Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað áfram um plássleysi gjörgæsludeild Landspítalans en forstjóri spítalans segir að þriðjungi allra hjartaskurðaðgerða hafa verið frestað það sem af er ári. Þá fylgjumst við með umræðum á Alþingi en mikill hiti var í þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem kröfðust þess að dagsetning yrði sett á kosningar sem fyrst.

Að auki kíkjum við á æfingu bandaríska flughersins sem sinnir loftrýmisgæslu við Íslands um þessar mundir. Bandarískur hermaður segir frábært að vera kominn aftur til starfa á Íslandi. Einnig ræðum við við formann sendinefndar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem hvetur íslensk stjórnvöld til að fara sér hægt við einkavæðingu Íslandsbanka og Landsbanka, þangað til að útlit sér fyrir að sterkir kaupendur finnist.

Þá verður einnig rætt við verktaka húsanna á Hafnartorgi sem segir hugmyndir fyrrverandi forsætisráðherra um byggingar á torginu ekki hafa verið raunhæfar. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×