Noregur átti í engum vandræðum með Angóla á Ólympíuleikunum í handbolta, en Noregur vann tíu marka sigur, 30-20.
Noregur byrjaði af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Eftir stundarfjórðung var staðan 10-3 fyrir Noreg og í hálfleik var átta marka munur, 16-8.
Í síðari hálfleik varð þetta aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og varð munurinn að lokum tíu mörk, en lokatlöur urðu 30-20.
Nora Mørk fór á kostum í liði Noregs og skoraði átta mörk, en alls komust níu leikmann á blað fyrir Noreg.
Noregur er því með fjögur stig eftir leikina þrjá, en þær töpuðu fyrir Brasilíu í fyrsta leiknum. Þær hafa nú unnið tvo leiki í röð, en það er spurning hvort það verði sama uppi á teningnum hjá norska liðinu nú og á Ólympíuleikunum 2012 þar sem þær töpuðu fyrsta leiknum og unnu svo restina af leikjunum og mótið sjálft.
Selfyssingurinn Þórir Hergeirson þjálfar Noreg.
Endurtekur Noregur leikinn frá því 2012?
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


„Manchester er heima“
Enski boltinn




„Verð aldrei trúður“
Fótbolti