindandi lyfjum. Einnig með svefnlyfið Immovan sem gefið hefur verið út fyrir börn, 30 stykkja pakki af þeim töflum er ódýrari en 10 stykkja pakki. Þetta höfum við gagnrýnt og sent lyfjagreiðslunefnd bréf þess efnis.“Ólafur B. EinarssonSama má segja með Ritalin. Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði af 90 stykkja pakkningum en ekki pakkningum sem innihalda 30 stykki. Þessu þarf að breyta að mati Landlæknisembættisins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að um þremur milljónum dagskammta af ADHD-lyfjum var ávísað á síðasta ári og að hluti þeirra fari á svartan markað. Þröstur Emilsson, formaður ADHD-samtakanna, gagnrýnir Sjúkratryggingar fyrir að spyrða saman ADHD-sjúklinga og alvarlega veika fíkla. „Það er ekki sæmandi fyrir Sjúkratryggingar að blanda saman misnotkun fíkla og notkun einstaklinga sem fengið hafa ADHD-greiningar samkvæmt klínískum viðmiðum landlæknis. Fíklar eru dauðveikir einstaklingar sem fá alltof fá úrræði og það er skömm okkar að koma þeim ekki til aðstoðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir smásjá Landlæknisembættisins. Læknar hafa á árinu misst leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum eftir að upp komst um of miklar ávísanir þeirra á ADHD-lyfjum. Þetta staðfestir Ólafur B. Einarsson, sem starfar við eftirlit Landlæknisembættisins með ávísunum lækna. „Ég get ekki gefið upp fjöldann en við höfum þurft að grípa til þess ráðs á árinu að taka af læknum leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Allir læknar eru nú undir stöðugu eftirliti okkar og vandlega er gætt að læknar ávísi ekki ADHD-lyfjum að óþörfu,“ segir Ólafur. Hann bendir einnig á að búið sé að koma í veg fyrir svokallað „læknaráp“ með því að gera kerfið gegnsærra. „Við höfum hins vegar gagnrýnt lyfjagreiðslunefnd fyrir það að hafa hvata fyrir því að taka stóra skammta í einu af ávanabindandi lyfjum. Einnig með svefnlyfið Immovan sem gefið hefur verið út fyrir börn, 30 stykkja pakki af þeim töflum er ódýrari en 10 stykkja pakki. Þetta höfum við gagnrýnt og sent lyfjagreiðslunefnd bréf þess efnis.“Ólafur B. EinarssonSama má segja með Ritalin. Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði af 90 stykkja pakkningum en ekki pakkningum sem innihalda 30 stykki. Þessu þarf að breyta að mati Landlæknisembættisins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að um þremur milljónum dagskammta af ADHD-lyfjum var ávísað á síðasta ári og að hluti þeirra fari á svartan markað. Þröstur Emilsson, formaður ADHD-samtakanna, gagnrýnir Sjúkratryggingar fyrir að spyrða saman ADHD-sjúklinga og alvarlega veika fíkla. „Það er ekki sæmandi fyrir Sjúkratryggingar að blanda saman misnotkun fíkla og notkun einstaklinga sem fengið hafa ADHD-greiningar samkvæmt klínískum viðmiðum landlæknis. Fíklar eru dauðveikir einstaklingar sem fá alltof fá úrræði og það er skömm okkar að koma þeim ekki til aðstoðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00