Stytta má biðlista með því að nýta skurðstofur á Akranesi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2016 21:36 Hægt væri að stytta biðlista eftir liðskiptiaðgerðum úr fimmtán mánuðum í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. Skurðlæknir á Landspítalanum segir til mikils að vinna, þar sem biðin reynist sjúklingunum erfið og biðlistar kosti samfélagið tugi milljóna króna á viku. Í byrjun árs biðu um fimmtán hundruð manns eftir því að komast í aðgerðir til að skipta um hné og mjaðmaliði. Þeir sem lengst höfðu beðið höfðu beðið í fimmtán mánuði. Skurðlæknir á Landspítalanum, segir biðina eftir aðgerðum vera erfiða fyrir sjúklinga. „Það eru góðar rannsóknir sem sýna það að lengri bið heldur en þrír mánuðir veldur varanlegu tjóni hjá mörgum sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal Einarsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum við Hringbraut. Gunnar skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í MBA námi við Háskólann í Reykjavík ásamt fimm manna hópi. Þar voru skoðaðar leiðir til að stytta biðlistana. Niðurstaðan var sú að hægt væri að stytta biðlista úr fimmtán í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. „Það er til mikils vinna. Fyrir utan sjúklingana sjálfa og þeirra líðan, þá er kostnaður ríkisins eða skattgreiðenda mjög hár. Við áætluðum það út frá breskum stöðlum sem eru svona varlega áætlað að kostnaður íslenska þjóðarbúsins við það að hafa sjúklinga heima, bíða eftir liðskiptaaðgerðum, séu sirka fjörutíu milljónir á viku,“ segir Gunnar. Hann segir átak stjórnvalda til að stytta biðlistana jákvætt en það dugi ekki til. Nýir sjúklingar bætist sífellt í hópinn svo eina leiðin sé að fjölga aðgerðum. Gunnar hefur starfað mikið í Svíþjóð. Hann segir að þar sé algengt að það séu sérstök aðgerðarsjúkrahús og svo bráðasjúkrahús. Þar séu biðlistar eftir um aðgerðum þrír mánuðir. Hann segir að skynsamlegt væri fyrir íslensk stjórnvöld að fara slíka leið, þar sem skipulagðar aðgerðir eins og liðskiptiaðgerðir þurfi oft að víkja á Landspítalanum vegna bráðatilfella. Hann segir að sjúkrahúsið á Akranesi heppilegt þar sem það sé nálægt höfuðborginni. Þar séu allar stoðdeildir þegar til staðar en kostnaðurinn við að koma verkefninu af stað væri um 25 milljónir króna. „Besti árangurinn er að hafa deild sem að sinnir bara þessum plönuðum aðgerðum. Getur einbeitt sér að því og það er engin bráðaþjónusta sem truflar. Þá getur maður haldið flæðinu, því þetta eru aðgerðir sem eru skipulagðar með margra mánaða fyrirfram,“ segir Gunnar. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Hægt væri að stytta biðlista eftir liðskiptiaðgerðum úr fimmtán mánuðum í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. Skurðlæknir á Landspítalanum segir til mikils að vinna, þar sem biðin reynist sjúklingunum erfið og biðlistar kosti samfélagið tugi milljóna króna á viku. Í byrjun árs biðu um fimmtán hundruð manns eftir því að komast í aðgerðir til að skipta um hné og mjaðmaliði. Þeir sem lengst höfðu beðið höfðu beðið í fimmtán mánuði. Skurðlæknir á Landspítalanum, segir biðina eftir aðgerðum vera erfiða fyrir sjúklinga. „Það eru góðar rannsóknir sem sýna það að lengri bið heldur en þrír mánuðir veldur varanlegu tjóni hjá mörgum sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal Einarsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum við Hringbraut. Gunnar skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í MBA námi við Háskólann í Reykjavík ásamt fimm manna hópi. Þar voru skoðaðar leiðir til að stytta biðlistana. Niðurstaðan var sú að hægt væri að stytta biðlista úr fimmtán í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. „Það er til mikils vinna. Fyrir utan sjúklingana sjálfa og þeirra líðan, þá er kostnaður ríkisins eða skattgreiðenda mjög hár. Við áætluðum það út frá breskum stöðlum sem eru svona varlega áætlað að kostnaður íslenska þjóðarbúsins við það að hafa sjúklinga heima, bíða eftir liðskiptaaðgerðum, séu sirka fjörutíu milljónir á viku,“ segir Gunnar. Hann segir átak stjórnvalda til að stytta biðlistana jákvætt en það dugi ekki til. Nýir sjúklingar bætist sífellt í hópinn svo eina leiðin sé að fjölga aðgerðum. Gunnar hefur starfað mikið í Svíþjóð. Hann segir að þar sé algengt að það séu sérstök aðgerðarsjúkrahús og svo bráðasjúkrahús. Þar séu biðlistar eftir um aðgerðum þrír mánuðir. Hann segir að skynsamlegt væri fyrir íslensk stjórnvöld að fara slíka leið, þar sem skipulagðar aðgerðir eins og liðskiptiaðgerðir þurfi oft að víkja á Landspítalanum vegna bráðatilfella. Hann segir að sjúkrahúsið á Akranesi heppilegt þar sem það sé nálægt höfuðborginni. Þar séu allar stoðdeildir þegar til staðar en kostnaðurinn við að koma verkefninu af stað væri um 25 milljónir króna. „Besti árangurinn er að hafa deild sem að sinnir bara þessum plönuðum aðgerðum. Getur einbeitt sér að því og það er engin bráðaþjónusta sem truflar. Þá getur maður haldið flæðinu, því þetta eru aðgerðir sem eru skipulagðar með margra mánaða fyrirfram,“ segir Gunnar.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira