Stytta má biðlista með því að nýta skurðstofur á Akranesi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2016 21:36 Hægt væri að stytta biðlista eftir liðskiptiaðgerðum úr fimmtán mánuðum í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. Skurðlæknir á Landspítalanum segir til mikils að vinna, þar sem biðin reynist sjúklingunum erfið og biðlistar kosti samfélagið tugi milljóna króna á viku. Í byrjun árs biðu um fimmtán hundruð manns eftir því að komast í aðgerðir til að skipta um hné og mjaðmaliði. Þeir sem lengst höfðu beðið höfðu beðið í fimmtán mánuði. Skurðlæknir á Landspítalanum, segir biðina eftir aðgerðum vera erfiða fyrir sjúklinga. „Það eru góðar rannsóknir sem sýna það að lengri bið heldur en þrír mánuðir veldur varanlegu tjóni hjá mörgum sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal Einarsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum við Hringbraut. Gunnar skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í MBA námi við Háskólann í Reykjavík ásamt fimm manna hópi. Þar voru skoðaðar leiðir til að stytta biðlistana. Niðurstaðan var sú að hægt væri að stytta biðlista úr fimmtán í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. „Það er til mikils vinna. Fyrir utan sjúklingana sjálfa og þeirra líðan, þá er kostnaður ríkisins eða skattgreiðenda mjög hár. Við áætluðum það út frá breskum stöðlum sem eru svona varlega áætlað að kostnaður íslenska þjóðarbúsins við það að hafa sjúklinga heima, bíða eftir liðskiptaaðgerðum, séu sirka fjörutíu milljónir á viku,“ segir Gunnar. Hann segir átak stjórnvalda til að stytta biðlistana jákvætt en það dugi ekki til. Nýir sjúklingar bætist sífellt í hópinn svo eina leiðin sé að fjölga aðgerðum. Gunnar hefur starfað mikið í Svíþjóð. Hann segir að þar sé algengt að það séu sérstök aðgerðarsjúkrahús og svo bráðasjúkrahús. Þar séu biðlistar eftir um aðgerðum þrír mánuðir. Hann segir að skynsamlegt væri fyrir íslensk stjórnvöld að fara slíka leið, þar sem skipulagðar aðgerðir eins og liðskiptiaðgerðir þurfi oft að víkja á Landspítalanum vegna bráðatilfella. Hann segir að sjúkrahúsið á Akranesi heppilegt þar sem það sé nálægt höfuðborginni. Þar séu allar stoðdeildir þegar til staðar en kostnaðurinn við að koma verkefninu af stað væri um 25 milljónir króna. „Besti árangurinn er að hafa deild sem að sinnir bara þessum plönuðum aðgerðum. Getur einbeitt sér að því og það er engin bráðaþjónusta sem truflar. Þá getur maður haldið flæðinu, því þetta eru aðgerðir sem eru skipulagðar með margra mánaða fyrirfram,“ segir Gunnar. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Hægt væri að stytta biðlista eftir liðskiptiaðgerðum úr fimmtán mánuðum í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. Skurðlæknir á Landspítalanum segir til mikils að vinna, þar sem biðin reynist sjúklingunum erfið og biðlistar kosti samfélagið tugi milljóna króna á viku. Í byrjun árs biðu um fimmtán hundruð manns eftir því að komast í aðgerðir til að skipta um hné og mjaðmaliði. Þeir sem lengst höfðu beðið höfðu beðið í fimmtán mánuði. Skurðlæknir á Landspítalanum, segir biðina eftir aðgerðum vera erfiða fyrir sjúklinga. „Það eru góðar rannsóknir sem sýna það að lengri bið heldur en þrír mánuðir veldur varanlegu tjóni hjá mörgum sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal Einarsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum við Hringbraut. Gunnar skilaði á dögunum lokaverkefni sínu í MBA námi við Háskólann í Reykjavík ásamt fimm manna hópi. Þar voru skoðaðar leiðir til að stytta biðlistana. Niðurstaðan var sú að hægt væri að stytta biðlista úr fimmtán í þrjá með því að nýta skurðstofur á sjúkrahúsinu á Akranesi. „Það er til mikils vinna. Fyrir utan sjúklingana sjálfa og þeirra líðan, þá er kostnaður ríkisins eða skattgreiðenda mjög hár. Við áætluðum það út frá breskum stöðlum sem eru svona varlega áætlað að kostnaður íslenska þjóðarbúsins við það að hafa sjúklinga heima, bíða eftir liðskiptaaðgerðum, séu sirka fjörutíu milljónir á viku,“ segir Gunnar. Hann segir átak stjórnvalda til að stytta biðlistana jákvætt en það dugi ekki til. Nýir sjúklingar bætist sífellt í hópinn svo eina leiðin sé að fjölga aðgerðum. Gunnar hefur starfað mikið í Svíþjóð. Hann segir að þar sé algengt að það séu sérstök aðgerðarsjúkrahús og svo bráðasjúkrahús. Þar séu biðlistar eftir um aðgerðum þrír mánuðir. Hann segir að skynsamlegt væri fyrir íslensk stjórnvöld að fara slíka leið, þar sem skipulagðar aðgerðir eins og liðskiptiaðgerðir þurfi oft að víkja á Landspítalanum vegna bráðatilfella. Hann segir að sjúkrahúsið á Akranesi heppilegt þar sem það sé nálægt höfuðborginni. Þar séu allar stoðdeildir þegar til staðar en kostnaðurinn við að koma verkefninu af stað væri um 25 milljónir króna. „Besti árangurinn er að hafa deild sem að sinnir bara þessum plönuðum aðgerðum. Getur einbeitt sér að því og það er engin bráðaþjónusta sem truflar. Þá getur maður haldið flæðinu, því þetta eru aðgerðir sem eru skipulagðar með margra mánaða fyrirfram,“ segir Gunnar.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira