Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvött til sjálfsskaða á netinu

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Talið er að allt að 17,000 íslensk ungmenni á aldrinum 14 til 24 ára hafi skaðað sig einhvern tíma og 5,000 þeirra hafi skaðað sig reglulega.

Ragnhildur Erla er ein þeirra, en hún hóf að skera sig aðeins fjórtán ára gömul.

Leiðbeiningarnar og hvatningu til að þess að halda sjálfsskaðanum áfram fann hún á netinu, þar sem þrífst virkt samfélag þeirra sem stunda sjálfsskaða.

Ítarleg umfjöllun um sjálfsskaða og viðtal við Ragnhildi Erlu verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×