Illa lyktandi menn og bara notalegt Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. febrúar 2016 09:00 Það fer vel um strákana í The Vintage Caravan í hljómsveitarrútunni. Hljómsveitin The Vintage Caravan er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu, sem er jafnframt fyrsta tónleikaferð sveitarinnar um álfuna sem aðalnúmer. „Við erum á sex vikna tónleikaferðalagi, sem er ansi svakalegt, mjög þétt prógramm. Þetta er fyrsti evrópski „headline“-túrinn okkar, þar sem við erum aðalbandið og ferðumst með tveimur upphitunarhljómsveitum í stórri rútu sem við búum í meðan á tónleikaferðalaginu stendur,“ segir segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar. Um er að ræða 35 tónleika í þrettán löndum á sex vikum. Óskar Logi kvartar þó ekki yfir farartækinu sem hann og félagar hans ferðast um í. „Við erum á flottum „tourbus“. Þetta er ansi fínt, flott rúm, tvær setustofur, illa lyktandi menn og bara notalegt,“ segir Óskar Logi léttur í lund. Sveitin gerði út frá Danmörku 2014 og 2015 en er þó komin heim. „Eins og er búum við á Íslandi, við bjuggum í Sønderborg árin 2014 og 2015, dótið okkar er komið heim en til að auðvelda okkur ferðalögin þá verðum við líklegast í íbúð í Belgíu í sumar.“Það eru meðal annars flott rúm og tvær seturstofur í „tourbus-inum“Hljómsveitin sendi á dögunum frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Babylon. „Félagar okkar í Sympatico gerðu þetta glæsilega vídeó, þeir unnu einnig við myndbandið okkar seinasta, Crazy Horses. Myndbandið nýja er tekið upp á ýmsum stöðum, Sandvík, Víðinesi, Sundhöll Hafnarfjarðar, Gauknum og dómhúsinu.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Þó svo að sveitin sé að kynna nýjustu plötuna sína, Arrival, á tónleikaferðinni segir Óskar Logi þá vera byrjaða að semja nýtt efni. „Við erum að vinna að nýju efni, það sem er komið er mjög hresst og skemmtilegt að mínu mati. En við erum ekki að flytja þessi lög á tónleikum eins og er, aðallega efni af Arrival og eitthvað af Voyage-plötunni líka.“ Mikið er um að vera hjá sveitinni á næstunni og spilar hún meðal annars á Wacken-hátíðinni. „Það er slatti bókað, við förum til Möltu, Rússlands og Grikklands í apríl. Við erum að spila á Wacken í annað sinn í sumar, sem er mikill heiður. Við spilum á fullt af öðrum hátíðum og svo er tónleikaferðalag eftir sumarið. Ætli við tökum ekki svo upp í lok árs, þetta er allt að koma í ljós.“ Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira
Hljómsveitin The Vintage Caravan er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu, sem er jafnframt fyrsta tónleikaferð sveitarinnar um álfuna sem aðalnúmer. „Við erum á sex vikna tónleikaferðalagi, sem er ansi svakalegt, mjög þétt prógramm. Þetta er fyrsti evrópski „headline“-túrinn okkar, þar sem við erum aðalbandið og ferðumst með tveimur upphitunarhljómsveitum í stórri rútu sem við búum í meðan á tónleikaferðalaginu stendur,“ segir segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar. Um er að ræða 35 tónleika í þrettán löndum á sex vikum. Óskar Logi kvartar þó ekki yfir farartækinu sem hann og félagar hans ferðast um í. „Við erum á flottum „tourbus“. Þetta er ansi fínt, flott rúm, tvær setustofur, illa lyktandi menn og bara notalegt,“ segir Óskar Logi léttur í lund. Sveitin gerði út frá Danmörku 2014 og 2015 en er þó komin heim. „Eins og er búum við á Íslandi, við bjuggum í Sønderborg árin 2014 og 2015, dótið okkar er komið heim en til að auðvelda okkur ferðalögin þá verðum við líklegast í íbúð í Belgíu í sumar.“Það eru meðal annars flott rúm og tvær seturstofur í „tourbus-inum“Hljómsveitin sendi á dögunum frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Babylon. „Félagar okkar í Sympatico gerðu þetta glæsilega vídeó, þeir unnu einnig við myndbandið okkar seinasta, Crazy Horses. Myndbandið nýja er tekið upp á ýmsum stöðum, Sandvík, Víðinesi, Sundhöll Hafnarfjarðar, Gauknum og dómhúsinu.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Þó svo að sveitin sé að kynna nýjustu plötuna sína, Arrival, á tónleikaferðinni segir Óskar Logi þá vera byrjaða að semja nýtt efni. „Við erum að vinna að nýju efni, það sem er komið er mjög hresst og skemmtilegt að mínu mati. En við erum ekki að flytja þessi lög á tónleikum eins og er, aðallega efni af Arrival og eitthvað af Voyage-plötunni líka.“ Mikið er um að vera hjá sveitinni á næstunni og spilar hún meðal annars á Wacken-hátíðinni. „Það er slatti bókað, við förum til Möltu, Rússlands og Grikklands í apríl. Við erum að spila á Wacken í annað sinn í sumar, sem er mikill heiður. Við spilum á fullt af öðrum hátíðum og svo er tónleikaferðalag eftir sumarið. Ætli við tökum ekki svo upp í lok árs, þetta er allt að koma í ljós.“
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Sjá meira