Erlent

Flýja heimili sín vegna brennandi bíldekkja

Bjarki Ármannsson skrifar
Mikill eldur hefur komið upp í einum stærsta dekkjahaug Evrópu.
Mikill eldur hefur komið upp í einum stærsta dekkjahaug Evrópu. Vísir/EPA
Hátt í níu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraði sunnan við Madrid á Spáni þar sem mikill eldur hefur komið upp í einum stærsta dekkjahaug Evrópu.

Reyk sem talinn er hættulegur heilsu fólks leggur nú yfir svæðið Quinon de Sesena og hafa yfirvöld þar kallað eftir því að svæðið verði rýmt. Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, telja yfirvöld að kveikt hafi verið í dekkjunum.

Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu við að berjast við eldinn í allan dag og mörgum skólum verið lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×