Þingmaður fór á ráðstefnu UN Women á eigin kostnað Snærós Sindradóttir skrifar 14. apríl 2016 07:00 Þorsteini Sæmundsson varð fyrir miklum áhrifum af kvennafundi Sameinuðu þjóðanna í mars. vísir/vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ákvað upp á sitt eindæmi að fara á 60. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í mars. Þetta ákvað hann þegar í ljós kom að Alþingi ætlaði ekki að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Yfirskrift fundarins var „Valdefling kvenna og sjálfbær þróun“. „Ég hef verið að ræða ýmis mál á þingi sem snerta konur, meðal annars kynferðisofbeldi, starfsemi kampavínsklúbba, heimilisofbeldi og ýmist annað. Þegar ég frétti af þessu þingi þá vildi ég gjarnan fara og sjá hvað heimurinn er að hugsa,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn greindi sjálfur frá þessari ferð á fundi Alþingis í gær og vísaði til þess að Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, hafði spurt um ferðina að Þorsteini fjarstöddum. „Nú var það ekki ætlan mín á þeim tíma að upplýsa alla þjóðina um að ég væri þar á eigin reikning og konan mín með mér,“ sagði Þorsteinn á þingfundi og bætti við: „Ég var eini þingmaður Íslendinga þarna og ég vil beina því til þingmanna sem hafa brennandi áhuga á því málefni að það er alveg þess virði að eyða svolitlu af peningum sínum til að vera þarna og taka þátt í því merka starfi sem þar fer fram.“ Þorsteinn segir í samtali við Fréttablaðið að það hafi verið mikil upplifun að sitja þingið. „Ef eitthvað er hefði ég viljað vera enn betur skipulagður en ég var til að geta komist yfir meira. Það voru alls konar viðburðir og hlutir að gerast sem var mjög áhugavert og eiginlega nauðsynlegt að upplifa.“ Hann segir það synd að Alþingi hafi ekki sent þingmann á ráðstefnuna. Sjálfur hafi hann vakið máls á því á fundi forsætisnefndar Alþingis. „Ég hvatti til þess að við myndum senda þingmenn framvegis, helst úr öllum flokkum, því þetta er gríðarmerkilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ákvað upp á sitt eindæmi að fara á 60. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í mars. Þetta ákvað hann þegar í ljós kom að Alþingi ætlaði ekki að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Yfirskrift fundarins var „Valdefling kvenna og sjálfbær þróun“. „Ég hef verið að ræða ýmis mál á þingi sem snerta konur, meðal annars kynferðisofbeldi, starfsemi kampavínsklúbba, heimilisofbeldi og ýmist annað. Þegar ég frétti af þessu þingi þá vildi ég gjarnan fara og sjá hvað heimurinn er að hugsa,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn greindi sjálfur frá þessari ferð á fundi Alþingis í gær og vísaði til þess að Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, hafði spurt um ferðina að Þorsteini fjarstöddum. „Nú var það ekki ætlan mín á þeim tíma að upplýsa alla þjóðina um að ég væri þar á eigin reikning og konan mín með mér,“ sagði Þorsteinn á þingfundi og bætti við: „Ég var eini þingmaður Íslendinga þarna og ég vil beina því til þingmanna sem hafa brennandi áhuga á því málefni að það er alveg þess virði að eyða svolitlu af peningum sínum til að vera þarna og taka þátt í því merka starfi sem þar fer fram.“ Þorsteinn segir í samtali við Fréttablaðið að það hafi verið mikil upplifun að sitja þingið. „Ef eitthvað er hefði ég viljað vera enn betur skipulagður en ég var til að geta komist yfir meira. Það voru alls konar viðburðir og hlutir að gerast sem var mjög áhugavert og eiginlega nauðsynlegt að upplifa.“ Hann segir það synd að Alþingi hafi ekki sent þingmann á ráðstefnuna. Sjálfur hafi hann vakið máls á því á fundi forsætisnefndar Alþingis. „Ég hvatti til þess að við myndum senda þingmenn framvegis, helst úr öllum flokkum, því þetta er gríðarmerkilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira